Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 19
fólk
kynningarblað 2 7 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r
Alþjóðlegi borðspiladagurinn verð
ur haldinn hátíðlegur í versluninni
Spilavinum í Reykjavík laugar
daginn 30. apríl. Boðið verður upp
á fjölbreytta spiladagskrá, mót,
kynningar og ýmsar aðrar uppá
komur. Dagskráin hefst kl. 11 og
stendur yfir langt fram á dag að
sögn Svanhildar Evu Stefánsdótt
ur og Lindu Rósar Ragnarsdóttur,
eigenda Spilavina.
„Alþjóðlegi borðspiladagurinn
er hátíð fyrir þá sem hafa gaman
af því að spila. Hún var fyrst haldin
árið 2013 þegar Boyan Radakovich
og félagar hans á YouTuberásinni
Geek & Sundry streymdu heilan
dag af borðspilum fyrir áhorfend
ur sína. Með þátttöku stórra nafna
í spilaheiminum hefur dagurinn
þróast út í að vera haldinn í yfir 80
löndum og er þá spilað allan daginn,
bæði í sérstökum spilabúðum og svo
í heimahúsum ef það er enginn vett
vangur nálægur,“ segir Linda Rós.
Flókin Framkvæmd
Dagskráin er fjölbreytt að sögn
Svanhildar Evu og erfitt að draga
eitthvað sérstakt út enda er fólk með
mismunandi smekk í spilum. „Þó má
segja að Pandemic Survival mótið
sé það flóknasta í framkvæmd. Þar
munu allir þátttakendur spila ná
kvæmlega sama spilið en aðeins
viðbrögð þeirra við því sem gerist
munu skera úr um velgengni þeirra.
Þetta er því spennuþrungnasti við
burður dagsins þótt vissulega séu öll
mót og keppnir spennandi.“
Einnig nefna þær spilið Varúlf
sem verður í gangi allan daginn.
„Spilið þekkja margir úr skólum og
félagsmiðstöðvum en það gengur út
á að hópur þorpsbúa reynir að svæla
út varúlfa sem herja á þorpið.“
Annað skemmtilegt borðspil er
hópspilið Two Rooms and a Boom.
„Spilið leyfir jafnvel tugi þátttak
enda í sama spilinu og er spilað í
tveimur herbergjum. Annað liðið
hefur forseta og hitt liðið tilræðis
mann og vinna stuðningsmenn til
ræðismannsins ef þeir enda í sama
herberginu í lok leiks.“
EFtirminnilEgur dagur
Þær segja alls konar fólk mæta
til að spila og meðalaldurinn sé
vafalaust hærri en marga grun
ar. „Dagskráin verður bæði stíluð
inn á reynda spilara og þá sem eru
byrjendur. Maðurinn hefur spilað í
mörg þúsund ár og því er það okkur
eðlislægt að etja kappi við hvert
annað, eiga í áhugaverðum sam
skiptum og bara hreinlega dunda
okkur eitthvað saman. Borðspilin
eru tæki sem hjálpa okkur við þetta
allt. Við munum a.m.k. bjóða upp á
alls konar spil allan næsta laugar
dag á öllum borðum. Dagurinn á
eftir að verða skemmtilegur og eft
irminnilegur þar sem við ætlum að
prófa alls konar nýja hluti og hitta
æðislegt fólk.“
Nánari upplýsingar og dagskrá má
finna á Facebook undir Alþjóðlegi
borðspiladagurinn.
Spilað með skemmtilegu fólki
Árlegur alþjóðlegur borðspiladagur verður haldinn næsta laugardag í Spilavinum. Dagskráin miðar við bæði byrjendur og
lengra komna og er mjög fjölbreytt. Skipuleggjendur búast við eftirminnilegum degi með hópi fólks á öllum aldri.
Linda Rós Ragnarsdóttir (t.v.) og Svanhildur Eva Stefánsdóttir eru eigendur Spilavina. Með þeim er Andri Þór Sturluson, starfsmaður verslunarinnar. MYND/ANTON BRINK
Veglegt sérblað um
EM í Frakklandi
kemur út 1. júní
Jón Ívar Vilhelmsson
Sími 512-5429
jonivar@365.is
Bryndís Hauksdóttir
Sími 512-5434
bryndis@365.is
Atli Bergman
Sími 512-5457
atlib@365.is
Jóhann Waage
Sími 512-5439
johannwaage@365.is
Fyrir auglýsingar eða kynningar hafið samband við: