Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 34
Íslenska úrvalsvísitalan 1.922,99 +16,7 (0,9%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Stjórnar - maðurinn @stjornarmadur fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Miðvikudagur 27. apríl 2016 Markað rinn 550 þúsund krónur fær stjórnarformaður Regins greiddar á mánuði fyrir störf sín í þágu félagsins. Með- stjórnendur fá 275 þúsund á mánuði og varamenn fá 140 þúsund fyrir hvern setinn stjórnarfund, en þó ekki hærra en 275 þúsund krónur á hverjum mánuði. Þetta var ákveðið á aðalfundi Regins sem fram fór í Hörpu á mánudaginn. Sjálfkjörið var í stjórn eftir að Vignir Óskarsson dró framboð sitt til baka. 1,9 milljarða króna hagnaður varð af rekstri Marels fyrsta ársfjórðung. Pantanabókin stóð í 339,9 milljónum evra í lok fjórðungsins. Í afkomutilkynn- ingu bauð Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, starfsmenn MPS velkomna til fyrirtækisins. Marel yfirtók fyrirtækið MPS 29. janúar síðastliðinn. 25.04.2016 Fjármögnunarmódelið sem spítalinn hefur búið við lengi er föst fjárlög og fastur rammi, óháð því hvað er að gerast á spítalanum. Það er ekki besta leið til að fjármagna svona stóra stofnun, enda er verið að vinna í því og ráðuneytið hefur markvisst unnið í því að breyta greiðslufyrir- komulagi þannig að það fé sem spítalinn fái sé í samræmi við verkefni og afköst. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVinna við Panama-skjölin svo- nefndu hefur verið á hendi fjögurra fjölmiðla. Þessir miðlar hafa getað valið hverjum verði kastað fyrir ljónin hverju sinni, og hverjum skuli hlíft. Í því felast mikil völd. Því miður er ekki að sjá að þeir sem fara með þessi völd hafi sérstaka ábyrgðartilfinningu eða kunni að skilja Kjarnann frá hisminu. Þannig er oft á tíðum ekki um miklar uppljóstranir að ræða, heldur í raun upplýsingar sem hafa alla tíð verið opinberar í fyrirtækjaskrám hinna ýmsu landa. Leyndin er ekki meiri en svo, en með því að vísa sí og æ til Panama-skjalanna er þetta sett í þann búning að verið sé að fletta ofan af leynimakki miklu. Í mörgum tilfellum virðist sem ekk- ert óeðlilegt sé á ferðinni. Athafna- fólk, sem búsett hefur verið erlendis til fjölda ára, á félög á erlendri grundu, stundar sín viðskipti þar og borgar sína skatta og skyldur. Varla sérstaklega fréttnæmt. Í öðrum tilvikum eru tengingarnar svo langsóttar að varla er annað hægt en að skella upp úr. Þætti blaða- manninum sanngjarnt að þurfa að bera ábyrgð á viðskiptum látins tengdaföður síns? Fáránleikinn nær þó hæsta stigi þegar hann er farinn að bíta sjálfa stjörnublaðamennina í afturendann. Þannig hefur Vilhjálmur Þorsteins- son, einn aðaleigenda Kjarnans, nú sagt sig úr stjórn félagsins þar sem hann sagði ósatt um aflandseignir sínar. Raunar er furðulegt að siða- postularnir á Kjarnanum hafi ekki ýtt við Vilhjálmi fyrr, en eignar- hlutur hans er í gegnum félagið Mið- eind ehf., sem aftur er í eigu Meson Holding sem skráð er í Lúxemborg. Meðal annarra eigna Meson Holding var hlutur í fjárfestinga- félaginu Teton, sem margoft hefur komið fram að hagnaðist gríðar- lega á skortstöðum gegn íslensku krónunni. Aðspurður á sínum tíma, sagðist Vilhjálmur ekki geta tjáð sig enda upplýsi hann aldrei um ein- stakar fjárfestingar. Hið sama virtist ekki eiga við um fjárfestingu hans í Kjarnanum sem hann hefur verið óhræddur að tjá sig um. Nú er spurning hvort er alvarlega í huga forsvarsmanna Kjarnans, að segja ósatt um aflandseign, eða að hafa hagnast á, og ásamt öðrum, stuðlað að hruni krónunnar meðan heimilisbókhaldið hjá flestum stóð í ljósum logum? Kannski hefðu Kjarnamenn átt að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir völdu sér fjárfesta. Eitt er víst að nú þurfa þeir að styrkja stoðir glerhússins – áður en það hrynur til grunna. kjarni málsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.