Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 72
Fólk| helgin
Pevaryl sveppalyf fæst án lyfseðils og er ætlað til sjálfsmeðhöndlunar á sveppasýkingum í leggöngum fyrir konur sem áður hafa verið greindar
hjá lækni og þekkja einkennin. Pevaryl inniheldur virka
efnið econazol sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun.
Econazol frásogast lítið og er því fyrst og fremst um stað
bundna verkun að ræða.
Að sögn Guðnýjar Traustadóttur, markaðstengils hjá
Vistor, er mikil reynsla komin á lyfið en Pevaryl hefur
verið á markaði hér á landi í 35 ár og verið notað af fjölda
kvenna.
Fjöldi kvenna á barneignaraldri fær einhvern tímann
sveppasýkingu í leggöng og um það bil helmingur þeirra
fær hana að minnsta kosti einu sinni aftur. Sýkingin
kemur frá smásæjum sveppi, „Candida albicans“, sem
almennt er til staðar í líkamanum en ef jafnvægi hans
raskast getur það valdið sveppasýkingu.
Sveppasýking þrífst best þar sem er rakt, hlýtt og þétt,
svo sem í leggöngum. Sveppasýking herjar oft á konur á
barneignaraldri þar sem þær hafa meira af hormóninu
östrógeni, en það eykur glúkósamagn í leggöngunum sem
sveppurinn nærist á. Auk þess kemur sveppasýking oft
fram í tengslum við sýklalyfjameðferð, að sögn Guðnýjar.
Guðný segir að það geti verið kostur að nota staðbund
ið lyf eins og Pevaryl við sveppasýkingum í leggöngum
þar sem frásog þess er lítið.
einKenni SVePPASÝKingAR
Helstu einkenni sveppasýkingar eru kláði í og utan við
leggöng, hvítleit og jafnvel kornkennd útferð.
Slímhúðin getur auk þess verið sár, þurr og með sviða.
PAKKningAR PeVARYl:
• 1 Depot forðastíll og krem (samsett meðferð)
• 3 skeiðarstílar og krem (samsett meðferð)
• 1 Pevaryl Depot forðastíll (eins dags meðferð)
Setjið skeiðarstílinn hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn.
Berið kremið á og í kringum leggangaop og/eða á skapa
barmana 23 sinnum á dag þar til óþægindin eru horfin
og í þrjá daga til viðbótar. Þegar keyptur er pakki með 3
stílum er mjög mikilvægt að klára meðferðina, það er þrjú
kvöld í röð.
Pevaryl má nota á öðrum og síðasta þriðjungi með
göngu en ekki skal nota Pevaryl á fyrsta þriðjungi með
göngu nema samkvæmt læknisráði.
Pevaryl fæst án lyfseðils í næsta apóteki.
Við SVePPASÝKingu í leggöngum
ViStoR KYnniR Pevaryl skeiðarstíla og Pevaryl krem til staðbundinnar notkunar við sveppasýkingum í leggöngum.
Við Hafnargötuna á Akureyri stendur verslunin Flóra, nýtin og náttúruvæn verslun, vinnustofur og við
burðastaður í miðbæ Akureyrar. Verslun
ina reka þau Hlynur Hallsson, safnstjóri á
listasafni Akureyrar, og kona hans, Kristín
Þóra Kjartansdóttir, og þar er bæði hægt
að fá skemmtilegt handverk og lífrænan
varning. Þar er einnig sýningarrými og um
helgina verður opnuð þar sýning Þórgunn
ar Oddsdóttur, Grasafræði, en Þórgunnur
er kannski betur þekkt sem einn af um
sjónarmönnum hins vinsæla sjónvarps
þáttar Landans. Þórgunnur vann sýning
una út frá Flóru Íslands, sem er vísun í
sýningarrýmið sjálft að hennar sögn en
líka leikur með hugmyndir um staðreyndir
og sannleika.
SKáldSKAPuRinn eR SAnnleiKuR líKA
„Við fyrstu sýn virkar þetta eins og venju
legar þurrkaðar plöntur en þegar nánar
er að gætt þá sést að allar plönturnar
eru samsettar, það er búið að setja lauf
á fífilinn sem eru af einhverju allt öðru
blóm svo dæmi séu tekin. Svo fór ég í
fornbókabúð og fann þar Grasafræðibók
eftir Stefán Stefánsson skólameistara sem
var kannski dálítill frumkvöðull í náttúru
fræði á Íslandi. Ég klippti orð og setningar
í bókinni í sundur og nota í verkin þannig
að ég yrki eiginlega ljóð upp úr þessum
fræðilega texta. Mér finnst mjög gaman
að taka hluti í sundur og búa til eitthvað
annað úr þeim, finna möguleikana í efninu.
Það er hægt að taka allt, hvort sem það
er fræðilegur texti eða hlutir í kringum
mann og búa til glænýtt samhengi með
því að raða saman á annan hátt og skapa
nýtt sjónarhorn. Ég hef líka verið að vinna
með söfn og hef áhuga á hvernig hlutir
eru settir fram til að við skiljum þá, með
merkimiðunum sem staðsetja hlutina í til
verunni. Mér finnst gaman að leika mér
með tilhneigingu okkar til að skilja alla
hluti og að setja fram eitthvað í þessum
formlega sýningarbúningi sem er ekki
staðreyndir en samt jafn mikill sannleikur
og hvað annað.“
SKemmtileg VinnA
Þórgunnur nýtur þess að gefa sér frelsi til
að skálda því í starfi sínu sem fjölmiðla
kona þarf hún að vera trú staðreyndum.
