Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 21
Garðar & hellulagnir
27. apríl 2016
Kynningarblað Stakfell | Brú | Torg | Borg | Lind | 101 Reykjavík | Ás
Verslanir Húsasmiðjunnar og
Blómavals eru flestar undir sama
þaki víða um land. Eina af stærri
verslunum landsins er að finna
í Grafarholtinu í Reykjavík þar
sem viðskiptavinir geta fundið allt
fyrir garðinn og pallinn á einum
stað auk þess sem fjöldi reynslu-
mikilla starfsmanna aðstoðar við-
skiptavini við val á réttu vörunum.
Sigurður Svavarsson er rekstrar-
stjóri Húsasmiðjunnar í Grafar-
holti. Hann segir stærstu timbur-
sölu Húsasmiðjunnar vera þar til
húsa og bæði einstaklingar og fag-
menn séu þjónustaðir jöfnum hönd-
um. „Við búum svo vel að hafa frá-
bæra sölumenn og ráðgjafa sem
búa yfir mikilli reynslu og þekk-
ingu. Þeir aðstoða viðskiptavini við
val á efni og gefa tilboð í sólpall-
inn, sumarhúsið eða hvað sem er.“
Húsasmiðjan hefur í mörg ár
teiknað palla fyrir viðskiptavini
sína og nú sér garðahönnuður um
að teikna pallinn í þrívídd. „Þann-
ig sjá viðskiptavinir betur hvernig
pallurinn kemur til með að líta út.
Þessi þjónusta er mjög vinsæl og
því best að panta tíma í síma 525-
3000 tímanlega.“
Allt fyrir pallinn
Fúavarin fura er alltaf vinsæl-
asta pallaefnið að sögn Sigurð-
ar en lerki og harðviður hafa líka
rutt sér til rúms undanfarin ár og
býður Húsasmiðjan upp á allar
þessar viðartegundir. „Auk þess
bjóðum við upp á margar lausnir í
viðarvörn og seljum m.a. eina mest
seldu pallaolíu landsins til margra
ára sem er frá Jotun Treolje. Versl-
unin selur gott úrval viðarvarna
fyrir pallinn, skjólvegginn, sum-
arhúsið og garðhúsgögnin. Starfs-
fólk málningardeilda okkar hefur
í mörg horn að líta í maí og fram í
júlí þegar flestir landsmanna hefja
viðhaldsvinnu sumarsins.“
Auk þess býður Húsasmiðjan
upp á gott úrval vara sem gjarnan
fylgja pöllum og görðum, t.d. garð-
verkfæri, sláttuvélar, garðhúsögn
að ógleymdum grillunum. „Húsa-
smiðjan hefur verið einn stærsti
seljandi gasgrilla á landinu sl. 20
ár og seljum við m.a. þekkt vöru-
merki á borð við Weber, Broil King
og Outback auk úrvals aukahluta
fyrir grillin.“
Sumarvörurnar í Blómavali
Nú er að hefjast eitt mesta sölu-
tímabil Blómavals og verslanir
orðnar fullar af sumarvörum og
því helsta sem fólk þarf fyrir garð-
ræktina. Ekki má gleyma sumar-
blómunum en þau koma í verslanir
Blómavals á næstu vikum að sögn
Ásdísar Ragnarsdóttur, deildar-
stjóra Blómavals í versluninni í
Grafarholti. „Blómaval hefur alla
tíð lagt mikla áherslu á að bjóða
upp á fjölbreytt úrval af góðum
vörum á góðu verði, allt árið um
kring. Við höfum frábært starfs-
fólk, þar á meðal garðyrkjufræð-
inga sem geta veitt ráð og góðar
leiðbeiningar varðandi flest sem
snýr að garðinum, matjurtarækt-
un og fleiri þáttum.“
Vor og sumar eru annasamir
tímar hjá starfsmönnum Blóma-
vals en sífellt færist í vöxt að
fólk kaupi afskorin blóm fyrir
alls konar tilefni. „Viðskiptavinir
kaupa hjá okkur skreytingar fyrir
ýmis tækifæri og við bjóðum upp á
gott úrval af tækifæris vöndum og
tilboðsvöndum fyrir heimilið. Það
er líka ánægjulegt að sjá hve áhugi
á pottaplöntum er að aukast, þá
einkum á meðal unga fólksins. Við
erum stolt af því mikla úrvali sem
við höfum upp á að bjóða, allan
ársins hring.“
Verslanir Húsasmiðjunnar og
blómavals í grafarholti eru á Vín-
landsleið 1, 113 reykjavík. nánari
upplýsingar um vöruúrval þeirra
má finna á www.blomaval.is og á
www.husa.is.
allar vörur fyrir garðinn og pallinn
undir einu og sama þakinu
Húsasmiðjan og blómaval hafa í mörg ár þjónustað heimili og fyrirtæki landsins með vandaðar vörur fyrir pallinn og garðinn. Verslunin í
Grafarholti er stærsta timbursala landsins, hefur á að skipa reynslumiklum starfsmönnum auk þess sem sumarvörurnar eru komnar í hús.
Húsamiðjan og blómaval bjóða upp á gott úrval vara sem fylgja pöllum og görðum.
Sigurður Svavarsson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar, og Ásdís ragnarsdóttir, deildar stjóri blómavals, í versluninni í grafarholti. MynDir/Ernir