Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 16
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir | Forsíðumynd Ernir Eyjólfsson Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Skjóðan Við tökum varfærið skref af því að það er margt óljóst með hvernig svona fjárfestingar geti átt sér stað. Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund miðvikudagur 27. apríl Hagstofa Íslands Vinnumarkaður í mars 2016 ÞJóðsKrá Íslands Hverjir eiga við- skipti með íbúðarhúsnæði? Össur Uppgjör fyrsta ársfjórðungs fJarsKipti Uppgjör fyrsta ársfjórðungs nýHErJi Uppgjör fyrsta ársfjórðungs Fimmtudagur 28. apríl Hagstofa Íslands Gistinætur og gestakomur á hótelum í mars 2016 Vísitala neysluverðs í apríl 2016 icElandair group Uppgjör fyrsta ársfjórðungs árborg Ársreikningur 2015 rEyKJavÍKurborg Ársreikningur 2015 sÍminn Uppgjör fyrsta ársfjórðungs sJóvá Uppgjör fyrsta ársfjórðungs n1 Uppgjör fyrsta ársfjórðungs Föstudagur 29. apríl Hagstofa Íslands Verðmæti sjávar- afla, janúar 2015 til janúar 2016. Vísitala framleiðsluverðs í mars 2016 Nýskráningar og gjaldþrot hlutafélaga og einkahlutafélaga í mars 2016 Vísitala framleiðsluverðs í mars 2016 Vöruviðskipti við útlönd, janúar–mars Á döfinni Vikan sem leið már guðmundsson er bankastjóri Seðlabanka Íslands. Sem slíkur kemur hann reglulega á fundi efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis til að gefa skýrslur um stöðu mála og svara spurningum nefndarmanna. á mánudaginn kom Már á fund nefndarinnar. Hann var krafinn svara um það hvers vegna peninga- stefnunefnd Seðlabankans heldur vöxtum jafn háum og raun ber vitni á sama tíma og verðbólga hefur í mörg misseri haldist í sögulegu lág- marki. Hann var einnig spurður að því hvers vegna húsnæðiskostnaður sé hafður inni í vísitölu hér en ekki erlendis og hvers vegna bankinn noti ekki frekar bindiskyldu en vaxtatækið í baráttu sinni við verð- bólgu. Ef fyrir framan þingnefndina hefði setið umsækjandi um starf hagfræðings í Seðlabankanum eru engar líkur á að hann hefði verið ráðinn í starfið. Svo umfangsmikil voru undanvik frá spurningum og yfirgripsmikil fáfræðin. En Þarna sat ekki nýútskrifaður hagfræðingur heldur seðlabanka- stjórinn sjálfur. Hann gat með engu móti gert grein fyrir því hvers vegna húsnæðiskostnaður er reiknaður inn í vísitölu hér á landi en ekki í öðrum löndum. Þessi spurning er þó áleitin sökum þess að hér á landi uppfærast höfuðstólar flestra neytendalána í takt við vísitöluna en slíkt tíðkast alls ekki í öðrum löndum. sEðlabanKastJórinn sagðist hafa fengið uppáskrift Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á ágæti þess að stýrivextir hér eru mörg hundruð sinnum hærri en í sumum helstu nágrannalöndum okkar þó að verð- bólgan sé á svipuðu róli hér og þar, alla vega ef notaðar eru áþekkar forsendur útreikninga. AGS er vitanlega ánægður með hina háu stýrivexti, sem skapa vaxtamunar- viðskipti upp á tugi eða jafnvel hundruð milljarða, sem alla skal nota til að hleypa spákaupmönnum og kröfuhöfum, sem læstust inni með peningana sína á Íslandi í hruninu, út úr íslenska hagkerfinu. Hagsmunagæsla spákaupmanna og kröfuhafa er verkefni AGS. Hvernig borga á nýju snjóhengjuna í fyllingu tímans er annað mál. Sennilega verða vextirnir þá hækkaðir enn frekar með sérstakri blessun AGS. fram Kom á fundinum að seðla- bankastjóri segist vita nákvæmlega hver áhrif vaxtabreytinga eru á hagkerfið en hefur litla hugmynd um áhrif bindiskyldu. Samt hefur verðbólguspá Seðlabankans verið kolvitlaus í mörg ár eða jafnvel ára- tugi. Hvernig má það vera ef Seðla- bankinn veit upp á hár hver áhrif vaxtastefnu hans eru? Og, af hverju hefur bankastjórinn ekki hugmynd um áhrif breytilegrar bindiskyldu? Ber honum ekki að kynna sér þau tæki sem honum standa til boða í sínu mikilvæga starfi? nýÚtsKrifaður hagfræðingur að koma úr starfsviðtali hefði gert sér fulla grein fyrir því að hann klúðraði viðtalinu og fengi ekki starfið enda ætti hann ekkert erindi í það. Starfsviðtali klúðrað 1,3 milljarða þarf VÍS að greiða Lífeyrissjóði verkfræðinga, Lífsverki, í skaða- bætur vegna kröfu lífeyrissjóðsins í ábyrgðartryggingu stjórnar og stjórnenda. Málið snerist um tvær fjárfestingar í mars og september 2008. Dómurinn féllst að hluta til á kröfur Lífsverks. