Fréttablaðið - 24.09.2016, Blaðsíða 28
Það sem almennir not-endur verða venjulega varir við á internetinu er aðeins lítill hluti þess.Þetta er hinn opni hluti sem er efnisskráður
og leitarvélar eins og Google geta flett
upp og birt skráninguna. Sá hluti sem
hefur ekki verið skráður á þann veg er
stundum kallaður djúpvefurinn, eða
„dark web“. Það þykir mörgum not-
endum þó villandi uppnefni. Það sé
tæknilega merkingarlaust og ruglandi.
Það sem hægt er að segja með vissu
er að undir yfirborði hins skráða nets
er hægt að vafra um án þess að skilja
eftir sig slóð. Nafnleysið getur haft
mikla kosti fyrir netnotendur sem
þurfa að tryggja öryggi sitt eða vilja
frið frá markaðsöflum.
Þar er mikill fjöldi stórra gagna-
grunna og bókasafna og vefsíður
sem krefjast innskráningar frá viður-
kenndum notendum.
Mikil aukning á notkun Tor
Huldunet eru hluti af þjónustu Tor í
þeim skilningi að það þarf að beita
sérstökum ráðstöfunum til að tengj-
ast þeim. Umferð um huldunetin
hefur stóraukist síðustu ár. Í júlí
2013 voru um 800.000 notendur á
dag á Tor-netkerfinu um allan heim.
Fjöldi daglegra notenda var um 2,5
milljónir árið 2014 og eykst enn.
Europol greindi í umfangsmikilli
skýrslu á síðasta ári frá því að með-
fram aukinni notkun hulduneta
hafi glæpastarfsemi á þeim aukist
til muna. Slíkir glæpir krefjist nýrrar
nálgunar lögreglu. Nálgun sem kalli
á mun öflugri alþjóðlega samvinnu
lögregluliða.
Evrópska tölvu- og netglæpamið-
stöðin sem Europol starfrækir er
fyrirmynd að slíkri samvinnu.
Ríkislögreglustjóri gerir einnig
grein fyrir þessu í skýrslu sinni um
helstu ógnir á sviði tölvu- og net-
glæpa sem gefin var út á þessu ári.
Hvað eru huldunet?
Huldunet veita notendum sínum
nafnleynd. Til þess að ná fram leynd
á staðsetningu og nafni eru inter-
netsamskiptin flutt á milli fjölda
mismunandi staðsetningarpunkta
(netþjóna/tölva) og samskiptaslóð-
inni eytt jafnóðum. Þetta kemur í
veg fyrir að hægt sé að rekja upp-
hafsstaðinn. Dæmi um slík netkerfi
eru Tor (The Onion Router) og I2P
(Invisible Internet Project).
Vandi löggæslunnar er í skýrsl-
unni sagður sá að glæpamenn mis-
noti nafnleysið. Í raun hafi myndast
glæpamarkaður á netinu þar sem alls
kyns ólögleg starfsemi er í boði. Þar
á meðal viðskipti með ólögleg lyf og
fíkniefni, sala á vopnum og stolnum
vörum, ofbeldi gegn börnum, leigu-
morð, mansal og sala á stolnum
greiðsluupplýsingum. Einnig standi
til boða að kaupa sem þjónustu
fjölda tölvu- og netglæpa svo sem
klæðskerasniðnar tölvuárásir á ein-
staklinga eða fyrirtæki/stofnanir
(DDoS-árásir, lykilorðaþjófnaður,
ruslpóstur o.fl.).
Tor er ómissandi
Smári McCarthy og Oktavía Hrund
Jónsdóttir Píratar eiga það sameigin-
legt að nota Tor mikið í lífi og starfi.
Smári hefur meðal annars kennt
rannsóknaraðferðir til að rekja ólög-
lega starfsemi í gegnum Tor í Tyrk-
landi og Úkraínu.
„Alls staðar þar sem góðir hlutir
geta gerst geta slæmir hlutir einnig
gerst,“ segir Smári. „Megnið af ólög-
legu starfseminni eru sölusíður fyrir
vímuefni, falsaða peninga, og þess
háttar. Einnig er eitthvað af klámi,
mislöglegu, og hryðjuverkasamtök
nota stundum Tor til að fela sam-
skiptasíður sínar,“ segir Smári.
Oktavía segir heiminn allan geta
verið hættulegan. Netið sé engin
undantekning. „Notum bara sömu
reglur á Tor eins og annars staðar,
til dæmis ekki að sækja í skuggaleg
horn eða sund,“ bendir hún á og
minnir á að þrátt fyrir þessi skugga-
sund á nafnlausa netinu þá sé Tor
ómissandi.
