Fréttablaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 36
Talsverð vinna og rask fylgir því að skipta um gólfefni en að verki loknu hafa híbýlin gerbreyst til hins
betra. Umfang þess gólfefnis sem rifið er
af kemur oft á óvart. Gera þarf ráð fyrir
einhverjum kostnaði við förgun eða leita
annarra leiða.
Förgun:
Gegnheilt parket er hægt að fara með í
Sorpu í Gufunesi. Þar kostar 4.37 krónur
á kílóið Plastparket kostar 15,50 krónur.
Gegnheila parketið er endurnýtt. Það
er sent upp í málmblendiverksmiðjuna á
Grundartanga sem timbur, þar sem það
er notað sem kolefnisgjafi.
Plastparketið er ekki endurnýtt og er
urðað.
Einnig er hægt að fara með parketið
á næstu endurvinnslustöð og þá þarf að
greiða 4.200 krónur fyrir rúmmetrann,
hvort sem það er gegnheilt parket eða
plastparket. Á endurvinnslustöðvarnar
má þó einungis koma með tvo rúmmetra
að hámarki.
Endurnýtt í annað:
Oft er hluti gamla parketsins vel nýti-
legur til dæmis í smærri rými eða í
tímabundin verkefni. Leikhópar gætu
nýtt notað parket í leikmyndir og þá gæti
handlaginn smíðað úr því tréhús eða
kofa fyrir krakkana.
Selt og gefið:
Margir auglýsa gamla parketið til sölu
á netinu. Með einfaldri leit fundust þó
nokkrar auglýsingar á Bland.is um notað
parket og var oftast beðið um tilboð. Í aug-
lýsinguna ætti að setja inn nokkrar mynd-
ir af parketinu og upplýsingar um tegund,
þykkt, aldur og ástand. Heiðarlegast er að
taka fram ef parketið er mikið rispað og
jafnvel birta myndir af skemmdum.
Þá er auðvitað hægt að gefa parketið
og auglýsa það til dæmis á Facebook. Þá
er nokkuð öruggt að losna hratt við það
úr bílskúrnum. Það mætti jafnvel aug-
lýsa það gefins gegn því að sá sem þigg-
ur það sjái um að rífa það af gólfinu, vilji
fólk spara sér vinnu.
Hvað á að gera við gamla parketið?
Talsverð vinna og rask fylgir því að skipta um gólfefni en að verki loknu hafa híbýlin gerbreyst til hins betra. Umfang þess góflefnis
sem rifið er af kemur oft á óvart. Gera þarf ráð fyrir einhverjum kostnaði við förgun eða leita annarra leiða.
Gamalt parket gæti vel nýst sem efniviður í trjáhús fyrir krakkana. Gera þarf ráð fyrir kostnaði við förgun á gömlu parketi eða leita annarra leiða til að losna við það.
Parket var fyrst notað sem gólfefni á íbúðarhúsnæði á seinni hluta sautj-
ándu aldar í Frakklandi. Aðeins þeir allra ríkustu höfðu efni á að hafa gegn-
heila planka á gólfunum þar sem þeir voru handgerðir og mjög dýrir.
Á átjándu og nítjándu öld var gegnheilt plankaparket ansi massíft, tveggja
og hálfs sentimetra þykkt, að minnsta kosti 250 sentimetrar á lengd og
rúmlega sex til átta sentimetra breitt. Sumir plankarnir voru helmingi
lengri. Þeir þurftu að vera massífir vegna þess að ekkert undirgólf var
notað.
Eftir að rafknúin tæki til að pússa parket komu til sögunnar eftir 1920
var hægt að gera harðviðargólfin jafnari og betur slípuð. Fyrir þann tíma
voru gólfin pússuð þannig að sköfublöð voru dregin eftir þeim
Á fimmta áratugnum krafðist parketlagning mikillar vinnu. Fagmenn
þurfti til að leggja það, pússa og svo þurfti að setja á það tvær umferðir af
límefni og vaxi (sem notað var þar til á sjötta áratugnum þar til skipt var
yfir í lakk og pólýúretan). Einnig þurfti að vaxbera parketgólfin vikulega.
Á sjöunda áratugnum fækkaði parketlögðum gólfum til muna í Banda-
ríkjunum þegar heimiliseigendum var heimilað að leggja teppi á gólfin í
nýkeyptum húsum sínum og kostnaðurinn við það varð hluti af húsnæð-
islánum þeirra. Bæði eigendur og verktakar sneru frá því að nota dýr og
vinnufrek harðviðargólfefni og sneru sér að notkun ódýrra teppa sem voru
mun auðveldari í ásetningu. Þetta var meginástæða hnignunar parketgeir-
ans þar í landi sem varði allt þar til um miðjan níunda áratuginn.
Upphaflega aðeins fyrir þá ríku
BEINT FRÁ VERKSMIÐJU
okkar eigin framleiðsla
hágæða
PLANKAPARKET
ENGIR MILLILIÐIR
LÆGRA VERÐ
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is
ENGIR MILLILIÐIR
LÆGRA VERÐ
BEINT FRÁ VERKSMIÐJU
okkar eigin framleiðsla
hágæða
PLANKAPARKET
Kynning − auglýsing 29. áGúst 2015 LAUGARDAGUR6 Parket