Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 86
Söngskólinn í Reykjavík Fyrsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 7. september 2015 og lýkur 23. október. Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag SÖNGNÁMSKEIÐ Nánari upplýsingar www.songskolinn.is / ☎ 552-7366 Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! • Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk • Kennslutímar: Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar • Söngtækni: Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur • Tónmennt: Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur ✿ Útbreiðsla íslams ríkjaskipan 632 Illugi Jökulsson rekur kenn- ingar um aldur Kóransins í tilefni af fundi ævagamals handritsbúts í Birmingham. Flækjusaga Mú s l i m a r glöddust í sumar þegar f r æ ð i m e n n tilkynntu að þeir hefðu fundið í gömlu skinnhandriti í Birmingham svolítinn kafla úr Kóraninum, trúarriti múslima, sem kolefnagreining hefði kveðið á um að væri skrifaður á ár- unum 568-645. Þessi fundur var talinn draga endanlega tennurnar úr fræði- mönnum og rithöfundum sem hafa fáeinir varpað fram efasemdum um að Kóraninn sé allur þar sem hann er séð- ur, eða að hann sé að öllu leyti kominn frá Múhameð. Að sumu leyti átti gleðin fullkom- lega rétt á sér. En þó kveikir handrita- fundurinn um leið aðrar og óvæntar spurningar, sem flókið gæti reynst að svara. Gríðarleg útrás múslima Ævi Múhameðs var ekki skráð fyrr en tvö til þrjú hundruð árum eftir að hann dó. Þá höfðu verið á kreiki mismunandi útgáfur af lífshlaupi hans en fljótlega komust íslamskir fræðimenn þó að niðurstöðu um hver væri hin rétta og áreiðanlega útgáfa. Samkvæmt henni fæddist Múhameð um 570 og var kaup- maður í Mekka. Um fertugt, eða um 610, fór hann að fá trúarlegar vitranir þar sem erkiengillinn Gabríel upplýsti hann um vilja og eðli hins eina guðs, Allah. Í fyrstu var Múhameð ekki viss um hvað þessar vitranir ættu að þýða og fór leynt með þær, en eftir nokkur ár gerðist hann innblásinn spámaður þess boðskaps sem Gabríel bar honum. Hann eignaðist fylgismenn en kom líka valdastéttum Mekka upp á móti sér svo árið 622 kom hann sér upp bækistöðvum í bænum Jaþrib, síðar nefndur Medína. Þaðan herjaði Mú- hameð á Mekka um leið og boðskap- ur hans náði æ meiri fótfestu meðal Araba á Arabíuskaga. Árið 630 náðu Múhameð og menn hans yfirráðum í Mekka en tveimur árum seinna dó spámaðurinn. Arftakar hans nefnd- ust kalífar og örfáum árum eftir and- látið hófst gríðarleg útrás arabískra hersveita og náðu þær á skömmum tíma að knésetja stórveldin sem bitist höfðu um yfirráðin í Miðausturlönd- um, Persíu og Býsansríkið, arftaka Rómaveldis í austri. Ríki Persa hrundi en Býsans var upp frá því ekki svipur hjá sjón. Samkvæmt hefðbundinni sögu- skoðun unnu Arabar þessa miklu sigra eldmóðir af spádómum Múhameðs og hinni nýju trú sem á þeim var reist. Múhameð sjálfur var sagður ólæs og óskrifandi en fylgismenn hans skráðu niður frásagnir hans af vitr- unum sínum og í fyrstu páruðu menn orð spámannsins niður á hvaðeina sem hendi var næst: bein, leirtöflur, pálma- viðarblöð. Margir lærðu þó vitranir Múhameðs einfaldlega utanbókar. Skömmu eftir andlát Múhameðs 632 féllu í orrustu nokkrir baráttu- félagar hans sem kunnað höfðu vitran- irnar orðréttar og þá ákvað kalífinn Abu Bakr að safna saman öllu því sem skráð hefði verið eftir spámanninum, svo það glataðist ekki. Rétt upp úr 650 var athygli þriðja kalífans, Usmans, svo vakin á því að nokkurt misræmi væri stundum á milli ólíkra útgáfa af þeirri bók sem þá var að verða til og kallaðist Kóran. Usman lét því skrifa upp eina og sanna útgáfu og þvínæst voru öll önnur og eldri skrif brennd. Þannig var tryggt að aðeins ein og kórrétt útgáfa af vitr- unum Múhameðs væri til. Spurningum hreyft Frásagnir af þessari tilorðningu Kór- ansins, rétt eins og ævi Múhameðs, voru ekki skráðar fyrr en alllöngu síðar en þær þóttu svo trúverðugar að lítt var efast um þær fram á þennan dag. Frá og með upplýsingunni í Evrópu tóku fræðimenn í kristnum löndum að skoða sína Biblíu afar gagnrýnum augum, einkum frá sagnfræðilegum sjónarhóli, en Kóraninn hefur enn ekki þurft að þola jafn harkalega gagnrýni í löndum múslima. Vestrænir fræði- menn hafa heldur ekki sinnt viðfangs- efninu að ráði, kannski af tillitssemi við múslima sem leggja mikið upp úr sann- leika Kóransins. En þó hefur spurning- um verið hreyft, og á síðustu áratugum hafa nokkrir fræðimenn þróað nýjar hugmyndir um uppruna íslams. Þeir