Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 10
 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frábært verð Frá kr. 79.900 Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2+2 í íbúð. Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 í íbúð. SIRIOS VILLAGE Frábært verð Frá kr. 124.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 124.900 m.v. 2+2 í fjölsk.herbergi Netverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 í herbergi. GALINI SEA VIEW MARINA SANDS OMEGA APARTMENTS HELIOS APARTMENTS Frábært verð Frá kr. 119.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2+2 í fjölsk. herbergi. Netverð á mann frá kr. 149.900 m.v. 2 í herbergi. Frábært verð Frá kr. 85.900 m/morgunmat innifalinn Netverð á mann frá kr. 85.900 m.v. 2+1 í herbergi. Netverð á mann frá kr. 97.900 m.v. 2 í herbergi. 2FYRIR1 2FYRIR1 2FYRIR1 Frábært verð Frá kr. 85.900 Netverð á mann frá kr. 85.900 m.v. 2+2 í íbúð. Netverð á mann frá kr. 113.900 m.v. 2 í íbúð. Frá kr. 79.900 Krít 3. september í 11 nætur E N N E M M / S IA • N M 70 54 1 2FYRIR1 2FYRIR1 Eldgosið í Holuhrauni hófst fyrir alvöru 31. ágúst 2014 og þegar það var í algleymi stóðu 60 metra háir strókar upp úr sprung- unni og hraunflæðið var verulegt í sögulegu samhengi. Fréttablaðið/Auðunn Mengun frá eldgosinu var sá þáttur þess sem mest áhrif hafði í byggð. Þegar líða tók á september og kraftur gossins minnkaði sló mikilli mengun niður í byggð, ekki síst á Austurlandi. Vandamálið var viðvarandi mánuðum saman. Fréttablaðið/Egill Rétt ár er síðan eldsumbrot hófust í Holuhrauni norðan Vatnajökuls eftir mikil umbrot í Bárðarbungueldstöð- inni vikurnar á undan. Frá því að eld- gosinu lauk 27. febrúar hefur virkni verið lítil á svæðinu en fyrir liggur að atburðurinn frá upphafi til enda er einn sá merkasti sem vísindamenn og almenningur hefur orðið vitni að út frá jarðvísindalegum sjónarhóli – og er það fjarri því bundið við Ísland. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að strax eftir að eldgosinu lauk fyrir sex mánuðum hafi ró færst yfir svæðið. Þó sjá vísindamenn að breytingar hafa orðið á jarðhita í Bárðarbungu og þess vegna hafa myndast nýir sig- katlar – alla vega tveir – í jöklinum í sumar. Nánari rannsóknir á næstu vikum leiða í ljós frekari upplýsingar um þróun mála. Holuhraun kólnar jafnt og þétt og lítið gasútstreymi er þar í dag. Gígurinn Baugur er enn þá að síga saman og landið að leita jafnvægis, en vegna þess hversu gríðarlega mikið af efni kom upp í gosinu þá þarf ekki að fara djúpt til að finna tæplega 200 gráðu hita. Í öllum megin atriðum er því þessum atburði lokið. „Hvenær dregur aftur til tíðinda er erfitt að segja til um. Líklega erum við að horfa á ár eða áratugi áður en eitthvað frekara gerist á svæðinu,“ segir Magnús Tumi. „Þegar allt er tekið saman þá er þessi atburður sá merkasti sem orðið hefur á Íslandi í marga áratugi eða öld. Það fer saman mjög stórt flæðigos og mikið öskju- sig. Þetta höfum við ekki séð saman áður með þessum hætti og þarf að fara aftur til Skaftárelda til að sjá stærri atburð. Það eitt og sér er stór- merkilegt.“ Þó að eldgosið og atburðarásin því samhliða sé flestum efst í huga, þá má ekki gleyma því að upphaf umbrot- anna fram til þess dags sem eldur var uppi í lok ágústmánaðar er ekki síður merkilegt. Jarðskjálftahrinan í Vatnajökli og framrás berggangsins undir norðvestanverðum Vatnajökli er  nokkuð sem aldrei hefur verið skráð með viðlíka hætti með nútíma- tækni. „Þetta sýnir okkur hvernig landið verður til – það gliðnar í sundur og fyllist upp með kviku. Þarna sjáum við í fyrsta skipti hvernig megineld- stöð og stórt flæðigos spila saman,“ segir Magnús Tumi og bætir við að mikilvægi þessa atburðar verði að skoðast í því ljósi að áþekk átök nátt- úrunnar síðustu árin á jörðinni telji aðeins örfá tilvik. „Þá er gasmengunin ónefnd, sem gerir þetta allt enn sér- stakara. Mengunin staðfestir hversu eldgosið var stórt.“ Magnús telur það engar ýkjur að þessi atburðarás öll sé betur skrásett en nokkur önnur þar sem öskjusig og flæðigos fer saman, og ekki síst vegna þess að yfirstandandi var stórt samevrópskt rannsóknarverkefni um eldfjallavá – FutureVolc – sem þýddi að þéttriðið mælanet var til staðar þegar dró til tíðinda um miðjan ágúst í fyrra. Eins var þarna hópur vísindamanna með breiða þekkingu á ólíkum þáttum jarðvísinda sem á þessum tíma horfðu allir í sömu átt. Samþætting alls þessa hefur dregið upp skýra mynd af atburðum – allt frá upphafi óróans í Bárðarbungu um miðjan ágúst til gosloka í febrúar. Bárðarbunga líklegast í fastasvefni næstu árin Rétt ár er síðan eldur var fyrst uppi í Holuhrauni. Eldgosið stóð í sex mánuði og var eitt hið stærsta á síðustu öldum. Mikið hraunflæði einkenndi gosið en ekki síður loftmengun sem var vandamál í byggð mánuðum saman. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 16. ágúst 2014 Skjálftahrina í Bárðarbungu hefst. Ljóst að kvika var á hreyfingu neðanjarðar og berggangur að myndast til norð- austurs, undir Dyngjujökli. 19. ágúst Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð. 22. ágúst 25 kílómetra langur berggangur hefur myndast undir Dyngjujökli. 23. ágúst Órói á mælum bendir til þess að eldgos sé hafið suðaustur undan Bárðarbunguöskjunni. 25. ágúst Berggangurinn nær norður fyrir Dyngjujökul og lengist um fjóra kílómetra á dag. 28. ágúst Gliðnun lands við Vatna- jökul 40 föld miðað við meðalárið. 29. ágúst Sprungugos hefst í Holu- hrauni norðan Dyngjujökuls. Kvika kom upp á um 600 metra kafla í gamalli gossprungu u.þ.b. 5 kíló- metra norðan við jaðar jökulsins. Gosið stóð í aðeins fjórar klukku- stundir. 31. ágúst Eldgos hefst á ný í sprungunni í Holuhrauni. Áætlað að gossprungan væri um 1,5 kílómetra löng. Stórt eldgos með miklu hraunrennsli. 5. september Ný sprunga opnast suður af þeirri fyrri. 12. september Brennisteins- mengun frá gosstöðvunum í Holu- hrauni eykst þessa daga í byggð og verður viðvarandi vandamál um allt land næstu mánuði. 8. október Gígurinn Baugur talinn 100 metra hár. 31. október – Stærsta hraun á Íslandi á 230 árum á aðeins 60 dögum. 2. desember 5.727 jarðskjálftar í Bárðarbungu frá byrjun goss. 23.901 jarðskjálfti frá 16. ágúst við eldstöðina. Smátt og smátt dregur úr gosvirkni. Hraun og gastegundir halda áfram að streyma úr iðrum jarðar og hraunstraumur er til norðausturs sem náði vestustu kvíslum Jökulsár á Fjöllum. 27. febrúar 2015 Engin hraunglóð þegar flogið var yfir. 28. febrúar Goslok staðfest af vísindamannaráði Almannavarna þann 27. febrúar. Hraunbreiðan  rúmlega 85 ferkílómetrar. Botn Bárðarbunguöskjunnar hefur sigið um 60 metra. ✿ Eldgosið í hnotskurn ág ú st sEptEm bEr o k tó bEr d EsEm bEr 2014 2015 fEbrú ar 10 2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L a U g a r d a g U rf r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.