Fréttablaðið - 24.09.2016, Qupperneq 24
Birkifræum er hægt að skila á starfsstöðvar Endurvinnslunnar
í Knarrarvogi 4 og Dalvegi 28 eða til Landgræðslu ríkisins í
Gunnarsholti.
BIRKIFRÆ-
SÖFNUN
Mikið fræ er á birki í haust. Hekluskógar auglýsa
eftir aðstoð almennings við fræsöfnun. Fræ þurfa
að vera þurr. Tökum við fræjum til 31. október.
E inn ástsælasti vísinda-skáldskapur sögunnar, Star Trek, verður heiðr-aður í Bíói Paradís í kvöld.Star Trek á 50 ára
afmæli í ár en fyrsti þátturinn fór í
loftið 8. september 1966. Af því til-
efni halda Bíó Paradís og Nexus veg-
lega afmælishátíð.
Haldin verður skemmtidagskrá í
öllum sölum, pöbb-kviss og kynn-
ing á Star Trek spilum frá Nexus. Þá
verður hægt að gæða sér á afmælis-
tertu með Star Trek þema, fá sér
drykk á Quarks Bar og láta taka
mynd af sér í transporternum.
Aðdáendur sem vilja gleðjast á
þessum stærsta Star Trek viðburði
sem haldinn hefur verið hérlendis
eru hvattir til þess að mæta í bún-
ingum.
Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri
Nexus, segir þættina fyrst og fremst
heilla vegna bjartsýnnar framtíðar-
sýnar. „Mannkynið er búið að leysa
öll sín vandamál og breiðir út fagn-
aðarerindið um geiminn. Það eru
svo bara geimverurnar sem eru með
vesen,“ segir Gísli. „Vísindaskáld-
skapur á alltaf sína dyggu aðdáendur.
Fólk vill heimsækja þessa heima aftur
og aftur og þykir eftirsóknarverðar
pælingarnar sem einkenna þessa teg-
und skáldskapar, sem eru heimspeki-
legar, um eðli mannsins og siðferði.“
Hrönn Sveinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bíós Paradísar, segir
sinn uppáhaldskarakter vera Spock.
„Ég talaði við Brynjar Níelsson
í morgun um að klæðast Spock-
búningi fyrir mig, en hann gat það
ekki, var á leiðinni út á land,“ segir
Hrönn. kristjanabjorg@frettabladid.is
Stærsti Star Trek viðburður sem
haldinn hefur verið á Íslandi
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar, ásamt þeim Baldvin Frey Kristjánssyni og Gunnhildi Eyborgu Reynis-
dóttur. FRéttaBlaðið/StEFán
Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir hafa slegið í gegn í gamanþáttunum,
Þær tvær, sem eru á dagskrá Stöðvar
2 á sunnudagskvöldum. Þetta er
önnur þáttaröð sem tekin er til
sýninga, en þær fara sjálfar með
helstu hlutverk og skrifa handritið.
Þær kunna vel við sig í gríni og eiga
sér fyrirmyndir sem þær líta upp til
í skemmtibransanum. Júlíana minn-
ist sérstaklega sketsaþáttaraðar-
innar Smack the Pony, með þremur
gamanleikkonum í aðalhlutverki.
„Ég var um tíu ára og þær höfðu
mikil áhrif á mig, þessir þættir voru
og eru í algjöru uppáhaldi. Þarna
voru konur sem brutu öll form sem
ég áður þekkti,“ segir Júlíana frá.
Vala Kristín nefnir Amy Poehler
sem góða fyrirmynd. Poehler er
þekkt gamanleikkona sem varð
fyrst þekkt í þáttunum Saturday
Night Live. Hún sló svo rækilega í
gegn með Tinu Fey þegar þær voru
kynnar á Golden Globe verðlauna-
afhendingunni árið 2013 og gerðu
mikinn usla. „Annars horfi ég skelfi-
lega lítið á sjónvarp miðað við að ég
vinn við þetta,“ segir Vala Kristín.
Júlíana og Vala vita varla hvernig
samstarf þeirra hófst. „Við kynnt-
umst í Versló. Við eigum bara svo vel
saman,“ útskýrir Vala. „Við bullum
ótrúlega mikið saman, tölum í belg
og biðu og í hringi um alls konar
hluti. Það lá beinast við að skrifa
sketsa,“ segir Júlíana. – kbg
Smack the Pony og
Amy í uppáhaldi
Vala og Júlíana Sara fara með nærri öll hlutverk og semja gamanþættina Þær tvær
sem eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum. FRéttaBlaðið/anton BRinK
FImmtíu ára afmæli Star Trek verður haldið
hátíðlegt í Bíó Paradís um helgina. Aðdáendur
þáttanna eru hvattir til að mæta í búningum
en margir eiga sinn uppáhaldskarakter.
2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r24 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
helgin