Fréttablaðið - 24.09.2016, Síða 36
Fyrsta myndin, Bridget Jones’s
Diary, var frumsýnd árið 2001 og
síðan eru liðin heil fimmtán ár.
Sú seinni kom í kvikmyndahús
2004. Síðan hafa báðar myndirn-
ar átt velgengni að fagna í endur-
sýningum sjónvarpsstöðva. Með
fyrstu myndinni var sleginn dá-
lítið annar tónn en var í sjón-
varpsþáttunum Sex and the City
sem voru gríðarlega vinsælir frá
árunum 1998 til 2004.
Í nýju myndinni er Darcy
(Colin Firth) enn viðloðandi líf
Bridget þótt hjónabandið hafi
fjarað út en Daniel Cleaver
(Hugh Grant) hverfur á braut.
Í staðinn kemur nýr sjarmör,
Jack Qwant (Patrick Dempsey).
Bridget er 43 ára, hún er barns-
hafandi og áhorfendur fá að
fylgjast með ferli meðgöngunn-
ar og þegar hún verður móðir í
fyrsta skipti.
Höfundur Bridget Jones er
Helen Fielding, enskur rithöf-
undur, fædd 19. febrúar 1958.
Hún sló í gegn með bókunum um
Bridget Jones. Bækur sem fjalla
um einhleypa konu á fertugs-
aldri sem býr í London og reynir
að ná tökum á lífi sínu og líkams-
þyngd. Fyrsta bókin kom út árið
1996 og sú næsta 1999. Bækurn-
ar voru gefnar út í 40 löndum og
voru seldar í meira en 15 milljón-
um eintaka. Það var því greini-
lega vöntun á lesefni á þessum
nótum fyrir konur.
Bíómyndirnar urðu ekki síður
vinsælar á alþjóðlegum vett-
vangi. Búast má við að þriðja
myndin, Bridges Jones’s Baby, fái
ekki minni aðsókn. Bókin Bridget
Jones’s Baby: The Diaries fylgir
myndinni úr hlaði og kemur út í
Bretlandi 11. október.
Helen Fielding fæddist í Yorks-
hire á Englandi. Hún starfaði sem
blaðamaður og síðan sjónvarps-
fréttamaður. Helen ferðaðist víða
á blaðamanns árum sínum, til Afr-
íku, Indlands og Mið-Ameríku. Í
dag er hún í fullu starfi sem rit-
höfundur og býr jöfnum höndum
í London og Los Angeles.
Það eru mörg ógleymanleg
atriði í Bridget Jones myndun-
um. Það er hægt að skemmta sér
yfir þeim minningum og rifja
þau upp. Búningar í Bridget
Jones þóttu margir kostuleg-
ir og margir leita þangað þegar
farið er í búningapartí. Hver man
ekki eftir jólapeysum, náttfötun-
um eða stórum ömmunærbuxum?
Eða þessum orðum?
Bridget: Wait a minute – nice
boys don’t kiss like that.
Mark Darcy: Oh, yes, they fuck-
ing do.
Við spurðum nokkrar konur
hvert væri eftirminnilegasta
atriði þeirra úr Bridget Jones
myndunum.
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir,
liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367
Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358
Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 |
Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is,
s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
elín
albertsdóttir
elin@365.is
renee Zellweger og Patrick dempsey kynna bridget jones’s baby í new york.
Hver man ekki eftir þessu atriði úr fyrstu myndinni?
ömmunærbuxur bridget jones vöktu heimsathygli.
óheppin en Fyndin
bridget Jones
Kvikmyndin bridges jones’s baby var frumsýnd hér á landi í gærkvöldi.
Þetta er þriðja myndin um þessa skemmtilegu en oft óheppnu konu sem
fólk um allan heim hefur dýrkað og dáð. Margar konur geta samsamað sig
persónunni, konunni sem vill vera fullkomin í starfi og útliti en á í stöðugri
baráttu við aukakílóin, tóbaksfíknina og mislukkuð ástarsambönd.
vinsælt lag
Mörg laganna sem flutt voru í
Bridget Jones’s Diary urðu vin-
sæl. Sérstaklega má nefna lagið
Have You Met Miss Jones? Með
söngvaranum Robbie Williams.
helga Möller
SönGkonA
Það fyrsta sem
kemur upp í
hugann er at-
riðið með stóru
nærbuxunum.
Gat svo sannar-
lega sett mig í þessi spor og elska
sjálf svona þægilegar nærbuxur
og stelst í þær af og til :)
Margrét eir SönGkonA
Það er náttúrlega alltaf frábært móment … fyrir mig
sem söngkonu og kynsystir þegar hún „BLAST-
AR“ út af lífs og sálarkvölum (já og ég meina kvöl-
um, ekki prentvilla) „ All by myself … AnYMoRE
!!!!” Ég held að við eigum öll okkur Celine Dion mo-
ment, hvort sem það er á skralli með vinum, á bömm-
er heima eða í bílnum. Það er svo gott að syngja.
sigurlaug Margrét
Jónasdóttir
DAGSkRáRGERðARMAðuR
klárlega slagsmál-
in á milli Marks
Darcy og Dani-
els Cleaver
við gosbrunn-
inn, algjörlega
ómótstæðileg
slagsmál.
heiðdís lilJa Magnúsdóttir
LöGFRæðinGuR
Litríkar aukapersónur eru aðalsmerki Bridget Jones
myndanna og atriðið sem kemur fyrst upp í huga mér
er einmitt borið uppi af tveimur eftirminnilegum auka-
persónum: Pamela, mamma Bridget snýr aftur heim til
Colins, eiginmanns síns, eftir að hafa gefist upp á app-
elsínugula sjónvarpsmarkaðsgerpinu með hvíttuðu tennurn-
ar, honum Julian. Hún gengur hikandi inn í stofuna seint um kvöld, leggur
ferðatöskuna frá sér og sest við hlið manns síns í sófanum. Eftir andartaks-
þögn segir hún svo, bljúg og einlæg: The thing is – well, close up, he was al-
most purple. You were such a lovely normal color.“ Þær gerast varla fal-
legri, ástarjátningarnar.
hvað segJa þær?
Fæst í apótekum, Krónunni, Fjarðarkaup,
Hagkaup, Nettó og Græn heilsa.
Duft í kalt vatn eða boost
Styður:
Efnaskipti og öflugri brennslu
Minni sykurlöngun
Slökun og svefn
Vöðva og taugastarfsemi
Gott á morgnana og kvöldin
1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð
Mikil virkni
Náttúrulegt
Þörunga magnesíum
ENGIN
MAGAÓNOT
2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r2 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n