Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 26
„Við sóttum innblástur til kelt­ neskra kirkjukrossa og mynstrið er meðal annars fengið frá kirkju­ gólfi sem er að finna á Suðureyjum við Skotlandsstrendur,“ segir Ragn­ hildur Skarphéðinsdóttir landslags­ arkitekt en hún og bróðir hennar, Ögmundur Skarphéðinsson, fóru af stað með það verkefni að hanna um­ hverfi Hallgrímskirkju árið 1996. „Allt skipulagið á Skólavörðuholt­ inu tók tíu ár að framkvæma og var gert í sex áföngum. Hallgrímstorg­ ið var annar áfanginn sem unninn var árið 1997,“ upplýsir Ragnhildur en þau systkinin stofnuðu síðar arki­ tektastofuna Hornsteina 1998. Hönnun Skólavörðuholtsins var stórt verkefni enda náði það yfir 30 hektara svæði. „Skólavörðuholtið er eitt stærsta útivistarsvæði í mið­ borg Reykjavíkur og Hallgríms­ kirkja er í þungamiðju þess. Þar er að finna merkilega sögu. Þar sá Guðjón Samúelsson fyrir sér „há­ borg íslenskrar menningar“, þar reistu skólapiltar skólavörðuna í kringum 1800 og þar hefur stytt­ an af Leifi heppna staðið frá því Bandaríkjamenn gáfu íslensku Torgið líkt og keltneskt kirkjugólf Þeirra sem koma upp í Hallgrímskirkjuturn bíður óvænt ánægja. Útsýnið yfir borg og bý er jú óviðjafnanlegt en útsýnið yfir nánasta umhverfi kirkjunnar er ekki síður skemmtilegt. Það sem fáir sjá á jörðu niðri er hið fagurlega hannaða Hallgrímstorg. Ungur franskur steinsmiður var fenginn til að búa til skipsstefnið sem Leifur heppni stendur á og horfir niður Skólavörðustíginn. Látlaus sporaskja liggur í kringum kirkjuna. Fallegt mynstrið á Hallgrímstorgið kemur í ljós þegar horft er á það úr lofti. Mynd/ALiSTAir MAcinTyre Slá uvél með dri B&S 450E mótor Hækkun í einu handfangi 55 lítra graskassi Frábær heimilisvél Lúxus slá uvél með dri B&S 625E mótor, auðveld gangsetning Tvískiptur slá uhnífur, slær 2svar 70 lítra kassi, "notendavænn" Frábær vél í estan slá S ga Collector 46 SB S ga TwinClip 50 SB w w w .h el iu m .is Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is Sjálfskiptur slá utraktór B&S 3130 AVS mótor Notendavænt sæ og stýri 240 lítra graskassi Frábær traktór í meðalstór svæði S ga Estate 3084 H Léttu þér lífið með Stiga sláttuvél þjóðinni hana í tilefni af Alþingis­ hátíðinni 1930. Þegar við komum að verkefninu var umhverfið allt sundurtætt en við reyndum í endur­ bótunum að draga saman þá megin­ þætti sem við töldum að ættu erindi á þetta svæði,“ segir Ragnhildur. Í kringum kirkjuna var ákveð­ ið að útbúa látlausa sporöskjulaga umgjörð. Efnis valið réðst dá­ lítið af því sem til var. „Farið var í þetta verkefni í kjölfar tveggja mj ö g d ý r r a verkefna, Ráð­ hússins og Ing­ ólfstorgs. Við fengum því leif­ ar af graníti sem keypt hafði verið í hin verkefnin og þurftum að vinna úr því ásamt forsteyptum hell­ um,“ segir Ragnhildur en granít­ ið nýttu þau á lykilsvæðum, meðal annars í skipið undir styttuna af Leifi heppna. „Við vorum rosa­ lega heppin að á þessum tíma var staddur hér ungur franskur stein­ smiður í leit að vinnu. Við gripum hann til að byggja stoðina undir styttuna af Leifi og hann gerði það snilldarlega með í raun ónýtu efni.“ Hallgrímstorgið hönnuðu þau systkinin eins og áður sagði undir áhrifum frá keltneskum kirkju­ krossum. Lagning gólfsins var nokkuð flókin. „Steinarnir voru litlir og lélegir og nokkuð deilt um hvernig ætti að skera þá til að brot­ in yrðu ekki of lítil svo hætta væri á að þau dyttu upp úr mynstrinu,“ segir Ragnhildur og bend­ ir á að á tímabili hafi fólk verið að kroppa steina upp úr stéttinni og taka með sér sem minjagripi. „Í dag er okkar aðaláhyggjuefni hins vegar sú mikla traffík af þungum rútum sem fer inn á þetta viðkvæma svæði. Þessar hell­ ur eru frekar þunnar og aðeins ætl­ aðar gangandi vegfarendum. Við vitum að alls staðar í mið­ bænum eru hellur að brotna út af þessum þungu bílum og kirkjan og borgin þurfa að reyna að koma í veg fyrir að það gerist á Hallgrímstorgi, annars raknar hellulögnin upp eins og peysa.“ gArðAr og HeLLULAgnir Kynningarblað 27. apríl 20166

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.