Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 41
nesi lýkur í dag. Berg rún Íris Sæv-
arsdóttir verðlaunahöfundur les
úr vinsælum barnabókum sínum.
Leikskólabörn syngja sumarlög
undir stjórn Ólafíu Maríu Ingólfs-
dóttur og Bókasafn Seltjarnarness
og Skólabókasafn grunnskóla
Seltjarnarness veita verðlaun
fyrir þátttöku í bókaverðlaunum
barnanna.
Hvað? Háskólahlaupið
Hvenær? 16.00
Hvar? Aðalbygging
Háskólahlaupið fer fram mið-
vikudaginn 27. apríl. Hlaupið er
opið fyrir starfsfólk, stúdenta og
velunnara skólans og hægt er að
hlaupa 3 km eða 7 km. Hlaupið
er nú haldið í tíunda skiptið með
núverandi fyrirkomulagi en það
markar lok heilsumánaðar starfs-
manna skólans.
Hvað? Borðspilakvöld Nexus
Hvenær? 19.00
Hvar? Nexus
Vikulegt borðspilakvöld í spila-
sal Nexus í Nóatúni. Hægt er að
mæta með sín eigin spil, spila með
öðrum eða fá lánuð spil úr Nexus.
Einnig er boðið upp á kennslu.
Hvað? Skapandi samvera
Hvenær? 16.00
Hvar? Bókasafn Reykjanesbæjar
Magdalena Sirrý ræðir um
hönnun, gefur góð ráð og sýnir
verkin sín.
Uppistand
Hvað? Stattupp!
Hvenær? 20.30
Hvar? Gaukurinn
Open mic-kvöld hefst á vegum
Goldengang Comedy. Kynnir og
umsjónarmaður kvöldsins er
Bylgja Babýlons. Á kvöldunum má
sjá ný andlit spreyta sig í fyrsta
skiptið og gömul andlit æfa nýtt
efni.
Pétur Örn Guðmundsson spilar ásamt
hljómsveitinni Buffi á Café Rosenberg.
FRéttaBlaðið/SteFán
Kenny Werner er einn þekktasti
píanistinn í djassheiminum, sem
píanisti og fyrirlesari, en hann mun
í dag halda fyrirlestur og tónleika
í Salnum í Kópavogi. Gyða Dröfn
Tryggvadóttir og Ástvaldur Trausta-
son, eigendur Tónheima, standa fyrir
viðburðinum.
Gyða Dröfn segir fyrirlesturinn
vera byggðan á bókinni Effortless
Mastery – Árangur án áreynslu, eftir
Werner. Þar kenni hann hvernig hægt
sé, með þjálfun og skýrum ásetningi,
að auka gleðina í lífinu. „Hann er
að sýna okkur, með tali og tónum,
hvernig við tengjumst sköpunarkrafti
okkar og flæði – færum athyglina frá
höfði niður í hjarta,“ segir Gyða.
Gyða segir Werner hafa ferðast með
fyrirlesturinn um allan heim í tuttugu
ár og að hann eigi ekki bara erindi til
tónlistarfólks heldur geti hann veitt
okkur öllum innblástur í verkefnum
okkar daglega lífs. „Ég hef ekki heyrt
hann sjálf en heyrt fólk segja að þetta
hafa breytt lífi þess og viðhorfi til tón-
listar og lífsins,“ segir Gyða.
Um kvöldið heldur Werner síðan
tónleika í Salnum en þar kemur
hann fram ásamt Ari Hoenig
trommuleikara og Johannes
Weisen muller bassaleikara en
saman mynda þeir tríó. Þeir hafa
spilað saman í sextán ár og ferðast
um allan heim, en þetta er í fyrsta
skipti sem þeir koma fram á Íslandi.
Fyrirlesturinn hefst kl 16.30 og
tónleikarnir hefjast kl. 20.00. – sbv
Kennir fólki að tengjast sköpunarkrafti
Kenny Werner, djasstónlistarmaður og
fyrirlesari, verður með fyrirlestur og
tónleika í Salnum í Kópavogi.
Mynd/tónHeiMaR
GRÆNMETI
Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Hjá okkur finnur þú ferskustu
ávextina og grænmetið hverju sinni. Til að tryggja það eigum við í samstarfi
við íslenska úrvalsbændur.
Við bjóðum hráefni í hæsta gæðaflokki hvort sem það er í nýkreistan safa
eða ljúffengt salat í hádeginu og á kvöldin.
Við tryggjum þér ferskleika, g æði og úrval.
Verið velkomin í Fjarðarkaup
Beint frá bónda • Ferskt grænmeti • Nýir ávextir • Mikið úrval
VIÐ ERUM
grænmetis- og
OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30
föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is
M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 21M i ð V i K U D A g U R 2 7 . A p R í L 2 0 1 6