„Tor hefur gefið fólki aðgengi að
upplýsingum til dæmis í sambandi
við kosningar þar sem ritskoðun
hefur lokað á t.d. BBC, Al-Jazeera og
aðra miðla. Það opnar upplýsinga-
flæði fyrir fólk sem er að berjast
fyrir réttindum og getur ekki eða
þorir ekki að tjá sig opinberlega út
af mögulegum afleiðingum, svo sem
fangelsi og ofbeldi. Tor er ómiss-
andi.“
Forðast leyniþjónustur
Smári hefur starfað við upplýsinga-
öryggismál og við ýmis mál þar sem
tækni og mannréttindi fara saman í
rúman áratug.
„Ég hef undanfarin ár unnið sem
yfirmaður tæknideildar hjá Organ-
ized Crime and Corruption Report-
ing Project, þar sem ég sá m.a. um
öryggis mál fyrir rúmlega 200 rann-
sóknarblaðamenn í Austur-Evrópu
og Mið-Asíu. Á undan því var ég
„Principal Consultant“ í upplýs-
ingaöryggisdeild hjá alþjóðlegu
ráðgjafarfyrirtæki, og þar á undan
framkvæmdastjóri IMMI, Alþjóð-
legrar stofnunar um upplýsinga- og
tjáningarfrelsi, þar sem ég sit nú í
stjórn.“
Smári notar helst Tor þegar hann
vill ekki að hægt sé að fylgjast með
ferðum hans á netinu. „Það kom sér
mjög vel í síðasta starfinu mínu, þar
sem ég var mjög oft að leita að upp-
lýsingum um hættulega glæpamenn,
eða að reyna að forðast að leyniþjón-
ustur ýmissa landa gætu fylgst með
okkur,“ segir Smári.
Hann notar Tor aðallega til að
skoða venjulegar vefsíður með einni
undantekningu. „Undantekningin er
ein fréttaveita um öryggismál sem
nokkrir vinir mínir reka, en hana
má aðeins nálgast í gegnum Tor,“
segir Smári.
„Blaðamenn og mannréttinda-
baráttufólk notar Tor daglega til að
fela slóð sína, til að minnka líkurnar
á eftirliti með sér og ofbeldi gegn
sér. Raunin er sú að rafrænt eftirlit
er sjaldnast lokamarkmiðið. Það er
gríðarlega oft sem rafrænt eftirlit
með blaðamönnum og starfsfólki
mannréttindasamtaka er undanfari
árása,“ bendir hann á.
Kennir fólki að leynast á netinu
Oktavía hefur unnið við að aðstoða
blaðamenn og mannréttinda-
aðgerðasinna um allan heim í örygg-
ismálum til að verja þá hættu. „Bæði
hvað varðar netöryggi, líkamsöryggi
og það sem við köllum sálaröryggi,“
útskýrir Oktavía. „Ég tel það vera
grunnstoð mannréttinda í heim-
inum að stjórnvöld og fyrirtæki
líti mannréttindi okkar allra sömu
augum á internetinu eins og í raun-
heimum,“ segir hún.
Oktavía er afar fær í nafnleysi í
netnotkun og kennir fólki að fara
leynt á netinu. „Alls staðar eigin-
lega. Í Bandaríkjunum, Simbabve,
Danmörku, Spáni, Keníu, Líbanon,
mörgum löndum í Suður-Asíu, Mið-
Ameríku, Evrasíu og víða í hinum
arabískumælandi heimi. Ég hef til
Fleiri velja
að dyljast
á netinu
Smári hefur kennt rannsóknaraðferðir til að rekja ólöglega starfsemi á netinu í Tyrklandi og Úkraínu. Oktavía hefur kennt fólki að dylja sig á netinu víða um heim. FréTTablaðið/Hanna
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Undir yfirborði internetsins eru falin net,
sum mikilvæg uppljóstrurum og vísinda-
mönnum og önnur sem eru vettvangur
glæpastarfsemi. Æ fleiri færa sig undir yfir-
borðið til að vernda friðhelgi einkalífs síns.
Blaðamenn og
mannréttinda-
Baráttufólk notar tor
daglega til að
fela slóð sína, til að
minnka líkurnar á
eftirliti með sér og
ofBeldi gegn sér.
Smári McCarthy
2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r28 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð