Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 80

Fréttablaðið - 24.09.2016, Page 80
Kosið verður til Alþing­is þann 29.  október og ráðgert er að ljúka þingstörfum núna í lok mánaðar. Minnst þriðjungur núverandi þingmanna mun hverfa frá störfum eftir kosningar. Þing­ konurnar Katrín Júlíusdóttir úr Samfylkingunni, Ragnheiður Rík­ harðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum og Jóhanna María Sigmundsdóttir úr Framsóknarflokki hafa setið mis­ lengi á þingi. Katrín lengst, eða frá árinu 2003, Ragnheiður frá árinu 2007 en Jóhanna frá 2013. Allar eru þær nú að hverfa á braut. Þær eru allar sammála um það að þingstörfin beri þess merki þessa dagana að það er farið að þetta þing er farið að styttast í annan endann. Lausnamiðuð hugsun Katrín: Maður er algjörlega farinn að finna það. Nú eru allir flokkarnir að stilla upp á lista og það eru búin að vera prófkjör og þá eru komin svolítið önnur tilfinning í húsið og störfin. En mér finnst allt annar og jákvæðari andi í húsinu núna heldur en oft áður við þinglok. Það er mikill vilji til þess að klára þetta sómasamlega.“ Hún segir málin ekki snúast um það núna að semja um það hvaða mál verði kláruð og hvaða mál sitji eftir heldur að finna í sameiningu út úr því hvaða mál sé raunverulega hægt að klára á þeim tíma sem eftir er. Ragnheiður: „Já, ég tek undir það og það er eiginlega búið að vera frá því að við lukum þingstörfum síðastliðið vor. Þá var líka annars konar andrúmsloft í þinginu. Við vissum þá að við færum inn í kosn­ ingar í október.“ Þarf að hafa gaman af fólki Þingkonurnar þrjár eru allar sam­ mála um að tíminn á Alþingi hafi verið mjög skemmtilegur. Katrín: „Starfið er fjölbreytt og mjög skemmtilegt og þú ert að hafa áhrif. Ég mæli með þessu við hvern sem er og hvet fólk til að taka þátt í stjórnmálum.“ Undir þetta tekur Ragnheiður. „Mér hefur þótt þetta ótrúlega skemmtilegur tími. En þú þarft að hafa gaman af fólki. Þú þarft að vera félagslyndur og opinn. Þú þarft að hafa gaman af að vera innan um fólk, að tala við fólk og tala um mál­ efni. Jóhanna: „Það er rosalega erfitt að fara á þing ef þú átt erfitt með samskipti.“ Landsdómsmálið ömurlegt Blaðamaður spyr þær um eftir­ minnilegustu atvikin frá þing­ mannsferlinum. Ragnheiður: „Eitthvað sem stendur upp úr og eitthvað sem stendur niður úr. Þá er það lands­ dómsmálið í mínum huga. Það var mjög þarft og gott að fá rann­ sóknarskýrslu Alþingis. Hún flutti okkur margan boðskap og margt sem þar stóð þurfti að fara í gegn um og skoða.“ Framhaldið, að taka ákvörðun um að ákæra ráðherra úr fyrri ríkisstjórn, hafi hins vegar ekki verið gott. „Mér fannst lúkning þess máls ömurleg fyrir þingið í heild sinni. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að taka þátt í því ferli.“ Katrín segir að landsdómsmálið hafi verið erfitt fyrir sinn flokk líka. „Það hefur haft áhrif fram á daginn í dag og mun örugglega gera það áfram.“ Katrín segir þó eftirminnilegasta tímann fyrir sig í pólitíkinni hafa verið þegar hún var iðnaðarráð­ herra og við Íslendingar upplifðum eldgos ofan í bankahrunið. „Ég var ferðamálaráðherra á þessum tíma og allar hótelbókanir og flugbók­ anir stoppuðu. Það var að koma sumar og ferðaþjónusta var enn þá árstíðabundin. Við tókum okkur saman, stjórnvöld og greinin, og ákváðum að snúa vörn í sókn og hrinda af stað verkefninu Inspired by Iceland.“ Katrín segir þetta hafa verið rosa­ lega skemmtilegan tíma. „Þarna sá maður að opinberi geirinn og einka­ geirinn geta snúið bökum saman og gert hlutina vel.“ Jóhanna segir miklar hræringar hafa orðið í þingflokki sínum á þeim tíma sem hún hefur setið á þingi. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að sitja á þingi og þurfa að halda áfram að vinna öll þessi góðu mál sem hafa verið að koma inn á meðan þetta var í gangi hjá okkur.“ Þar vísar Jóhanna í forsætisráðherra­ skiptin og þá atburði sem leiddu til þeirra. „En það sem stendur upp úr á mínum þingferli er tíminn í Norður­ landaráði. Það innlegg sem ég náði að koma með fyrir Íslands hönd þar inn og er enn verið að vinna að í dag. Meðal annars um heilbrigðis­ þjónustu í dreifðari byggðum.“ Hefði orðið þrusuráðherra Ragnheiður hefur verið þingmaður í níu ár og blaðamaður spyr hana hvort hún sakni þess ekkert að hafa ekki orðið ráðherra. „Það er kannski ekki hægt að tala um að maður sakni einhvers sem maður hefur ekki fengið. En mér er engin launung á því að ég taldi að ég hefði alla burði til þess að fara inn í ráðherrastól þegar Sjálfstæðis­ flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Framsóknarmönnum og ég taldi mig líka hafa alla burði til þess að taka við þegar Hanna Birna fór frá. En svona ákvarðanir eru teknar af formanni flokksins og varafor­ manni og þeirra mat var annað,“ svarar hún. Katrín: „Ég veit að Ragnheiður hefði orðið þrusuráðherra.“ En Katrín er ekki á því að það hafi verið hápunktur ferils síns að verða ráðherra. „Vissulega er það stór við­ burður og ég hafði gaman af því að vera ráðherra. Það hentaði mér vel og ég hafði gaman af starfinu í iðn­ aðarráðuneytinu og mér gekk vel í því.“ Hún segir þó alveg ljóst að það sé jafn mikilvægt að vera góður þingmaður og að vera góður ráð­ herra. „En ég skal alveg viðurkenna það að maður kemur meiru í verk og hraðar inni í ráðuneyti heldur en inni í þinginu. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið toppurinn á mínum ferli en það var sannarlega stór hluti af honum.“ Jóhanna María er með fastmótað­ ar skoðanir á því hvernig hún ætlar að verja tímanum eftir Alþingi. „Ég er búin að vera í Háskólanum á Bif­ röst og er núna að klára fyrsta árið í miðlun og almannatengslum. Ég ætla að vinda mér í það að klára háskólanámið.“ Að auki rekur hún kúabú með foreldrum sínum og seg­ ist því alls ekki verða verkefnalaus. Katrín: „Eina ákvörðunin sem ég hef tekið er að taka enga ákvörðun fyrr en ég er búin að vera í fríi í nokkrar vikur. Þannig að ég ætla að byrja á því að taka mér frí í nokkrar vikur og svo ætla ég bara að fara að leita mér að einhverri skemmtilegri vinnu. Ég kem úr einkageiranum og langar þangað aftur, hvort sem ég er hérlendis eða erlendis.“ Ragnheiður hefur ekki tekið neinar ákvarðanir heldur. „Ég ætla að njóta þess að eiga daginn fyrir mig og mína. Hins vegar ef eitthvað kemur upp í hendurnar á mér að þessu þingi loknu og einhver vill ráða mig til starfa í eitthvað, þá er ég alveg tilbúin til þess að skoða það. En í augnablikinu ætla ég ekki að fara að ráða mig í eitt né neitt.“ Jákvæðari andi í Alþingishúsinu Katrín Júlíusdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jóhanna Sigmunds- dóttir hverfa af þingi eftir mánuð. Þær segja frá eftirminnilegustu at- burðunum á ferlinum og ræða um lífið eftir að þingstörfum lýkur. Þingkonurnar þrjár hafa mislanga reynslu af störfum á Alþingi. Katrín Júlíusdóttir hefur setið þar síðan 2003, Ragnheiður Ríkharðsdóttir síðan 2007 en Jóhanna María síðan 2013. FRéttAbLAðið/Anton bRinK Mér fannst lúkning þess Máls öMurleg fyrir þingið í heild sinni. ég vildi óska þess að ég hefði ekki þurft að taka þátt í því ferli. Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r36 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.