Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 12
SKOÐUN Gunnar Mín skoðun Jón Gnarr Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Í vikunni var undirritaður þjóðarsáttmáli um læsi. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg út á hvað hann gengur. Ég er hluti af þessari þjóð. Ég á fimm börn og eitt á grunnskólaaldri. Ég er rithöfundur og handrits- höfundur. Ég hef því bæði tilfinninga- og fjárhagslega hagsmuni af því að fólk kunni vel að lesa. Ég hlustaði á langt viðtal við menntamálaráðherra um átakið en ég var engu nær. Einsog öll alvöru þjóðarátök þá er gert lag. Ekki alveg samt heldur var gerður nýr texti við gamalt lag. Lagið heitir: Það er gott að lesa, og er nýr texti við lagið Það er gott að elska með Bubba. Lagið á að virka hvetjandi á krakka. Þau hlusta á lagið og grípa bók. Eða kannski er þetta ætlað foreldrum. Mér finnst þetta samt hljóma eins og svo margt annað; eins og nýr texti við gamalt stef. Ég held að þetta sé lítið og illa hugsað og muni skila tak- mörkuðum árangri ef nokkrum. Mér finnst þetta vera svo alvarlegt mál að það hefði alveg mátt henda í frumsamið lag. Mér finnst þetta eiginlega of sjoppuleg aðgerð til að kalla hana Þjóðarsáttmála. Hvar er til dæmis forsetinn? Og af hverju er okkur rithöfundum ekki boðið að vera með? Mér finnst eins og verið sé að blása til orrustu sem er fyrir fram töpuð því það er enginn með nein vopn heldur einungis lúðrablásara. Þetta er svona átak sem lýsir vilja en ekkert meira en það. Ég verð líka að viðurkenna að ég skil ekki alveg hugtakið „að lesa sér til gagns“. Ég set það alltaf í samband við það að geta lesið innihaldslýsingu á umbúðum útí búð. Ég skil ekki hugsunina á bak við hug- takið. Hvað varð um „að lesa sér til gamans“? hörð samkeppni Ég held að ég hafi byrjað að lesa vegna þess að mér leiddist. Ég held að það sé líka ein helsta ástæðan fyrir því hvað við Íslendingar höfum lesið mikið í gegnum aldirnar. Fólk hefur verið einangrað og ekki haft um mikla dægrastytt- ingu aðra að velja. Róbinson Krúsó var bara með eina bók á eyjunni sinni; Biblíuna, og las hana spjaldanna á milli. Ég hef lesið hana sjálfur og hún er drepleiðinleg. Maður les hana bara annaðhvort sem verkefni eða vegna þess að maður hefur nákvæmlega ekkert annað lesefni um að velja. En nú er öldin önnur. Það er offramboð af aðgengilegri og auðmeltanlegri afþreyingu en bókum. Athygli barna beinist í auknum mæli að snjallsímum, interneti, tölvuleikjum og sjónvarpi. Bækur mæta afgangi. Þetta er hörð samkeppni. Borga krökkum fyrir að lesa Kannski er kominn tími til að endurhugsa strategíuna ef fólki er virkilega alvara. Ég veit ekki alveg hvað þarf til en ég veit að það mun kosta mikla peninga. Ég hef oft bent á það hér og á öðrum vettvangi að íslenska er spurning um peninga. Það kostar að halda úti tungumálinu okkar. Ef við viljum það þá þurfum við að vera meðvituð og viljug að borga fyrir það. Ef við viljum ekki borga þá mun lestrarkunnáttu fara hrakandi jafnt og þétt og íslenskan mun lognast út af en enska taka yfir. Hún er þegar byrjuð að gera það. Næsta „kynslóð“ af tölvum verður radd- stýrð. Það er bara staðreynd. Ég nota SIRI-gervigreindina í símanum mínum. Við tölum saman á ensku. Heimilistæki verða fljótlega raddstýrð líka. Það mun kosta 1-2 milljarða að gera okkur kleift að tala við vélarnar okkar á íslensku. Ef það verður ekki gert þá óttast ég afleiðingarnar. Það þarf líka að stokka upp allt fjármagn sem við erum nú þegar að veita til lestrarkennslu. Mér finnst mjög ólíklegt að það muni gerast. Því miður. Það er ekki einu sinni verið að þýða umbúðir utan um vörur. Við þurfum kannski algjörlega nýja hugmyndafræði við lestrarkennslu? Við erum svolítið búin að vera að reyna að fá krakka til að lesa vegna þess að það sé svo göfugt og spennandi ævintýri. Og oft er það svo. Sumir krakkar uppgötva þennan undra- heim bókarinnar. En margir missa móðinn og gefast upp. Og þeim er sífellt að fjölga eins og kannanir