Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.09.2016, Qupperneq 4
Sigríður María Egilsdóttir frambjóðandi Viðreisnar segir nýjustu tölur um óútskýrðan launa­ mun kynjanna óásættanlegan en munurinn er 10 prósent. Sig­ ríður kveðst ekki tilbúin að vinna í heilan mánuð á ári launalaust. „Mér finnst ég bara meira virði en það,“ segir hún. Ráðast þurfi í herferð vegna málsins. Það er jafnframt mat Sigríðar að nýtt Lánasjóðsfrumvarp vegi alvarlega að jöfnuði í landinu. Stefán Már Stefánsson prófessor emeritus við lagadeild HÍ segir opinbera hagsmunaskrán­ ingu ekki síður eiga við hand­ hafa dómsvalds en handhafa löggjafarvaldsins. Þetta sé mikilvægt þar sem dómarar beri ábyrgð á því hvernig réttaröryggi kemur fram út á við. Lilja Katrín Gunnarsdóttir stofnandi vefsíð- unnar blaka.is grét gleðitárum þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti óvænt við lok sólarhrings kökumaraþons hennar til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein. Að sögn Lilju söfnuðust um 400 þúsund krónur þennan sólarhring. Þrjú í fréttum Launamunur, hagsmunir og kökumaraþon Tölur vikunnar 18.09.2016 – 24.09.2016 var hækkunin á B- vítamín sprautulyfi í innkaupum SÁÁ þegar eitt fyrirtæki fékk einkaleyfi á sölunni á Íslandi. Verðið fór úr 525 krónum á skammt í rúmar 25 þúsund krónur. 4.700% heimsóttu Laugardalslaugina fyrstu átta mánuði þessa árs. Heildaraðsókn í laugina hefur aukist um 43 þúsund frá því í fyrra. Yfir tvær millj- ónir heimsóttu sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu átta mánuði þessa árs. 544.089 slys og óhöpp þar sem 19 slösuðust urðu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar frá 2010 til 2014. 162 tonn af eldisfiski vilja sjókvíaeldis-fyrirtæki framleiða árlega. Nú eru 15 þúsund tonn fram- leidd af fiski á ári.15 0. 00 0 mörk skoraði kvennalands- liðið í knattspyrnu í undan- keppni EM 2017 en fékk aðeins tvö á sig. Stelpurnar unnu sjö leiki af átta. 34 hótelherbergi áætlar greiningar- deild Arion banka að verði byggð í Reykjavík fram til ársins 2020. 2.500 Samgöngur Isavia hyggst ekki taka ákvörðun um úthlutun rútu­ stæða til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á Keflavíkur­ flugvelli vegna strætóferða fyrr en nýtt umferðarskipulag Leifsstöðvar liggur fyrir. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn Fréttablaðsins, en stjórn sambandsins sendi formlega beiðni til fyrirtækisins í lok maí þar sem hún fór fram á að fá stæði við brottfarar­ og komuinnganga flug­ stöðvarinnar. Þar eru nú fyrirtækin Kynnisferðir ehf. og Iceland Excurs­ ions Allrahanda ehf. með rútustæði á grunni samninga við Isavia sem renna út í árslok. Að sögn Berglindar Kristins­ dóttur, framkvæmdastjóra SSS, hafa óformlegar viðræður staðið yfir við Isavia frá febrúar 2012 um málið, en sambandið ber ábyrgð á skipulagi almenningssamgangna á Suður­ nesjum. Hún segir mikla hagsmuni undir í málinu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og er stjórnin sann­ færð um að aðsókn í strætó muni aukast ef vagnar geti stoppað við inngang. „Við vorum með einkaleyfi á akstri frá Flugstöðinni til Reykja­ víkur en þáverandi innanríkisráð­ herra felldi þann hluta einhliða út úr samningum á sínum tíma. Þessi leið var hryggjarstykki samningsins sem gerði okkur kleift að reka kerfið sjálfbært,“ segir Berglind og bendir á að uppsafnaður halli á rekstri þess um síðustu áramót hafi numið 74 milljónum króna. Hún segir að þessi upphæð muni falla á sveitarfélögin. „Ef ekkert verður að gert gætum við neyðst til að endurskoða alla þjón­ ustuna. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjamenn.“ Ólafur Kr. Ólafsson, varafor­ maður SSS, segir ástandið óboð­ legt, en núverandi stoppistöð er við langtímabílastæði flugstöðvarinnar nokkra tugi metra frá flugstöðinni. „Frá sjónarhóli sveitarfélaganna snýst þetta um að aðgangur að almenningssamgöngum sé boð­ legur á flugvallarsvæðinu og standi jafnfætis öðrum samgöngum sem boðið er upp á,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að vilji SSS nái fram að ganga. „Um leið og við náum að efla tekjustreymið þá náum við að efla almenningssamgöngukerfið. Þá minnkar það sem sveitarfélögin þurfa að borga með almennings­ samgöngunum og þar með aukast líkurnar á að við getum bætt þjón­ ustuna við íbúana,“ segir hann. Isavia hyggst efna til valferlis um rútustæði við flugstöðina á næst­ unni, en stefnt er að því að ljúka ferlinu eftir áramót. Nákvæm tímasetning verður ákveðin þegar hönnun á nýju umferðarskipulagi við flugstöðina liggur fyrir. hlh@frettabladid.is Árangurslausar viðræður um strætóskýli við Leifsstöð Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum vill að strætisvagnar á vegum sambandsins fái rútustæði við inn- ganga Leifsstöðvar. Forsvarsmenn sambandsins segja um mikið hagsmunamál sveitarfélaganna að ræða. Forsvarsmenn Isavia hyggjast efna til valferlis í stæðin þegar nýtt umferðarskipulag er tilbúið. Núverandi stoppistöð strætisvagna á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er við langtímabílastæðin. Ganga þarf dágóðan spöl til þess að komast þangað. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja breytingar. Fréttablaðið/Pjetur aTvinnulíf Páll Erland er hættur sem framkvæmdastjóri Orku nátt­ úrunnar. Páll kynnti ákvörðun sína um að hætta í vikunni. Ástæða upp­ sagnarinnar er mismunandi sýn Páls og stjórnar ON á mikilvæg viðfangsefni í rekstri fyrirtækis­ ins og hvernig eigi að takast á við þau, að því er Bjarni Bjarnason, stjórnarformaður ON, segir í bréfi til samstarfsfólks. Bjarni er for­ stjóri Orkuveitu Reykjavíkur sem er móðurfélag ON. Þá kemur fram hjá Bjarna að Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, hafi tekið við starfi Páls tímabundið. Fram­ kvæmdastjórastaðan verði auglýst á næstu dögum. Páll verður fyrirtæk­ inu innan handar næstu mánuði. Páll sem tók við sem fram­ kvæmdastjóri ON í byrjun árs 2014 hafði starfað fyrir Orkuveituna í fimmtán ár. Bjarni segir Pál meðal annars hafa unnið að krefjandi verkefnum á afar erfiðum tímum. ON framleiðir og selur rafmagn. Hildigunnur hefur verið fram­ kvæmdastjóri Þróunarsviðs OR frá því í ársbyrjun 2013. – gar Ágreiningur við stjórn olli uppsögn Páll Erland hefur verið forstjóri Orku náttúrunnar frá því í ársbyrjun 2014. Fréttablaðið/GVa Þessi leið var hryggjarstykki samningsins. Berglind Krist- insdóttir, fram- kvæmdastjóri SSS Um leið og við náum að efla tekjustreymið þá náum við að efla almenn- ingssam- göngukerfið. Ólafur Kr. Ólafsson, varaformaður SSS 2 4 . S e p T e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.