Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 40

Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 40
Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is NÝ TUZZI SENDING Blússa 13.980 Stærðir 36-48 Litir: Svört, grá, ljós og rauð Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) Óeirðin hið innra Ljósmyndir sem fjalla um hvers kyns óeirð eru viðfangsefni sýningarinnar Þættir úr náttúrusögu óeirðar sem myndlistarmaðurinn Unnar Örn Auðarson opnar í dag í Harbinger sýningarrými. Sýning listamannsins Unnars Arnar Auðarsonar, Þættir úr náttúrusögu óeirðar (On the Natural History of Unrest), í Harbinger fjallar um óeirð. Á sýningunni eru sýndar ljós- myndir sem birta óeirð af einhverju tagi. Þær sýna hvers kyns samkom- ur sem farið hafa fram hérlendis, mótmæli, fjöldagöngur, jafnvel há- tíðir eða formlegar athafnir vald- hafa. Ljósmyndirnar spanna tíma- bilið frá 1880 til dagsins í dag en verkið er að mestu leyti unnið upp úr heimildum af Ljósmyndasafni Reykjavíkur. „Ég hef mikið verið að skoða ljósmyndir í minni mynd- list og þá aðallega myndir eftir aðra. Undanfarin tvö ár hef ég einblínt á hugtakið óeirð. Ég velti fyrir mér muninum á óeirð og óeirðum. Óeirð held ég að búi í öllum einstaklingum en óeirðir er eitthvað sem fjöldinn framkallar, kannski þar sem margir koma saman sem haldnir eru óeirð og sleppa henni lausri í einhverju formi,“ útskýrir Unnar. Lýkur pæLingum um Óeirð Í tengslum við sýninguna gefur Unnar Örn út bók samnefnda sýn- ingunni sem inniheldur um níutíu myndir. Hluti verka sem Unnar Örn sýnir hefur oft áður verið í formi prentaðs efnis og bætist bókin því í safn verka sem hann hefur gefið út á síðustu tíu árum. Með útgáfu bók- arinnar og sýningunni í Harbinger er Unnar Örn að binda enda á pæl- ingar sínar um óeirðina en verk með áþekku viðfangsefni voru meðal annars í sýningunum Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti á Lista- safni ASÍ árið 2014 og á sýningunni Niðurinn í Safni Jóns Sigurðsson- ar á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2015. Spurður að því hvort hann hafi komist að einhverri niðurstöðu að loknum þessum pælingum segir hann að það búi óeirð í okkur öllum. „Stund- um hleypum við henni út en stundum ekki, ég held aftur á móti að það sé mjög mikilvægt að líta á þessa óeirð sem stóran hluta af því að vera manneskja og mikilvægt að geta fundið henni einhvern farveg. Óeirð er ekki einstakt dæmi heldur hluti af samhangandi sögu og það er þessi saga sem ég hef áhuga á.“ ein samfeLLd saga Áhugann á þeirri sögu segir Unnar hafa kviknað þegar hann hafi skoð- að ljósmyndir í gagnasöfnum og gömlum blöðum og tímaritum. „Þegar maður blaðar í gegn um þetta efni sér maður að það eru ákveðnir hlutir í borgarmenning- unni sem eru sérstaklega skráð- ir og ljósmyndarar hafa haft mik- inn áhuga á. Til dæmis hátíðar- höld og ýmiss konar mótmæli. Það er til mikið af myndum af fjöldan- um, þessum hópi af fólki sem er saman kominn af einhverri ástæðu. Þegar maður rýnir í sögu hóps fólks sem maður teng- ir ekki endilega við skilur maður til dæmis ekki af hverju fólk hitt- ist árið 1905 og mótmælti lagningu ritsímans en fattar svo að þetta er ein samfelld saga, saga óeirðar – þeirra sem eru á öðru máli. Þetta eru vissulega ólíkir hópar fólks og ólíkar ástæður sem liggja að baki en það er sama hugmyndin sem er til grundvallar og mikilvægt að finna óeirðinni farveg. Ég er þó ekki al- mennt að hvetja til beinna aðgerða þó ég telji að þær séu mjög mikil- vægur hluti af því að vera til og ég held að óeirðin sé eitthvað sem fylgi manni í öllu því sem maður gerir,“ lýsir listamaðurinn Unnar Örn. Sýningin verður opnuð í dag klukk- an fjögur og er opin til sunnudagsins 23. október. Harbinger sýningarrými er opið fimmtudaga til laugardaga frá tvö til fimm. Sýning Unnars Arnar Auðar- sonar, Þættir úr náttúrusögu óeirðar, verður opnuð í dag. MYND/GVA Í myndum á sýningunni er beitt annarri grunntækni ljósmyndarinnar og þær sýndar negatífar. Verkin eru neikvæð, ljósi og skugga hefur verið snúið við, og gefa til kynna ástand óeirðar. 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r6 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.