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2,7 milljónir króna var Vodafone dæmt til að greiða í skaðabætur til þriggja einstaklinga vegna Vodafone-lekans svokallaða í nóvember 2013. Héraðsdómur úrskurðaði í dag í fimm málum en samtals var farið fram á 103,8 milljónir í skaðabætur. Félagið var sýknað af tveimur skaðabóta- málum. Íslenska fyrirtækið Karolina Fund, sem sérhæfir sig í hópfjármögnun á netinu, er byrjað að leigja hugbúnað sinn til fyrirtækis í Slóveníu og er jafn- framt í þann mund að hefja samstarf við aðila í Finnlandi og Danmörku. Að auki er Karolina stór hluthafi í fyrirtæki sem mun hefja starfsemi í Noregi í sumar. Til þess að takast á við aukna starfsemi hyggjast stjórnendur fyrirtækisins sækja sér fjármagn til fjárfesta. Hugsanlega með því að nota hópfjármögnun, sem yrði þá fyrsta hóphlutafjármögnun af þessu tagi á Íslandi „Við erum að hugsa um að fara af stað með þetta fljótlega núna á næst- unni,“ segir Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hugmyndin, sem hefur þó ekki verið meitluð í stein, er að í fyrstu umferð verði safnað einni milljón evra, jafn- virði um 140 milljóna króna, fyrir 10 prósenta hlut í fyrirtækinu. Svo verði farið í aðra umferð eftir einhvern tíma. „Við tökum varfærið skref af því að það er margt óljóst með hvernig svona fjárfestingar geti átt sér stað. Þannig að við ætlum að taka létta útgáfu þar sem fólk getur skráð sig hjá okkur og svo þarf lokaútboð að eiga sér stað í framhaldi af því,“ segir Ingi Rafn. Karolina Fund hóf starfsemi í október 2012, en þá hafði Ingi Rafn verið að móta hugmyndina í fjögur ár með meðstofnendum sínum. Síðan þá hefur orðspor fyrirtækisins vaxið mjög hratt hér á landi. Ingi Rafn segir að auk þeirra fyrirtækja sem Karolina Fund er þegar komið í samstarf við séu mörg fleiri sem bíði, en verði ekki hægt að þjónusta nema fyrirtækið fjármagni umsvifameiri starfsemi Ingi Rafn bendir á að Karolina Fund sem fólk þekkir hérna á Íslandi sé toppurinn á ísjakanum en stærstur hluti starfseminnar sé rekinn undir allt öðru vörumerki annars staðar í heiminum. „Þetta er að einhverju leyti farið að minna á módel Meniga,“ segir hann. Hann bendir á að mark- aðshlutdeildin hér heima sé yfir 90 prósent. „Þetta er áhugaverður staður fyrir start-up fyrirtæki, að hafa komist í gegnum frumraun hugmynda og fá staðfestingu á að þetta er að virka,“ segir Ingi Rafn. jonhakon@frettabladid.is Fjármagna starfsemina með hópfjármögnun Karolina Fund hyggst fara í samstarf við aðila víða í Evrópu og á hlut í norsku fyrirtæki. Ætlar að fjármagna starfsemina með hóphlutafjármögnun, sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að sé hin fyrsta sinnar tegundar. Ingi Rafn stofnaði Karolina Fund með félögum sínum árið 2012 en hafði þá unnið að undirbúningi að stofnun fyrirtækisins um árabil. FRéttablaðIð/VIlhelm Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Áhugasamir hafi samband við Guðna Halldórsson; gudni@kontakt.is. Sími 4141200 H a u ku r 0 4 .1 6 Hótel Siglunes Hótel Siglunes er lítið og mjög fallegt hótel/guesthouse á besta stað í ferðamannabænum Siglufirði. Um er að ræða 19 herbergi, fullbúinn veitingastað sem tekur um 40-50 manns í sæti og skemmtilegur 40-50 manna bar með útisvæði.Hótelið er rekið í eigin húsnæði sem er samtals um 900 fermetrar. Til sölu: á Siglufirði Frábært tækifæri fyrir einstaklinga eða hjón sem vilja hasla sér völl í mest vaxandi atvinnugrein landsins á þessum einstaka ferðamannastað. Frábærir dómar viðskiptavina!! booking.com 9,1 Lonely Planet (stærsta ferðahandbók heims) gefur hótelinu "Must-visit recommendation” með umsögninni "Personality shines through in this cool guesthouse, where vintage furniture is paired with contemporary art and ultramodern bathrooms in the hotel-standard wing. There's equally appealing guesthouse rooms, a big dining hall, and cosy bar area". 2 7 . a p r Í l 2 0 1 6 m i ð v i K u d a g u r2 markaðurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.