Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 25
Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu jafn mikla orku og skákklukka þarf til að ganga í næstum 100 ár Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Verið velkomin. Opið 10-17 alla daga. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Bakgrunnurinn skiptir máli Þeir einstaklingar sem komu til Akureyrar árið 2003 búa enn á Akur- eyri. Mikill stuðningur var til staðar þegar sá hópur kom til landsins og hélt teymi á vegum Akureyrar og Rauða krossins vel utan um hópinn. Allur hópurinn hóf þegar í stað nám í íslensku og börnin voru gerð tilbúin fyrir skóla næsta vetur. Útvegaður var túlkur fyrsta árið þeim til halds og trausts. Börnin voru fljót að aðlagast umhverfinu og komust í samband við börn í nágrenni sínu nokkuð fljótt. Fram kemur í skýrslu Akureyrar- bæjar um hvernig til hafi tekist að börnin hafi fylgt námsefninu mjög vel og í takt við það sem lagt var upp með. Þau voru einnig mjög fljót að ná íslenskunni og fóru að tala hana reip- rennandi á skemmri tíma en menn vonuðu í upphafi. Eiríkur segir einmitt skipta miklu máli hvernig bakgrunnur fólksins er. „Samsetning hópsins er mjög mikil- væg og það skiptir einnig miklu máli hversu tilbúið það er til að aðlagast því samfélagi sem fyrir er. Þessi árangur er ekkert því að þakka hversu æðisleg við erum heldur var þessi hópur tilbúinn til að leggja mikið á sig til að aðlagast heimi gerólíkum þeim sem  það á að venjast og fyrir það eigum við að þakka,“ segir Eiríkur. Akureyri hefur alltaf haft á sér það orð að vera lokað samfélag. Eiríkur blæs á þessa þreyttu en lífseigu mýtu að erfitt sé að kynnast Akureyringum. „Mér hefur alltaf fundist að Akureyr- ingar séu tilbúnir að kynnast hverjum sem er. Hins vegar er stóra spurningin hvort hinir séu tilbúnir að kynn- ast Akureyringum. Svo hefur fjöldi „aðfluttra“ auðvitað aukist gríðar- lega í bænum síðustu ár með tilkomu Háskólans á Akureyri svo skilin milli þess að vera Akureyringur eða ekki eru nokkuð útvötnuð.“ Dauðinn skárri kostur en að sitja eftir Bæjaryfirvöld á Akureyri munu í framhaldinu hefja viðræður við velferðarráðuneytið um mögulega aðkomu bæjarins að móttöku flótta- Við skulum hafa það hugfast að þetta fólk langar ekkert að flytjast búferlum frá heimahögum sínum. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri manna. Eiríkur segist spenntur fyrir því að sjá hvernig málið þróist hjá stjórnvöldum. „Við sáum hörmungar- fréttir í íslenskum og erlendum fjöl- miðlum nánast daglega af flóttafólki sem leggur gríðarlega mikið á sig í von um betra líf. Við skulum hafa það hugfast að þetta fólk langar ekkert að flytjast búferlum frá heimahögum sínum. Þessir einstaklingar sem fara yfir Miðjarðarhafið á opnum bátum gera sér auðvitað grein fyrir því að þeir geta hæglega týnt lífi. Það er hins vegar skárri kostur í huga þeirra en að vera um kyrrt. Við sem sitjum hér heima á Íslandi verðum að sjá það sem ágætis mælikvarða á aðstæður fólks á þessum stríðshrjáðu svæðum.“ h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 2 9 . á g ú s T 2 0 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.