Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 32
Hinn þjóðsagnakenndi knatt- spyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get full- vissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef til- hneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakk- landi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýn- ustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis töl- fræðigreiningu – til að greina íþrótt- ir og þar á meðal til að spá um fót- boltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta? Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðs- ins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rann- sóknir hafa sýnt að heimavallar- forskotið á móti eins og Evrópu- keppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakk- landi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótbolta- hefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræð- ingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga lands- framleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkis- mönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigur- stranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsfram- leiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bret- landi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn … Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lít- ils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn? Von um fótboltakraftaverk Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslend- ingar leika til úrslita gegn … Svisslendingum! Á leið á markaðinnHúsnæðismál Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabanka- sviðs Íslandsbanka Fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu hækkar áfram enda eru lykil- stærðir mjög jákvæðar og benda til áframhaldandi hækkana. En hvað er það sem drífur fasteignaverð áfram? Í grunninn er það fólks- fjölgun og launaþróun. Við þetta bætast svo bætt aðgengi að lánsfé, lægri vextir og bætt skuldastaða heimilanna. Búist er við áfram- haldandi aukningu kaupmáttar en það er einfaldlega ekki verið að byggja nóg af íbúðum til að anna eftirspurn, því þjóðinni fjölgar og við erum farin að flytja inn vinnuafl aftur. Síðustu ár hefur bygginga- iðnaðurinn verið að taka við sér en hefur samt meira einbeitt sér að hótelbyggingum, þar sem ferða- mannafjöldinn vex á stjarnfræði- legum hraða. Þetta ýtir enn frekar undir hækkun fasteignaverðs. Við þessar aðstæður hefur verð á fasteignum í miðbæ hækkað langt umfram það sem við höfum séð áður. Fyrir 20 árum var verðmunur ekki svo ýkja mikill milli hverfa en raunin er allt önnur í dag þar sem mun eftirsóknarverðara er að búa í miðbæ og staðsetning skiptir verulega máli, ekki síst vegna leigu til ferðamanna. Loksins erum við farin að sjá verðhækkanir smitast út í úthverfin en þau hafa setið verulega eftir síðustu misseri. Það geta ekki allir né vilja búa í mið- bænum. Nú eru væringar í stjórnmálum. Hvaða áhrif getur það haft á þróun fasteignaverðs ef við tekur upp- stokkun í stjórnarliðinu? Opinber inngrip sem skapa ójafnvægi á hús- næðismarkaði gætu haft verulegar afleiðingar eins og skattaumgjörð og bótakerfi. Það er freistandi að hækka bætur og styrki til íbúðar- kaupa eða leigutaka, en hættan er að það muni í raun ekki hjálpa þeim sem raunverulega þurfa á því að halda, heldur þvert á móti hækka fasteignaverð og kynda undir verðbólgu. Sögulega hefur fasteignaverð þó hækkað umfram verðbólgu til lengri tíma litið. Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaaðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostnaði. Aðrir þættir geta líka haft áhrif á fasteignaverð eins og afnám hafta, aðgerðir í ríkisfjár- málum og verðbólguvæntingar. Útkoman úr næstu kosningum getur því haft veruleg áhrif á þróun fasteignaverðs, t.d. í Breiðholti. Hefur óvissa í stjórnmálum áhrif á íbúðaverð í Breiðholti? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir rekstrarhagfræð- ingur Hin hliðin Yfirvöld í Kambódíu hafa áhyggjur af því að loftslagsbreytingar hafi áhrif á lífríki sjávar og vilja draga úr veiðum. Þessir Kambódíumenn virtust þó áhyggjulausir þegar þeir báru fisk á markað í höfuðborginni Phnom Penh. Fréttablaðið/EPa Eitt stærsta hagsmunamál fyrir heimilin í landinu sem og hag- kerfið í heild sinni er skilvirkur og aðgengilegur húsnæðismarkaður. Síðastliðið haust gaf Greining Íslandsbanka út ítarlega skýrslu um íslenska íbúðamarkaðinn, þar sem m.a. kom fram að allar líkur væru á því að samhliða aukinni veltu héldi húsnæðisverð áfram að hækka næstu árin. Fyrstu mánuðir þessa árs gefa ekki annað til kynna en að þessi staða hafi verið rétt metin. Mikil umræða hefur átt sér stað um stöðu fyrstu kaupenda á hús- næðismarkaðnum og hefur þjón- usta Íslandsbanka þróast hratt til að mæta þörfum þeirra. Fyrir nokkrum árum voru húsnæðis- sparnaðarreikningar settir á lagg- irnar og mögulegt er að fá aukalán vegna fyrstu íbúðarkaupa. Það lán var nýlega hækkað upp í tvær millj- ónir króna og sem dæmi er hámarks lánshlutfall á 30 milljóna kr. íbúð, 87% af kaupverði. Það er því sérlega ánægjulegt að sjá að hlutdeild fyrstu kaupenda hefur farið vaxandi, úr því að mæl- ast rétt ríflega 10% þinglýstra kaup- samninga á árinu 2011 í tæplega fjórðung á árinu 2015 samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Þar skiptir líka máli það úrræði stjórnvalda að heimila kaupendum fyrstu íbúðar að nýta séreignarsparnað skatt- frjálst til að kljúfa útborgun í fyrstu eign eða greiða inn á höfuðstól hús- næðisláns. Til að styðja enn betur við fyrstu kaupendur hefur lán- tökugjald Íslandsbanka fyrir fyrstu kaupendur verið fellt niður. Sú áskorun sem flest íslensk þjón- ustufyrirtæki standa frammi fyrir er að mæta auknum kröfum um upplýsingagjöf og sjálfsafgreiðslu á netinu sem eykur skilvirkni fyrir alla aðila. Nú býður Íslandsbanki upp á þann möguleika að sækja um netgreiðslumat undirritað með raf- rænum skilríkjum sem mun spara viðskiptavinum sporin. Þetta er hluti af þeirri stafrænu vegferð sem bankinn er í og það hefur sýnt sig með nýju greiðslumiðlunarappi Kass, sem og Íslandsbanka appinu, að sífellt fleiri vilja afgreiða banka- viðskipti sín hvar og hvenær sem er, og í raun hafa bankann í vasanum. Þróuninni mun fleygja hratt fram og má nefna að á næstu misserum er stefnt að því að gera þinglýsingar rafrænar og verður húsnæðislána- ferlið því enn einfaldara og þægi- legra fyrir viðskiptavininn. Þessum nýjungum munu við- skiptavinir ekki eingöngu finna fyrir í bættri þjónustu heldur einn- ig í hagstæðari lánskjörum. Þetta er hægt 2 7 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r6 markaðurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.