Fréttablaðið - 24.09.2016, Side 67
Mjög góð eplakaka sem passar
vel með vanilluís eða rjóma. Það
er einfalt að gera kökuna, bragðið
af hnetum og kanil passar vel með
eplunum. Þá má skipta hnetum út
og nota haframjöl í staðinn. Kakan
er best heit.
2 dl hveiti
1 tsk. kanill
3 msk. sykur
50 g heslihnetur
100 g smjör
Fylling
4 epli
0,5 dl sykur
Blandið saman hveiti, kanil og
sykri. Hakkið hneturnar og bætið
saman við. Síðan er mjúkt smjör
sett saman við í litum bitum. Deig-
ið á að vera þurrt.
Skrælið eplin og kjarnhreinsið.
Skerið þau í sneiðar. Raðið þeim
síðan í vel smurt eldfast mót. Strá-
ið sykri yfir og síðan er deigið sett
yfir á víð og dreif.
Bakið kökuna í miðjum ofni við
225°C í um það bil 25 mínútur eða
þar til mulningurinn er orðinn gyllt-
ur.
Eplakaka
með mulningi
Gönguleiðsögn um sýningu
Sindra Leifssonar fer fram á
morgun, sunnudag, í og í kring-
um Gerðarsafn klukkan 15. List-
nemar munu leiða gönguna en
hún er hluti af sýningaröðinni
Skúlptúr/skúlptúr. Í lýsingu segir
að „einföld tákn og meðhöndlun
efniviðarins eru endurtekin stef
í verkum Sindra en umhverfi og
samfélag koma gjarnan við sögu.
Óljósir skúlptúrar hafa tekið sér
tímabundna fótfestu í umhverf-
inu og er ætlað að draga fram
hugmyndir um borgarskipulag
og hegðun fólks í rýminu.“
Eva Ísleifsdóttir og Sindri Leifs-
son setja fram hugleiðingar um
skúlptúrinn á samhliða einka-
sýningum. Markmið sýningarað-
arinnar Skúlptúr/skúlptúr er að
veita innsýn í hugarheim lista-
manna. Verk og vinnubrögð geta
verið ólík en hugsunin að baki
þeim er um margt lík.
Þau sem leiða gönguna eru Íris
Indriðadóttir, Jóhann Ingi Skúla-
son, Ólöf Björk Ingólfsdóttir,
Óskar Þór Ámundason og Signý
Jónsdóttir.
GönGuleiðsöGn um skúlptúrsýninGu
Nú er súputíðin gengin í garð.
Hér er uppskrift að fljótlegri fiski-
súpu sem er tilvalið að gera í
stærri skömmtum og bjóða upp á í
saumaklúbbnum eða í öðrum tæki-
færisveislum. Hana er líka gott að
gera fyrir fjölskylduna og hún er
ekki síðri upphituð. Uppskriftin
birtist á vinotek.is.
Blandað sjávarfang, t.d.
skötuselur, rækjur og humar
2 skalottlaukar
2 gulrætur
1 sellerístöngull
1 rauð paprika
1 msk. ólívuolía
5 dl kjúklingasoð
5 dl rjómi/matreiðslurjómi
1 dós Hunt’s spagettísósa –
Roast ed garlic and onion
2 msk. púðursykur
1 msk. basilolía
1/2 tsk. cayenne-pipar
1 tsk. basilíka
Sal
Fínsaxið skalottlaukana. Skerið
gulrætur, sellerí og papriku í litla
teninga. Hitið olíu í potti og mýkið
laukinn ásamt grænmetinu.
Bætið kjúklingasoðinu og rjóm-
anum í pottinn og látið malla á
vægum hita í 15 mínútur. Bætið þá
spagettísósunni og púðursykrinum
saman við og látið suðuna koma
upp. Bragðið til með cayenne-pip-
ar og salti. Setjið basilíku, basilolíu
og fiskmetið út í rétt áður en súpan
er borin fram.
Fljótleg fiskisúpa
Nánari upplýsingar og skráning á hreyfing.is
6 vikna lyftingaprógram
Hefst 26. sept.
Margir vinna ekki markvisst í styrktarþjálfun, gera alltaf sömu æfingarnar eða bara eitthvað.
Í þessu prógrammi lærirðu rétta tækni til að ná betri árangri og koma í veg fyrir álagsmeiðsli. Með markvissum
lyftingum styrkirðu alla helstu vöðvahópa líkamans, bætir líkamsstöðu og eykur grunnbrennslu líkamans. Lyftingar
eru ein besta leiðin til að komast hratt og örugglega í þitt besta mögulega form og verða stæltari og sterkari.
Þjálfað eftir þaulskipulögðu æfingakerfi þar sem rétt álag, endurtekningar og jafnvægi á milli andstæðra vöðva skilar
hámarksárangri. Hentar konum og körlum, byrjendum og þeim sem finna fyrir stöðnun í sinni þjálfun.
Kraftur
Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is
Gerðu líkama þinn að öflugri “brennsluvél”
F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 9l a U g a r D a g U r 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n i n g a r b l a ð ∙ h e l g i n