Fréttablaðið - 27.04.2016, Side 19

Fréttablaðið - 27.04.2016, Side 19
fólk kynningarblað 2 7 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r Alþjóðlegi borðspiladagurinn verð­ ur haldinn hátíðlegur í versluninni Spilavinum í Reykjavík laugar­ daginn 30. apríl. Boðið verður upp á fjölbreytta spiladagskrá, mót, kynningar og ýmsar aðrar uppá­ komur. Dagskráin hefst kl. 11 og stendur yfir langt fram á dag að sögn Svanhildar Evu Stefánsdótt­ ur og Lindu Rósar Ragnarsdóttur, eigenda Spilavina. „Alþjóðlegi borðspiladagurinn er hátíð fyrir þá sem hafa gaman af því að spila. Hún var fyrst haldin árið 2013 þegar Boyan Radakovich og félagar hans á YouTube­rásinni Geek & Sundry streymdu heilan dag af borðspilum fyrir áhorfend­ ur sína. Með þátttöku stórra nafna í spilaheiminum hefur dagurinn þróast út í að vera haldinn í yfir 80 löndum og er þá spilað allan daginn, bæði í sérstökum spilabúðum og svo í heimahúsum ef það er enginn vett­ vangur nálægur,“ segir Linda Rós. Flókin Framkvæmd Dagskráin er fjölbreytt að sögn Svanhildar Evu og erfitt að draga eitthvað sérstakt út enda er fólk með mismunandi smekk í spilum. „Þó má segja að Pandemic Survival mótið sé það flóknasta í framkvæmd. Þar munu allir þátttakendur spila ná­ kvæmlega sama spilið en aðeins viðbrögð þeirra við því sem gerist munu skera úr um velgengni þeirra. Þetta er því spennuþrungnasti við­ burður dagsins þótt vissulega séu öll mót og keppnir spennandi.“ Einnig nefna þær spilið Varúlf sem verður í gangi allan daginn. „Spilið þekkja margir úr skólum og félagsmiðstöðvum en það gengur út á að hópur þorpsbúa reynir að svæla út varúlfa sem herja á þorpið.“ Annað skemmtilegt borðspil er hópspilið Two Rooms and a Boom. „Spilið leyfir jafnvel tugi þátttak­ enda í sama spilinu og er spilað í tveimur herbergjum. Annað liðið hefur forseta og hitt liðið tilræðis­ mann og vinna stuðningsmenn til­ ræðismannsins ef þeir enda í sama herberginu í lok leiks.“ EFtirminnilEgur dagur Þær segja alls konar fólk mæta til að spila og meðalaldurinn sé vafalaust hærri en marga grun­ ar. „Dagskráin verður bæði stíluð inn á reynda spilara og þá sem eru byrjendur. Maðurinn hefur spilað í mörg þúsund ár og því er það okkur eðlislægt að etja kappi við hvert annað, eiga í áhugaverðum sam­ skiptum og bara hreinlega dunda okkur eitthvað saman. Borðspilin eru tæki sem hjálpa okkur við þetta allt. Við munum a.m.k. bjóða upp á alls konar spil allan næsta laugar­ dag á öllum borðum. Dagurinn á eftir að verða skemmtilegur og eft­ irminnilegur þar sem við ætlum að prófa alls konar nýja hluti og hitta æðislegt fólk.“ Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á Facebook undir Alþjóðlegi borðspiladagurinn. Spilað með skemmtilegu fólki Árlegur alþjóðlegur borðspiladagur verður haldinn næsta laugardag í Spilavinum. Dagskráin miðar við bæði byrjendur og lengra komna og er mjög fjölbreytt. Skipuleggjendur búast við eftirminnilegum degi með hópi fólks á öllum aldri. Linda Rós Ragnarsdóttir (t.v.) og Svanhildur Eva Stefánsdóttir eru eigendur Spilavina. Með þeim er Andri Þór Sturluson, starfsmaður verslunarinnar. MYND/ANTON BRINK Veglegt sérblað um EM í Frakklandi kemur út 1. júní Jón Ívar Vilhelmsson Sími 512-5429 jonivar@365.is Bryndís Hauksdóttir Sími 512-5434 bryndis@365.is Atli Bergman Sími 512-5457 atlib@365.is Jóhann Waage Sími 512-5439 johannwaage@365.is Fyrir auglýsingar eða kynningar hafið samband við:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.