Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 100
Menning
Komdu, láttu drauminn rætast
í góðum félagsskap !
Erum að leita eftir góðum söngmönnum í allar raddir
Æfingar í vetur verða á miðvikudögum kl.19:45-22:15
Skemmtilegt lagaval – metnaðarfullur söngstjóri
Komdu í raddprufu það verður tekið vel á móti þér
Nánari upplýsingar veita
Ingvi Rúnar formaður í síma 896 0421 / irg@simnet.is
Árni Heiðar Karlsson söngstjóri í síma 863 8381
arniheidar@gmail.com
Karlakórinn Stefnir
www.kkstefnir.is
KARLAKÓRINN STEFNIR
KARLA KÓRINN FÓSTB RÆ ÐUR
auglýsir eftir nýjum söngmönnum í allar raddir!
• Vandaður kórsöngur undir leiðsögn úrvalsstjórnanda
• Virk þátttaka í tónlistarlífi þjóðarinnar
• Framúrskarandi félagsskapur
• Góð aðstaða og að jafnaði ein æfing í viku
• Reglulegir viðburðir og skemmtanir
• Kórferðalög innanlands sem utan
• Hátíðartónleikar, alþjóðlegt kóramót og ýmsir viðburðir
árið 2016 í tengslum við 100 ára afmæli kórsins
Raddprufur verða haldnar í Fóstbræðraheimilinu
miðvikudaginn 2. september nk.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 820 8582.
KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR
Stofnaður 1916
K O M D U Í K Ó R I N N !
leiklist
krísufundur
Dansverkstæðið
LÓKAL og Reykjavík Dance Festival
Á sviði: Árni Vilhjálmsson, Friðgeir
Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason
Af sviði: Bjarni Jónsson
Hugmynd og handrit: Kriðpleir
Hönnun: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Leikið á ensku
Sviðslistahópurinn Kriðpleir er í krísu.
Aðeins eru nokkrir dagar þangað til
umsóknarfrestur Leiklistarráðs fyrir
sviðslistarstyrki rennur út og Árni,
Friðgeir og Ragnar, meðlimir hópsins,
eru enn þá að vinna í umsókninni en
eru svolítið fastir í ferlinu. Þeir eru
farnir að efast örlítið um sitt eigið
ágæti, vilja taka skref fram á við og
þróast sem listamenn.
Þeirra lausn er að bjóða áhorf-
endum á Dansverkstæðið til þess að
fylgjast með vinnuaðferðum hópsins
í þeirri von að finna nýjar listrænar
áherslur. Verkið er sýnt í æfingarsal
hússins en sviðsmyndin samanstendur
af skjávarpa, hljóðbúnaði og svoköll-
uðu pásuborði sem kemur nokkuð
við sögu í sýningunni. Friðgeir, sem
hingað til hefur verið eins konar for-
sprakki hópsins, hefur dregið sig í
hlé, farið í tíu daga þagnarbindindi og
situr lengstum á stól aftast á sviðinu
svolítið yfirgefinn en fylgist samt sem
áður grannt með frammistöðu Árna
og Ragnars. Þeir kynna verkefnasögu
hópsins, tína til heimspekilegar hug-
myndir og takast á við sviðsljósið.
Í Krísufundi leita Kriðpleirsfélagar
aftur í fyrra form en í stað þess að
sprengja það í tætlur grafa þeir sig
dýpra í vandræðaganginn. Slík við-
brögð eru virðingarverð en sú spurn-
ing vaknar hvort ramminn sé ekki
orðinn lúinn, sviðsframkoma hópsins
er einstök en fölnar þegar efnið er ekki
nægilega sterkt.
Augnablikin þegar sýningin stöðvast
algjörlega eru frábær, líkt og þegar
Ragnar flýr vandræðalegt augnablik
með því að endurskipuleggja pásuborð
hópsins. Þegar Friðgeir rýfur þagnar-
bindindið er að sama skapi virkilega
vel gert. Listin á það nefnilega til að
lúta fyrir hversdagsleikanum.
