Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Maríu Elísabetar Bragadóttur Bakþankar Að finna til smæðar sinnar getur aflétt álögum hvers-dagsins. Ég flysja epli sem er maukkennt, loðir við hnífsblað og klístrast í krikana milli fingra. Velti fyrir mér hvaða þýðingu það hefur að flysja epli. Amma flysjar öll epli. Henni finnst óbærilegt þegar ég skola epli en flysja ekki. Tilheyrir það liðnum tíma eða ömmu minni einvörðungu? Fyrir hálfu ári sat ég við eldhús- borðið hjá ömmu. Hún sagði mér frá því þegar hún sá fyrst appels- ínur og banana, á meðan sauð hún marmelaði í potti. Ógrynni sykurs með ævintýralega freyðandi appelsínuberki. Hvað hefur gerst á þeim tæplega 80 árum síðan fimm ára gömul amma mín horfði í forundran á mömmu sína afhýða útlenskan banana? Heimsstyrjöld og barnsfæðingar, mörg þúsund sólarupprásir. Friðargöngur, Óskarsverðlaun, sjónvörp og hnífsstungur. Megrunarkúrar, vasadiskó, vatnsrúm, hrákökur og þoturákir milli skýjabólstra. Fólk er hætt að teppaleggja öll gólf, kaupir chia-fræ þar sem það áður keypti niðursoðnar perur. En unglingsstelpa byrjar enn á blæðingum, íhugar endimörk alheimsins, verður ástfangin, gerir tilraunir með samlokur og mannleg samskipti. Svo hvað hefur raunverulega gerst síðan amma var barn á Akureyri og sá banana í fyrsta sinn? Hvenær lýkur fortíð og framtíð hefst? Ég flysja epli. Horfi út um glugga á hversdagslegan himin. Oft líkur tvívíðri leikmynd. Grábláu vegg- fóðri. En stari ég vandlega finn ég til smæðar minnar. Fæ óljósa tilfinningu fyrir duldum óra- víddum. Kemst nálægt því að sjá veruleikann sem ráðgátu. Og finn að það eru skil milli þess sem er og þess sem er ekki, en er bara ekki viss hvort þau eru raunveruleg. Ráðgáta: Ég flysja epli KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS BRISTOL f rá m a í - j ú n í 7.999 kr. EDINBORG f rá j ú l í - s e pte m b e r 9.999 kr. * DUBLIN f rá m a í - j ú n í 7.999 kr.* * WOW Í SUMAR! Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka GSM 2.990 KR.* 1817 365.is ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG ÓTAKMARKAÐ GAGNAMAGN Endalaust *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar á 365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.