sýna. Hvað með að taka upp hvatningar- og umbunarkerfi? Því ekki að borga krökkum fyrir að lesa? Of sjoppulegt til að kalla Þjóðarsáttmála Kannski er kominn tími til að endurhugsa strategíuna ef fólki er virkilega alvara. Nú þegar sumri hallar er lítið lát á heim-sóknum útlendra gesta í Reykjavík. Göngutúr um Kvosina minnir á 17. júní, slíkur er fjöldi ferðamanna. Fréttir herma að fundarsalir og gisting séu ekki á lausu næstu misserin þrátt fyrir öll hótelin og heimagistinguna. Svo áfram verður gestkvæmt. Umheimurinn hefur uppgötvað að vetur norður undir heimskautsbaug er heillandi. Norðurljós og hressilegur hríðarbylur freista margra sem búa við tilbreytingarsnautt veðurfar. Fólki sem býr við bjartan dag og dimma nótt árið um kring þykir myrkur vetrar- dagur spennandi ekki síður en bjartar sumarnætur. Það er góð búbót fyrir okkur og lyftistöng, sem gerir Reykjavík að líflegri bæ. En þessu fylgja vaxtarverkir. Miðbærinn er að verða einsleitur. Hótel, gistiheimili, kaffihús, matstaðir og túristabúðir raska jafnvæginu. Daglegt líf okkar eyjar- skeggja þarf meira rými. Aðdráttaraflið glatast ef ekki þrífast vinnustaðir og híbýli bæjarbúa. Snjallir arkitektar kunna ráð við þessu. Þeir geta gætt vöruskemmur og yfirgefnar verksmiðjur lífi. Chelsea í New York og Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn eru dæmi um vel heppnaða endurlífgun hnignandi borgar- hluta. Í yfirgefnum skemmum blómstrar mannlíf í kringum fínustu gallerí, nýtísku skrifstofur og frumlega mannabústaði. Á Landspítalalóðinni er samansafn ósamstæðra bygginga. Margar eru úreltar. Það er verkefni arkitekta að finna þeim nýtt hlutverk. Þær gætu hýst heilsu- gæslu, skóla, hótel, matvörubúðir, banka, læknastofur, íbúðir og hvaðeina – snjallir fagmenn kunna svör við því. Sjálft djásnið, gamli Landspítalinn, gæti orðið nýtt Listasafn Íslands og Listasafnið við Tjörnina breyst í langþráð Náttúruminjasafn. Um leið myndi létta á miðbænum. Líklega má hagnast á öllu saman og nota afrakstur- inn sem útborgun í nýjan spítala, sérhannað hús sem rúmt væri um og uppfyllti ýtrustu kröfur. Það gæti risið á Vífilsstöðum, í Fossvogi eða á góðri lóð í austur- borginni. Ný bygging yrði notadrýgri og ódýrari en bútasaumurinn sem er á teikniborðinu. Fínar hugmyndir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um nýtt hlutverk fyrir lögreglustöðina á Hlemmi og Þjóðskjalasafnið efst á Laugavegi eru greinar á sama meiði. Varnaðarorð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um stórkarlaleg byggingaráform eru líka athyglisverð. Skotgrafatónn- inn dregur þó úr vægi orðanna. Svo kastar hann steini úr glerhúsi því lóðir ríkisins í miðborginni eru til skammar. En áhugi ráðherrans er lofsverður. En höldum okkur við Landspítalalóðina. Þar er tvöfalt stórslys í uppsiglingu. Borgarstjóri og forsætis- ráðherra og allt þeirra lið þurfa að sameinast um að afstýra slysinu. Efna þarf til hugmyndasamkeppni með tvíþættu markmiði – að standa vörð um mannlíf- ið í miðborginni og finna nýjum Landspítala verðugan stað þar sem hann fær að vaxa og dafna. Tvöfalt stórslys Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Líklega má hagnast á öllu saman og nota af- raksturinn sem út- borgun í nýjan spítala, sérhannað hús sem rúmt væri um og upp- fyllti ýtrustu kröfur. 2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R Velkomin í núið – frá streitu til sáttar Byggt á Mindfulness-based Cognitive Therapy sem tvinnar saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. NÝTT NÁMSKEIÐ! Námskeiðin eru í 8 vikur á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 17.30 til 19.00 Innifalið er geisladiskur með núvitundaræfingum og handbók. Skráning og frekari upplýsingar á: nuvitund.com Verð: 49.000 kr. Leiðbeinendur verða sálfræðingarnir Anna Dóra Frostadóttir, Guðbjörg Daníelsdóttir, Herdís Finnbogadóttir og Margrét Bárðardóttir 1. sept þriðjudagar 17. sept fimmtudagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.