Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 12

Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 12
Dómsmál Forsvarsmenn Atlantic Green Chemicals krefjast þess að fá lóð sem hafnarstjóri hafði lofað þeim í Helguvík úthlutaða, einnig krefjast þeir þess að breyting á deiliskipulagi á svæðinu frá 2015 verði felld úr gildi. Aðalmeðferð dómsmálsins Atlant­ ic Green Chemicals (AGC) gegn Reykja nesbæ, Reykjaneshöfn og Thorsil hófst á fimmtudag, en áður hafði málinu verið vísað frá. Forsaga málsins er sú að AGC stefndi Reykja­ neshöfn, Reykjanesbæ og Thorsil ehf. vegna deilna um úthlutun lóðarinnar Berghólabrautar 4 í Helguvík. Jón Jónsson, lögmaður Atlantic Green, segir deiluna um málið aðal­ lega snúast um það hvort loforð, sem fólst í tölvupósti frá hafnar­ stjóra Reykjaneshafnar til AGC, gildi. „AGC var tilkynnt að Reykjaneshöfn væri reiðubúin að úthluta félaginu þessari lóð og á grunni þessa loforðs vinnur AGC sitt umhverfismat og klárar það. Staðsetningin skipti máli vegna þess að þeir höfðu í huga að nota afgangs varmaorku í sína fram­ leiðslu,“ segir Jón. „Þetta verkefni lá niðri um tíma og um mitt ár 2014 varð AGC þess vart að hluti af þeirri lóð sem félag­ inu var lofað tilheyrir lóðinni sem Thorsil er að semja um vegna kísil­ vers við Reykjaneshöfn. Þetta dómsmál gengur út á það að þeir eigi rétt á að fá þessa lóð úthlut­ aða, í raun og veru krefjast forsvars­ menn AGC þess. Einnig krefjast þeir þess að nýtt deiliskipulag við Helgu­ víkurhöfn frá 2015, sem gerir ráð fyrir að þessi lóð verði gerð að stærri lóð sem Thorsil fengi afhenta, verði fellt úr gildi,“ segir Jón Jónsson. – sg bmvalla.is PIPA R\TBW A • SÍA • 163855 Nýttu þér ráðgjöf landslagsarkitekta okkar. Þeir aðstoða þig við efnisval og hjálpa þér að útfæra hugmyndir þínar um fallegan garð. Frí ráðgjöf landslagsarkitekta Bókaðu tíma í síma 412 5050 Kláraðu innkeyrsluna fyrir haustið Við aðstoðum þig að velja rétta efnið í innkeyrsluna. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS LYKILL AÐ BETRI KJÖRUM KYNNTU ÞÉR AFSLÁTTARKJÖR VR-KORTSINS Á VR.IS sýrlanD Sýrlenski stjórnarherinn varpaði í gær, með aðstoð Rússa, sprengjum í gríð og erg á svæði upp­ reisnarmanna í austurhluta borgar­ innar Aleppo. Sýrlandsstjórn sagðist staðráðin í að ná þessum svæðum aftur á sitt vald. Þetta var annar dagurinn í röð sem loftárásir voru gerðar á þessi svæði. Fréttastofan Al Jazeera segir að þrjár af fjórum bækistöðvum hjálp­ arstarfsmanna í borginni hafi orðið fyrir árásum. Tvær þeirra séu nú óstarfhæfar. Þá hafa þrjár læknamið­ stöðvar einnig orðið fyrir loftárásum. Hátt í þrjú hundruð þúsund manns eru talin búa enn á svæðum uppreisnarmanna, sem árum saman hafa mátt þola linnulitlar loftárásir frá stjórnarhernum. Lengi hefur illa gengið að koma hjálpargögnum inn á þessi svæði, sem stjórnarherinn situr um. Skammvinnt vopnahlé rann út í sandinn um síðustu helgi eftir að hafa staðið í tæpa viku. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn reyna nú, ásamt fulltrúum bæði Sýr­ landsstjórnar og uppreisnarmanna, að koma á vopnahléi aftur, þótt tak­ markaðar vonir séu bundnar við að það takist alveg á næstunni. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að eina leiðin til að koma á vopnahléi sé að þeir sem hafi getu til að stunda loftárásir hætti því einfaldlega. „Ef ekkert meiri háttar af því tagi gerist þá teljum við engan tilgang í því að gefa út fleiri loforð eða áætl­ anir eða tilkynna um eitthvað sem ekki er hægt að fylgja eftir eða gera að veruleika,“ sagði hann í gær. Bandaríkin hafa sagt það vera í verkahring Rússa að fá sýrlenska stjórnarherinn til þess að halda aftur af sér, en í staðinn reyni Bandaríkin að halda aftur af upp­ reisnarmönnum. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið í fjögur og hálft ár og kost­ að hundruð þúsunda lífið. – gb Harðar árásir á íbúa í Aleppo Þrjár læknamiðstöðvar og tvær bækistöðvar hjálpar- starfsfólks urðu fyrir sprengjum í Aleppo gær. Litlar vonir eru um að vopnahlé komist þar á aftur. Sýrlenskur hjálparstarfsmaður í Aleppo kannar skemmdirnar eftir loftárás á bæki- stöð björgunarsveitanna. NordicphotoS/AFp Krefjast þess að fá lóð Thorsil úthlutaða Atlantic Green Chemicals var tilkynnt að Reykjaneshöfn væri reiðubúin að úthluta félaginu þessari lóð og á grunni þessa loforðs vinna þeir sitt um- hverfismat. Jón Jónsson, lög- maður Atlantic Green Chemicals 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.