Vandamálið við sýninguna er að
þeir félagar hörfa stöðugt undan
áskorunum, stundum gengur þessi
afstaða upp en sýningin í heild verður
brotakennd fyrir vikið. Brot úr sögum,
brot af hugmyndum, brot af ástandi.
Þeir kasta fram hugleiðingum varð-
andi gildi leiklistargagnrýni en klóra
einungis yfirborðið og gleyma sér í
persónulegum sögum um sitt eigið líf
en tengja frávikin ekki nægilega vel
saman. Sýningin nær ákveðnu hámarki
þegar þeir takast á um hversu langt er
hægt að ganga til að nota persónulega
reynslu til listsköpunar sem endar á
því að þeir þakka áhorfendum fyrir
komuna, kveðja og hörfa enn á ný.
Þeir bögglast og berjast eins og áður
en Kriðpleirshópurinn situr enn þá
pikkfastur í sama rassfarinu. Að ein-
hverju leyti er þetta viljandi gert og
nokkuð sniðug tilraun til að snúa upp
á væntingar áhorfenda en hún vindur
lítið sem ekkert upp á sig. Sjálfhverfa af
þessu tagi er leiðigjörn til lengdar, þar
sem þráin til listsköpunar og sjálfsvit-
und blandast saman án þess að nýjar
eða krassandi hugmyndir komi fram
á sjónarsviðið.
Sigríður Jónsdóttir
Niðurstaða Kriðpleirshópurinn
er ávallt áhugaverður en biðin eftir
nýjum hugmyndum er farin að
lengjast.
Kriðpleir í krísu og lýst er eftir ferskum hugmundum
Ég er alltaf að vinna með umhverfi
mitt og byggingarkranar eru áber-
andi þar,“ segir Ragnheiður Harpa
Leifsdóttir sviðslistakona, spurð
hvernig hugmyndin að dansverkinu
Söng krananna hafi kviknað. Verkið
verður sýnt tvívegis úti við Gróttu í
dag, klukkan 17 og 21, og tekur 12
mínútur í flutningi.
Ragnheiður Harpa hefur unnið að
undirbúningi sýningarinnar, ásamt
Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfundi,
Jóni Erni Bergssyni kranamanni og
Elvari Sævarssyni og Guðmundi Vigni
Karlssyni hljóðmönnum.
Kranarnir tveir verða á landfyll-
ingunni við Gróttu með haf og fjöll
sem baktjald. „Kranarnir skipta um
takt og tempó, ýmist saman eða hvor
í sínu lagi,“ segir höfundurinn og
undirstrikar að ákveðin meining sé á
bak við hreyfingar þessara stórvirku
tækja í náttúrunni.
„Kranar eru framlenging á mann-
eskjunni og geta verið náttúrunni
bæði til góðs og ills eftir hlutverki
þeirra hverju sinni. Þeir eru líka mæli-
kvarði á fjármagn til framkvæmda í
þjóðfélaginu. Ég vona að verkið veki
spurningar um hvert við viljum stefna
því ábyrgð okkar er mikil gagnvart
umhverfinu.“
Ragnheiður Harpa segir söng og
dans samofna í gjörninginn. „Þetta
verður kranahugleiðsla sem opnar
andann fyrir því hvernig við upplif-
um dansinn sem áframhald. Ég held
að krakkar elski þetta verk. Börn eru
svo hrifin af stórum hlutum.“
Verkið er hluti af bæjarhátíð Sel-
tjarnarness auk þess að tilheyra
Lókal og Reykjavík Dansfestivali.
Lausnir lánuðu kranana.
gun@frettabladid.is
Byggingarkranar
syngja og dansa
Dans og söngur tveggja byggingarkrana
er nýstárlegur viðburður í kvöld úti við
Gróttu. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er
einn af aðstandendum sýningarinnar.
★★★★★
„Kranar eru framlenging á mann-
eskjunni,“ segir Ragnheiður Harpa
um verkið Söng krananna sem
sýnt verður úti við Gróttu.
Fréttablaðið/Stefán
ÉG HeLD að
kRakkaR eLski
þetta veRk. BöRn eRu svo
HRifin af stóRum HLutum.
2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 l a u g a r D a g u r