Morgunblaðið - 03.09.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.09.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Blái herinn hefur hreinsað nærri 30 tonn af rusli úr fjörum landsins það sem af er ári með dyggri aðstoð sjálf- boðaliða. Á dagskrá er strandhreinsun með bandaríska sendiráðinu í Sandvík á Reykjanesi 13. september og er fólk beðið um að skrá þátttöku á reykja- vikprotocol@state.gov. Einnig er unnið að undirbúningi strandhreins- unar friðlandsins í Akurey á Kolla- firði á Alheimshreinsunardeginum 21. september. Umhverfisstofnun (UST) hefur veitt Bláa hernum leyfi til að hreinsa friðlandið og eins hefur fengist leyfi frá Reykjavíkurborg. Samkvæmt bréfi UST koma Blái her- inn, Faxaflóahafnir, Björgunarsveitin Ársæll, Special Tours, Whale Safari og Reykjavíkurborg að verkefninu. Gert er ráð fyrir að 5-15 manns vinni að hreinsuninni í nokkrar klukku- stundir þennan eina dag. Ruslið verð- ur flutt í land. Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins, sagði að þau væru í alþjóða- samtökum sem skipuleggja Al- þjóðahreinsunardaginn. „Þá eru þjóðir heimsins hvattar til að tína rusl í nærumhverfi sínu,“ sagði Tómas. Hann sagði að Blái herinn hefði ákveðið að hreinsa til í eyjum á Kolla- firði og væri að leita stuðnings til þess. Lögð verður áhersla á Akurey og Engey að þessu sinni. Akurey er friðuð og eyjarnar viðkvæmar og ekki hægt að hleypa hverjum sem er þangað. Fólk er hvatt til að hreinsa nærumhverfi sitt á Alþjóðahreins- unardeginum 21. september. Nærri þrjátíu tonn af rusli „Við vorum um helgina í austan- verðri Herdísarvík með starfsfólki Hampiðjunnar og hreinsuðum upp tæp tvö tonn af drasli,“ sagði Tómas. Hann sagði það færast í vöxt að starfsfólk fyrirtækja gæfi sér tíma til að hreinsa fjörur. Nýlega naut Blái herinn aðstoðar sundhópsins Mar- glyttnanna og fjölda sjálfboðaliða við að hreinsa Mölvík við Grindavík. Marglytturnar ætla að synda yfir Ermarsund og safna áheitum sem renna til starfs Bláa hersins, eins og sjá má á Facebook-síðu þeirra. „Þetta er mest rusl frá útgerðinni, svona 80% af því sem við höfum hreinsað á Reykjanesskaga er neta- dræsur, kaðlar og tóg. Svo kemur líka mikið plast, matarílát og umbúðir af öllu tagi. Auk þess er annað drasl. Allt sem mannskepnan framleiðir endar uppi í fjöru,“ sagði Tómas. Nærri 30 tonn af rusli úr fjörunum  Blái herinn hefur unnið víða að hreinsun stranda  Sandvík á Reykjanesi og Akurey á Kollafirði eru á dagskrá  Alheimshreinsunardagurinn er 21. september og þá er fólk hvatt til að hreinsa til Ljósmynd/Blái herinn Herdísarvík Starfsmenn Hampiðjunnar lögðu Bláa hernum nýlega lið við að hreinsa rusl úr fjörunni. Margt rekur á fjörur landsins og er plast og önnur gerviefni mjög stór hluti ruslsins sem Blái herinn hefur fjarlægt. Ólafur Bernódusson Skagaströnd Á 200 ára afmæli Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara á dögunum af- hjúpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lágmynd eftir Helga Gíslason myndhöggvara af Jóni við Spákonufellshöfða á Skagaströnd. Það verður að teljast hápunktur tveggja daga hátíðahalda til minn- ingar um þennan merka mann sem Jón var. Hátíðahöldin hófust með guðs- þjónustu á fæðingarstað Jóns á Hofi í Skagabyggð. Í messunni var fylgt þeim hefðum sem tíðkuðust á þeim tímum sem Jón dvaldi þar. Síðan afhjúpaði Dagný Úlfarsdóttir, oddviti Skagabyggðar, söguskilti við félagsheimili sveitarinnar, Skagabúð, sem stendur í túnfæt- inum á Hofi. Að því loknu var öllum viðstöddum boðið upp á súpu og brauð í Skagabúð og á meðan fólk gerði sér gott af veitingunum hélt dr. Vilhelm Vilhelmsson fróðlegt er- indi um vandalausa stúlku sem bjó á Hofi samtíða Jóni. Fullur salur af fólki Að máltíð lokinni var haldið til Skagastrandar þar sem fram fór málþing um Jón Árnason, ævi hans og störf. Eftir að Dagný Úlfars- dóttir hafði boðið fólk velkomið hélt forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, fyrsta erindið og fjallaði m.a. um nauðsyn þess að halda þjóð- legum arfi okkar til haga. Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur hjá stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum, kom næst og flutti erindi um Jón Árnason, ævi hans og störf. Þar á eftir kom í pontu sveitungi Jóns, Kristján Sveinsson sagnfræðingur frá Tjörn á Skaga. Hann nefndi erindi sitt „Þjóðsögurnar í Skagabyggð“ og ræddi vítt og breitt um það efni. Lokaerindið á málþinginu var í höndum dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarð- ardóttur, þar sem hún fjallaði um þjóðsögurnar í hugum Íslendinga. Góður rómur var gerður að öllum erindunum á málþinginu af fullum sal af fólki sem fylgdist áhugasamt með. Milli atriða var tónlistar- flutningur í höndum heimamanna á Skagaströnd undir stjórn Hugrúnar S. Hallgrímsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu. Lágmynd um líf og starf Jóns Að málþinginu og kaffidrykkju lokinni var haldið að Tjaldklauf í Spákonufellshöfða þar sem Guðni forseti afhjúpaði lágmynd af Jóni Árnasyni eftir að oddviti sveitar- stjórnar á Skagaströnd, Halldór Gunnar Ólafsson, hafði flutt stutt ávarp. Lágmyndin er á mannhæð- arhárri stálplötu sem í eru greypt ýmis tákn, sem að sögn Helga Gíslasonar höfundar verksins, eiga að tákna líf og starf Jóns Árnas- onar. Þegar athöfninni við lágmyndina lauk var boðið til móttöku hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra á Skagaströnd. Þar fluttu stutt ávörp dr. Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rann- sóknarsetursins og Ingibjörg Stein- unn Sverrisdóttir landsbókavörður, sem opnaði sögusýningu um Jón í húsnæði Rannsóknarsetursins við þetta tækifæri. Starfshópurinn sem undirbjó dagskráratriðin til minningar um Jón Árnason var undir forystu Ingibjargar Steinunnar Sverris- dóttur landsbókavarðar. Forsætis- ráðuneytið og mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið styrktu verk- efnið auk Landsbókasafns, Árna- stofnunar og fleiri aðila. Minntust 200 ára afmæl- is þjóðsagnasafnara  Söguskilti og lágmynd af Jóni Árnasyni afhjúpuð við Skagaströnd  Forseti Íslands flutti erindi á málþingi Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Lágmynd Helgi Gíslason myndhöggvari útskýrir listaverk sitt fyrir forsetanum og öðrum áheyrendum á staðnum að afhjúpun lokinni. Prestssonurinn Jón Árnason fæddist á Hofi á Skaga 17. ágúst 1819 og dvaldist þar fyrstu sex ár ævinnar eða þar til faðir hans, séra Árni Ill- ugason, lést. Eftir það þvældist Jón með móður sinni, Steinunni Ólafsdóttur, á nokkra bæi í sýslunni þar til hann fór til hálfbróður síns suður á land. Hann var síðan settur til mennta og varð stúdent frá Bessastaða- skóla. Eftir það gerðist hann bókavörður, fyrst við Stifts- bókasafnið og eftir að því var breytt í Landsbókasafn varð hann fyrsti landsbókavörður Íslands. Einnig var hann fyrsti forstöðumaður Forn- gripasafns Íslands, sem síðar varð Þjóðminjasafn Íslands. Hann var biskupsritari um tíma og kennari við Lærða skólann ásamt því að hafa umsjón með fjármálum skól- ans. Þrátt fyrir þessi merku störf er Jón þó aðallega þekktur fyrir stórvirki sitt „Íslenskar þjóð- sögur og æfintýri“ sem komu út í tveimur bindum á árunum 1862 til 1864. Hann safnaði sögum alveg frá bernsku en hóf skipulega söfn- un og skráningu á þjóðsögum, æv- intýrum og þulum 1845 í samvinnu við Magnús Grímsson félaga sinn. Þeir gáfu út saman lítið safn árið 1852 sem bar heitið „Íslensk æv- intýri“. Magnús lést 1860 þannig að það lenti á Jóni að fylgja eftir verki þeirra félaga og koma því í útgáfu. Hvatning frá Maurer Það var ekki hvað síst fyrir atbeina þýska prófessorsins Konrad von Maurer að hægt var að gefa þetta mikla verk út. Maurer kom til landsins árið 1858 og hvatti hann Jón mjög til áframhaldandi söfn- unar. Þjóðsögunum var síðan kom- ið til prentunar í Leipzig með lið- sinni Maurer, sem fylgdist þar með útgáfunni. Kona Jóns var Katrín Þorvalds- dóttir Sívertsen og eignuðust þau einn son sem dó ungur. Jón Árna- son lést 4. september 1888, þá farinn að heilsu. Samtíðamenn Jóns lýstu honum sem glaðsinna, hlýlegum og hjálpsömum manni með góða samskiptahæfileika. Þessir eiginleikar hans hafa án efa hjálpað honum við söfnun þjóð- sagnanna. Safnaði sögum frá bernsku ÞJÓÐSAGNARITARINN JÓN ÁRNASON Afkastamikill Jón Árnason frá Hofi á Skaga. Bolir Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 7.900 Str. 42-54

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.