Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 31
Viðskiptamódel Real Madrid síð- ustu ár hefur gengið út á að kaupa stærstu stjörnur heimsfótboltans. Calderón segir hafa gengið að kaupa margar af þeim stjörnum sem hann hafi viljað fá en ekki allar. „Við reyndum að kaupa Fabregas, en hann ákvað að fara til Barcelona, hann var fæddur þar og vildi fara þangað.“ Stærstu og bestu kaupin hafi hins vegar verið Cristiano Ronaldo, sem kom til Real Madrid sumarið 2009 og var á þeim tíma dýrasti knatt- spyrnumaður sögunnar. 360 mörk í 344 leikjum fyrir Real Madrid og tví- vegis valinn besti leikmaður heims. Það var erfitt en leikmaðurinn vildi koma. „Það tók tvö ár að semja við hann og Manchester United. Alex Ferguson vildi auðvitað ekki að hann færi.“ Calderón segir hann hafa náð samningum við Ronaldo tímabilið 2007/2008. „Ég samdi við hann en hann bað mig um að fá að vera ár í viðbót því að hann var mjög þakk- látur aðdáendunum, Ferguson og borginni,“ segir Calderon. Gengið hafi verið frá samningunum í desember 2008 og Ronaldo var svo kynntur til leiks í Madríd sumarið 2009. Tók þrjú ár að fá Rona ldo frá Manchester til Madríd Ronaldo hefur tvíveigis verið valinn besti leikmaður heims sem leikmaður Real Madrid. noRdic photos/getty Það tók tvö ár að semja við hann og Manchester United. Alex Ferguson vildi auðvitað ekki að hann færi. Það var of mikið álag á mörgum vígstöðvum, fjölskyldan vildi að ég væri meira til taks. Ég var að vanrækja eigin lögfræðiskrifstofu. faldast. Þá hafi verið lögð áhersla á að hafa reksturinn réttum megin við núllið. „Það er mjög mikilvægt að hafa sjálfbært módel. Það dugar ekki að kaupa alla bestu leikmenn- ina ef það setur þig á hausinn.“ hætti á miðju kjörtímabili Í janúar 2009 sagði Calderón starfi sínu sem forseti Real Madrid lausu, þegar eitt og hálft ár var eftir af kjör- tímabili hans. „Það var of mikið álag á mörgum vígstöðvum, fjölskyldan vildi að ég væri meira til taks. Ég var að vanrækja eigin lögfræðiskrif- stofu. Ég ferðaðist stanslaust í tvö, tvö og hálft ár, ég var ekki að sinna viðskiptavinum mínum, þannig að ég ákvað að hætta, þetta var of mikið. Núverandi forseti hafði líka hug á að snúa aftur svo ég ákvað að leyfa honum að taka við. Starf for- seta og stjórnarmanna Real Madrid er ólaunað.„Þú færð ekki borgað í þessari stöðu og ég átti ekkert einkalíf, þar sem ég var stanslaust að ferðast með félagi með 600 milljóna evra veltu og 700 starfsmenn í vinnu á leikdegi, 600-700 starfsmenn í fullu starfi.“ Calderón steig til hliðar eftir að hafa verið sakaður um að hafa komið tíu manns, sem ekki höfðu til þess leyfi, inn á kosningafund hjá Real Madrid. Calderón hefur alltaf neitað aðkomu að málinu. Hann segir málið hafa farið fyrir rétt, þar sem dómari hafi hreinsað hann af öllum sökum. „Líkt og í stjórnmál- um er mikið tekist á og margir sem hafa áhuga á að vera í þinni stöðu, og ég vildi ekki taka þátt í þeim slag lengur.“ Vill kynna Ísland fyrir heiminum Calderón er heillaður af landi og þjóð. Hann vill kynna Ísland fyrir heiminum „Þið breyttuð hug- myndum fólks um hvernig taka átti á kreppunni,“ segir Calderón. Hann er einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Hörpu þann 11. maí, sem fjallar um knattspyrnu og viðskipti. www.mba.is Fimmtudaginn 28. apríl verður kynningarfundur MBA-námsins í Háskóla Íslands. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 á Háskólatorgi kl. 12:10–12:50. Magnús Pálsson forstöðumaður MBA-námsins kynnir námið og fyrirkomulag þess og Katrín M. Guðjónsdóttir MBA 2015 og markaðsstjóri Skeljungs segir frá reynslu sinni af náminu. Skráning fer fram á mba.is Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Haga Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska PI PA R\ TB W A TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA KYNNINGARFUNDUR UM MBA-NÁM HÁSKÓLA ÍSLANDS MArkAðUrinn 5M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . A p R í l 2 0 1 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.