Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Árni Páll Árnason formaður Sam- fylkingarinnar Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á af­ landssvæðum fyrir hrun. Lilja Eggertsdóttir sópran Aladár Rácz píanóleikari Miðaverð 1.500 kr. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. apríl kl. 12 Verk eftir Debussy, Grieg, R. Strauss, A. Berg og fleiri. Ást og angurværð - hádegistónleikar Í umræðu undanfarinna vikna um skattaskjól höfum við ótal sinnum heyrt þær afsakanir að stofnun aflandsfélags hafi nú enga þýðingu haft, því það hafi aldrei verið notað. Þetta heyrist jafnt frá ráðherrum og forstjórum lífeyrissjóða. Þessi röksemd kallar á stóra spurningu: Af hverju var þá verið að búa félagið til? Ríkisskattstjóri stað- hæfir að tilgangur með eign í skattaskjóli geti bara verið tvenns konar: Að forðast skattlagningu eða fela eignarhald. Þennan skilning hefur yfirskatta- nefnd staðfest og hann er í samræmi við viðhorf alþjóðastofnana sem best til þekkja. Ef stjórnmálamenn eða forsvarsmenn lífeyris- sjóða almennings stofna félög af þessum toga blasir því við að ásetningur liggi að baki um annað tveggja: Að forðast skattskil eða fela eignarhald fyrir almenningi, fjölmiðlum eða þeim reglu- vörðum og eftirlitsaðilum sem ætlað er að afstýra innherjaviðskiptum. Við getum ekki búið við slíkt. Við völd eru hér enn ráðherrar sem átt hafa aflandsfélög og forsvarsmenn stjórnarflokkanna fyrr og nú hafa verið á kafi í viðskiptum í skatta- skjólum. Það er ófært. Fordæmi forsvarsmanna lífeyrissjóða sem hafa vikið úr starfi ætti að verða þrásetumönnum stjórnarflokkanna til umhugs- unar. Ísland þarf að hrista af sér þennan orðspors- hnekki. Hluti af því er að taka þátt í baráttu gegn skattaskjólum og í því skyni taka þátt í alþjóðlegu átaki eins og því sem Sergei Stanishev, formaður PES, flokks evrópskra jafnaðarmanna, kynnti hér á landi um helgina. Við í Samfylkingunni munum leggja til að Ísland gangist fyrir viðskiptabanni á skattaskjóls- ríki á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að banna Íslendingum að halda fé í skattaskjólum og slitabú hinna föllnu banka eiga að opna allar upplýsingar um viðskipti þeirra á aflandssvæðum fyrir hrun. Hugsið ykkur: Allt sem við vitum kemur frá einni lögmannsstofu í Panama. Það eru miklu fleiri lög- mannsstofur í Panama og miklu fleiri lönd sem sérhæfa sig í skattaskjólum en Panama. Það þarf allt upp á borðið. Stóra spurningin Smjörklípan Vilhjálmur Þorsteinsson, hlut- hafi í Kjarnanum og fjárfestir, átti félag á Tortóla samkvæmt Panama-skjölunum. Frétta- miðillinn Eyjan hafði raunar sagt frá þessu í lok mars á þessu ári en ásökununum hafnaði Vilhjálmur alfarið og sagði fréttirnar smjörklípu og upp- spuna frá rótum. Margnefnd brauðmolakenning gengur út á að mylsna af borðum þeirra ríku hrökkvi niður til hinna fátæku og tryggi þar með sam- félag þar sem allir hafa í sig og á. Það er kannski ekkert skrítið að almenningur sé pirraður, hafandi borðað þurrt brauð á meðan smjörið var á Tortóla. Adolf Seljan „Nú skiptir bara máli að ala á ólgu og tortryggni alveg eins Hitler og smámennin í kringum hann gerðu,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson lög- maður í pistli á Pressunni í gær og á þá við vinnubrögð Kastljóss í Panama-málinu. Mike Godwin bjó til hugtakið Reductio ad Hitlerum og er fólk almennt sammála um að það að beita samlíkingu ein- hvers við Hitler sé sjálfkrafa gengisfelling á rökfærslu við- komandi. Sigurður er svo sem ekki ókunnugur gengisfellingu enda var hann stjórnarmaður í Glitni fram að hruni. Þar urðu nú einhver aflandsfélögin til. snaeros@frettabladid.is Milli níu og tíu prósent vinnuafls á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Vegna vaxtar í ferðaþjónustu hefur hlutfallið hækkað hratt og nú styttist í að það verði hærra en var fyrir hrun. Sú breyting hefur orðið að nú er ekki aðeins eftirspurn eftir karlmönnum í störf í byggingariðnaði, heldur koma nú bæði karlar og konur, flest til að vinna hér í ferðaþjónustunni. Þó hefur eftirspurn í byggingariðnaði einnig aukist undanfarið. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að hvala- skoðunarfyrirtækið Elding hefði auglýst eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð störf við rannsóknir á hegðun hvala. Í auglýsingunni kom fram að ætlast væri til að auk vísindastarfa ætti starfsfólkið að vera tilbúið að þrífa salerni og jafnvel ælu, vinna á bar og færa til þunga hluti. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem harmaði birtingu auglýsingarinnar, sagði að þessi verk væru unnin til að „létta á móralnum“ en oft væri þungur mórall meðal áhafnar hvalaskoðunarskipanna vegna veru sérfræðing- anna um borð. Það kom ekki mikið á óvart að BHM gerði alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna. Hún fæli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum, greiða verði laun samkvæmt kjarasamningum. Lögmaður BHM sagði skýringar framkvæmdastjórans ekki duga til, störf verði að vera launuð. Á málþingi í síðustu viku var rætt um stöðu erlends vinnuafls hér á landi. Halldór Grönvold, aðstoðarfor- stjóri Vinnumálastofnunar, ræddi þar hagnýtingu ferða- þjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum. „Nýjasta uppfinn- ingin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfs í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði Halldór. Hann nefndi framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sjálfboðalið- unum sé aðeins boðið fæði og húsnæði sem endurgjald. Brot þessi beinast að þeim sem veikastir eru fyrir, þeim sem ekki þekkja réttindi sín, íslenskan vinnu- markað og leikreglur. Þeim sem auk þess hafa fá tæki- færi til að leita sér aðstoðar og gisið tengslanet á Íslandi. Ljóst er að huga þarf vel að réttindum þeirra einstak- linga sem hingað sækja störf og koma í veg fyrir brota- starfsemi hjá fyrirtækjum. Atvinnuleysi hér á landi er lítið og uppsveifla er í samfélaginu. Það er fagnaðarefni en gamanið kárnar ef þessari bættu stöðu er mætt með lögbrotum og misnotkun. Erlent launafólk og ung- menni sem hingað vilja koma og taka þátt í atvinnulíf- inu eru okkur nauðsynleg. Við þurfum að taka vel á móti þeim sem hingað vilja koma og taka þátt í uppbyggingu á íslensku atvinnulífi. Upplýsa þarf erlent launafólk um réttindi þess og skyldur og kenna því á íslenskan vinnumarkað. Virkt og öflugt eftirlit er lykillinn. Starfsemi sem ekki hefur efni á því að greiða lágmarkslaun er starfsemi sem gengur ekki upp. Lendi atvinnurekendur í slíkri stöðu er lausnin að pakka saman og gefast upp – ekki leita leiða til að skera niður launakostnað með kjarasamningsbrotum. Það þarf að herða viðurlög við brotum af þessu tagi. Þeim sem stunda slíkt á að vera ljóst að það líðst engan veginn. Gróðasvindl Starfsemi sem ekki hefur efni á því að greiða lág­ markslaun er starfsemi sem gengur ekki upp. 2 7 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r12 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B l a Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.