eru ekki endilega sammála um allt en í mjög grófum dráttum ganga hugmynd- irnar út á að þvert gegn hefðbundinni söguskoðun hafi trúarlegur eldmóður vegna vitrana Múhameðs ekki verið sá drifkraftur sem gerði Aröbum kleift að hernema Miðausturlönd á skömmum tíma. Þeir hafi einfaldlega gengið á lagið þegar stórveldi Persa og Býsansmanna voru bæði á kné komin eftir langt og blóðugt stríð sín á milli. En mörgum áratugum eftir að Arabar lögðu undir sig hin miklu land- flæmi allt frá Atlantshafi til Afganistans þá hafi hins vegar verið útlit fyrir að sigurvegararnir gætu horfið í fjölmenn- ingarhafið í þeim mörgu og fjölmennu löndum er þeir höfðu lagt undir sig. Slíkt gerðist iðulega þegar fámennar herskáar þjóðir lögðu undir sig gamal- gróin og fjölmenn menningarríki. Arabar hafi þá útbúið snjallan mótleik og umbreytt hernámi sínu í „heilagt stríð“ sem hefði bæði menningarlega og trúarlega merkingu. Þetta hafi þeir gert með því að móta ný trúarbrögð sem bundin væru þeim sjálfum, þeirra sögu og þeirra tungumáli. Svo vel hafi þetta lukkast að innan skamms hafi íbúar flestra hernumdu þjóðanna talið sér akk í því að gerast í raun arabískir og tekið hina nýju trú og jafnframt farið að tala arabísku sem var mál trúarinnar. Samkvæmt þessum kenningum komu hernaðarsigrarnir sem sé fyrst, síðan voru trúarbrögðin smíðuð til að réttlæta hernaðinn og skjóta stoðum undir sigrana – en ekki öfugt eins og hin hefðbundna söguskoðun segir. Og hráefnið í trúarbrögðin var, samkvæmt algengustu gerð þessara kenninga, sótt til trúarlegra hugmynda sem á kreiki voru í Sýrlandi og Jórdaníu (sem nú heitir) og voru afbrigði Gyðingdóms. Nú er það auðvitað augljóst og ekk- ert farið í felur með það að Kóraninn sækir mjög margt til Gyðingdóms, en útgangspunkturinn samkvæmt íslam var þó prédikun Múhameðs sem hann fékk beint frá Allah. En eigi kenningin sér fót þá var þáttur Múhameðs annað- hvort ýktur eða hreinlega fundinn upp seinna meir. Lítið minnst á Múhameð? Kenningar af þessu tagi styðjast við ýmsar vísbendingar, að mat kenn- ingasmiðanna, og þá ekki síst að í arab ískum samtímaheimildum virð- ist lítt eða ekki vera minnst á Múham- eð fyrr en löngu eftir sigrana miklu, sem þó áttu að hafa verið unnir í hans nafni. En rétt er og skylt að geta þess að þeir sagnfræðingar sem aðhyllast hina hefðbundnu söguskoðun, sem og múslimar sem vilja trúa á sann- leika Kóransins og söguhefðar íslams, álíta að þeir hafi nú þegar hrakið þessar kenningar mjög skilmerkilega. Þeir hafa þar sannarlega sitthvað til síns máls – endurskoðunarsinnum hefur gengið illa að finna haldbær rök máli sínu til stuðnings. Og fundurinn í Birmingham töldu ýmsir fræðimenn að væri síðasti naglinn í líkkistu end- urskoðunarsinna. Sá bútur úr Kóran- inum sem þar fannst sýni svo ekki verði um villst að Kóraninn hafi vissu- lega verið skrifaður svo snemma sem hefðin greinir, en ekki löngu seinna. En þá standa menn frammi fyrir öðru vandamáli. Kolefnisgreiningin segir handritið hafa verið skrifað ein- hvern tíma á árabilinu 568 til 645 og það er eiginlega of snemmt! Það er vægast sagt erfitt að koma því heim og saman að þetta handrit hafi verið hluti af þeim Kóran sem Usman lét taka saman. Og jafnvel erfitt að koma því heim og saman við ártölin á æviferli Múhameðs. Og viti menn – í Sanaa í Jemen hafa líka fundist slitur úr Kóraninum sem hafa verið kolefnis greindar til árabilsins 433- 599. Sem sagt áður en Múhameð fékk vitrun sína. Ónákvæm kolefnisgreining? Það er auðvitað ákveðið vandamál. Hver getur skýringin verið? Að rit sem seinna voru tekin saman í Kóraninn hafi verið til jafnvel alllöngu fyrir hefð- bundna daga Múhameðs, en annað- hvort hann eða hreinlega arabískir landvinningamenn hafi svo tekið þau til handargagns? Að Múhameð hafi fengið sínar vitranir fyrr en hefðbundin rímfræði telur? Það gæti verið, en þá teygist vissulega svolítið á sambandi vitrananna annars vegar og sigurgöngu Araba hins vegar. Ónákvæmni í kol- efnis greiningu? Það getur reyndar vel átt sér stað. Þau vísindi eru langt í frá fullkomin, en þó minnka líkurnar á rangri mælinganiðurstöðu eftir því sem fleiri mjög gömul handrit finnast. MúhaMeð sjálfur var sagður ólæs og óskrifandi en fylgisMenn hans skráðu niður frásagnir hans af vitrunuM sínuM og í fyrstu páruðu Menn orð spáMannsins niður á hvaðeina seM hendi var næst: bein, leirtöflur, pálMaviðarblöð. 2 9 . á g Ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R34 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.