Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 40
Fólk| helgin Jón Hilmar Kárason tónlistarmaður var með óhefðbundna gítarkennslu fyrir byrjendur í vikunni en kennslan fór fram á YouTube. Hann veit ekki til þess að það hafi verið gert hér á landi áður en námskeiðið var þátttakendum að kostn- aðarlausu. „Ég fékk þessa hugmynd um daginn, bjó til viðburð á Facebook og svo þróaðist þetta. Ég hef verið með fullt af hefðbundnari námskeiðum í gegnum tíðina, meðal annars gítarnámskeið fyrir fullorðna út um allt hér á Austurlandi þar sem ég var að þvælast á milli staða. Mér datt því í hug að ég myndi sleppa við þennan þvæling ef ég gerði þetta á net- inu,“ segir Jón Hilmar. Smá StreSS í byrJun Rúmlega hundrað manns skráðu sig á póstlista námskeiðsins og fengu þeir gítar- bók til að nota við kennsluna. Jón Hilmar segir þessa aðferð við gítarkennslu vera öðruvísi upplifun fyrir sig sem kennara og viðurkennir að hafa verið svolítið stress- aður áður en námskeiðið byrjaði. „Ég vissi ekki hvernig þetta myndi ganga en svo kom þetta bara, ég datt í gírinn þegar ég byrjaði. Þegar ég dett í kennslugírinn þá flæðir upp úr mér og þegar ég slökkti á myndavélinni eftir námskeiðið og hugs- aði til baka þá mundi ég ekki nákvæmlega hvað ég sagði,“ segir hann og brosir. Hann veit þó að hann fór yfir það sem hann hef- ur hingað til verið að kenna byrjendum. „Ég reyndi að koma fólki af stað, kenndi þeim hefðbundin grip og gaf ráð um það hvernig á að vera í hljómsveit. Það geta nefnilega allir verið í hljómsveit ef þeir nenna að æfa sig á gítarinn.“ áframhald á námSkeiðum Viðbrögð við námskeiðinu voru mjög góð og hafa margir sett sig í samband við Jón Hilmar og hyggja á frekara nám hjá honum. „Það var þarna fullt af fólk sem tók upp gítarinn aftur eftir tuttugu ára hlé. Og fólk er ánægt með framsetningu námskeiðsins. Það er oft þannig í byrj- endamyndböndum að farið er of geyst í hlutina. Kennarinn þarf að geta sett sig í spor byrjandans og það er kannski það erfiðasta við kennsluna.“ Gítarkennarinn hyggur á alls kyns nám- skeiðshald í vetur. „Ég hef sankað að mér ýmsu sem ég get kennt en það er spurning í hvaða farveg ég læt námskeiðin fara. Þeir sem eru á póstlistanum mínum koma alltaf til með að fá eitthvert efni. Svo bý ég eflaust til eitthvað stærra námskeið,“ segir hann. „allt-öðruvíSi tónleikar“ Jón Hilmar hefur verið lengi í tónlistar- bransanum og hefur haft mörg járn í eldinum að undanförnu. „Ég hef mikið verið í ballbransanum. Ég tók svo við skipulagningu Jazzhátíðar Egilsstaða nú í sumar af Árna Ísleifssyni en hátíðin er elsta jazzhátíð á landinu. Í sumar var ég líka í öðru mjög spennandi verkefni sem kallast „Allt-öðruvísi tónleikar“. „Allt- öðruvísi tónleikar“ storka hinu hefð- bundna tónleikaformi sem við erum svo vön. Einn vinur minn sagði alltaf „fólk sér betur en það heyrir“ og það getur breytt upplifun okkar af tónlist og listviðburð- um. Við dæmum nefnilega svo mikið með augunum. Á „Allt-öðruvísi tónleikum“ er bundið fyrir augun á gestum tónleik- anna. Þessi óvenjulega nálgun gefur lista- mönnunum frelsi til að koma tónleika- gestum á óvart því engir fordómar lita upplifun þess sem ekki sér. Þá eru gestir bara í tónlistinni og lögunum. Þetta hefur komið vel út og er vaxandi verkefni sem ég er spenntur að sjá hvert fer. Þetta er ein af þessum hugmyndum sem er fyrir framan augun á öllum tónlistarmönnum en ekki allir kveikja á að framkvæma,“ segir Jón Hilmar. Plata í fæðingu Auk alls þessa hefur Jón Hilmar staðið fyrir hljómsveitarnámskeiðum fyrir krakka á Austurlandi sem hann segir hafa verið mjög skemmtilegt. „Krakkarnir hafa komið fram með einhverjum þekktum tónlistar- manni að námskeiði loknu og til dæmis hafa Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún komið til okkar. Svo má ekki gleyma að ég er í hljómsveitinni Dútli og við erum að taka upp okkar fyrstu plötu,“ segir hann glaður í bragði. nliljabjork@365.is óhefðbundnir tónleikar „Allt-öðruvísi tónleikar“ storka hinu hefð- bundna tónleikaformi sem við erum svo vön. Einn vinur minn sagði alltaf „fólk sér betur en það heyrir” og það getur breytt upplifun okkar af tónlist og listviðburðum. Við dæmum nefnilega svo mikið með augunum. Á „Allt-öðruvísi“ tónleikum er bundið fyrir augun á gestum tónleikanna. Þessi óvenjulega nálgun gefur listamönn- unum frelsi til að koma tónleikagest- um á óvart því engir fordómar lita upplif- un þess sem ekki sér. Þá eru gestir bara í tónlistinni og lögunum.” allir geta verið í hlJómSveit fJölhæfur Mörg járn eru í eldinum hjá tónlistarmanninum Jóni Hilmari Kárasyni. Hann var nýlega með ókeypis gítarkennslu fyrir byrjendur á YouTube. Auk þess heldur hann reglulega hljómsveitarnámskeið fyrir krakka og er sjálfur í hljómsveitinni Dútl. kennari Jón Hilmar kenndi rúmlega hundrað byrjendum á gítar í vikunni. Mynd/GuðJón BirGir JóHannsson Fæst í apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en b ev .i s - U m b o ð : v it ex e h f Friðsælar nætur Streitulausir dagar Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Vísindaleg sönnun á virkni http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/16053244 http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18066139 Melatónin Náttúrulegt Upplýsingasími 896 6949 og www.vitex.is ZenBev Triptófan úr graskersfræjum Upplýsingar www.SUPERBEETS.is vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa Nýsköpunarmiðstöð Íslands NO. - 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Betri heilsa Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.