Hún hefur bæði unnið á prentmiðlum
og í ljósvakanum. „Ég er nýbúin að taka
við stöðu dagskrárgerðarmanns RÚV á
Akureyri og er aðallega að vinna að dag
skrárgerð fyrir Landann. Það er virkilega
skemmtileg vinna því maður fær að fara
svo víða og hitta fólk og heimsækja staði
sem maður kæmi aldrei á annars. Það
er gaman að fá að safna öllum þessum
sögum og miðla þeim til áhorfenda. Fyrsti
þáttur vetrarins fer í loftið 13. september
og við erum á þeytingi núna að safna efni
víða um land.“
hugleiðingAR um eftiRlitSþjóðfélAg
Þórgunnur er einnig þátttakandi í Haust
sýningu Listasafns Akureyrar, sem að þessu
sinni er samsýning þrjátíu norðlenskra lista
manna. „Þar er ég með eitt gamalt verk sem
ég gerði í Listaháskólanum og byggir líka á
safnhugmyndinni. Þetta er sýningarkassi,
fullur af alls konar skrýtnum hlutum sem ég
stilli upp með einhverju bulli úr sjálfri mér,
eins og hann standi á minjasafni. Svo er líka
ljósmyndaverk sem ég vann í Berlín í fyrra
þar sem ég var í tvo mánuði í listamanna
íbúð. Berlínarmúrinn heillaði mig og allt í
kringum hann og ég var svona að velta fyrir
mér eftirlitsþjóðfélaginu þegar allir eru að
fylgjast með öllum og verið að reyna að hafa
hemil á borgurunum. Ég fór í almennings
garða og safnaði greinum og kurli af göngu
stígum og bjó til litla varðturna sem ég tók
síðan ljósmyndir af. Verkið samanstendur af
ljósmyndum af þessum þýsku varðturnum.“
Það liggur beint við að spyrja hvort svo
frjótt hugsandi kona hafi ekki einhvern tíma
hugsað sér til skrifta og þá í skáldskap.
„Ég hef skrifað en mest fyrir sjálfa mig,
fyrir utan barnabókina Kári litli og klósett
skrímslið. En mig langar að gera meira af
því að skrifa.“
miKil gRóSKA á AKuReYRi
Þórgunnur er alin upp á Dagverðareyri
við Eyjafjörð en bjó í mörg ár í Reykja
vík. Hún flutti aftur norður fyrir nokkrum
árum. Hvernig er að vera á Akureyri? „Það
er mjög fínt og mikil gróska í menningar
lífinu. Miðað við íbúafjölda held ég að
það sé ansi mikið að gerast hér. Stundum
vantar aðeins upp á að fólk sé duglegt að
mæta og mætti vera meira mannlíf. En um
helgina er Akureyrarvaka og þá verður
nóg um að vera.“ Nánari upplýsingar um
viðburði Akureyrarvöku má finna á visit
akureyri.is en sýning Þórgunnar í Flóru
stendur til 24. september.
leiKuR með hugmYndiR um
StAðReYndiR og SAnnleiKA
gRASAfRæði Akureyrarvaka stendur nú yfir. Meðal viðburða er myndlistarsýning Þórgunnar Oddsdóttur, Grasafræði, en
Þórgunnur er einnig kunn sem dagskrárgerðarmaður í Landanum.
flóRA íSlAndS Þórgunnur opnar sýningu sýna,
Grasafræði, í versluninni Flóru um helgina.
mYndliStAmAðuR Þórgunnur Oddsdóttir myndlistamaður tekur þátt í tveimur listsýningum á Akureyri
um þessar mundir.
Pevaryl 150 mg skeiðarstíll, Pevaryl Depot 150 mg skeiðarstíll og Pevaryl 1% krem (í samsettum pakkningum) (innihalda econazolnítrat) eru breiðvirk sveppalyf við sveppasýkingum í leggöngum (leggangabólga og skapabólga af
völdum gersveppa). Skammtar: Einn skeiðarstíll hátt í leggöng að kvöldi fyrir svefn, 3 daga í röð (Pevaryl skeiðarstíll) eða einu sinni (Pevaryl Depot skeiðarstíll). Krem: Berist á svæðið í kringum leggangaop og endaþarmsop 2 3
á dag. Meðferð á að vara í 3 daga eftir að óþægindi eru horfin. Meðhöndlun maka: Þvoið reður og forhúð og berið kremið á tvisvar á dag þar til óþægindi hverfa og í 3 daga eftir það. Þungaðar konur ættu að þvo hendur vandlega
fyrir notkun skeiðarstíla. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð: Pevaryl og Pevaryl Depot má ekki nota samhliða annarri meðferð í eða á kynfærum. Ef fram koma merki um ertingu
eða ofnæmi skal hætta meðferð. Pevaryl krem inniheldur bensósýru sem getur haft væg ertandi áhrif á húð, augu og slímhúðir og bútýlhýdroxýanisól sem getur valdið staðbundnum aukaverkunum í húð (snertiexemi) eða haft
ertandi áhrif á augu og slímhúð. Pevaryl skeiðarstílar innihalda efni í olíugrunni sem getur haft áhrif á og dregið úr öryggi latexhetta og latexverja. Ekki skal nota lyfin samtímis slíkum verjum. Þeir sem nota sæðisdrepandi lyf
skulu ráðfæra sig við lækni, þar sem staðbundin meðferð í leggöngum getur gert sæðisdrepandi lyf óvirkt. Meðganga / brjóstagjöf: Pevaryl má ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema skv. læknisráði. Nota má Pevaryl á
öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur fyrir móður vegur þyngra en möguleg hætta fyrir fóstrið. Ekki er þekkt hvort econazolnítrat berst í brjóstamjólk. Gæta skal varúðar við notkun Pevaryl hjá konum
með barn á brjósti. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Sweden AB. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000