Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 6
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA
897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS
Hefst 3. september
Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug
AQUA FITNESS
Hefst 7. september
BAKLEIKFIMI &
AQUA FITNESS
UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA
Í GRENSÁSLAUG, GRENSÁSVEGI 62.
Upplýsingar og skráning
á www.bakleikfimi.is
Fjórar sýningar að eigin vali
á besta verðinu.
Áskriftarkort
Borgarleikhússins
Vertu með
í vetur!
Miðasala
568 8000 | borgarleikhus.is
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Tjakkar á góðu verði
EP Pallettu-tjakkur
2 tonna lyftigeta
38.900
með PU hjólum kr 39.900
Rafmagnstjakkur 1,5 tonn
345.900
Galvaniseraður tjakkur
84.900
Palestínskur mótmælandi hendir stein í ísraelska vinnuvél eftir að mótmæli brutust út í Qadomem, nærri
borginni Nablus á Vesturbakkanum. Sjö Palestínumenn særðust í átökunum. Fréttablaðið/EPA
Ófriðurinn á Vesturbakkanum
Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnsl
an og Samherji, þrjú af stærstu sjávar
útvegsfyrirtækjunum, högnuðust sam
tals um 22 milljarða króna á síðasta ári.
Hagnaður Samherja var mestur, eða
rúmir 11 milljarðar króna, en um helm
ingur starfsemi Samherja er á erlendri
grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu
nema 1,4 milljörðum króna.
Síldarvinnslan hagnaðist næstmest,
eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins
meira en árið 2013 þegar hagnaður var
5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrir
tækisins námu 21,4 milljörðum króna
og rekstrargjöld 14,1 milljarði.
HB Grandi hagnaðist um 5,3
milljarða króna á gengi dagsins í dag,
en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið
greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta
árs. HB Grandi hefur einnig skilað upp
gjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en
hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli
ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á
fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4
milljarða á fyrri hluta ársins 2014.
Öll félögin gera erfiðar útflutnings
horfur í uppsjávarafurðum að umtals
efni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan
frestaði arðgreiðslum vegna innflutn
ingsbanns Rússa en um 40 prósent
uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar
hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi
gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins
vegna innflutningsbannsins verði á
annan milljarð króna. Samherji seg
ist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta
milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan
séu markaðir fyrir uppsjávarafurðir í
Úkraínu erfiðir og útflutningur hafi
dregist saman. Þá hafi annað olíu
útflutningsríki, Nígería, komið á inn
flutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts.
Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa
lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Sam
herji hyggst kaupa sex ný fiskiskip
sem kosta eiga nærri 25 milljarða.
Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur
skip í Tyrklandi til viðbótar við togar
ann Venus sem kom til landsins í vor.
Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða
króna.
Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða
fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti
aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnar
firði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðis
firði. Auk þess keypti Síldarvinnslan
nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi
og reisti þúsund fermetra hús sem
lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu
félagsins. ingvar@frettabladid.is
Högnuðust um
22 milljarða í fyrra
Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi högnuðust samtals um 22 milljarða
króna á síðasta ári. Fyrirtækin segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar
innflutningsbanns Rússa. Tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan í greininni.
Ásbjörn RE í Reykjavíkurhöfn. HB Grandi hyggst leggjast í endurnýjun skipaflotans
fyrir 14 milljarða króna með fimm nýjum skipum. Fréttablaðið/GVA
2 9 . á g ú S t 2 0 1 5 L a u g a r D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð