Morgunblaðið - 03.09.2019, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2019
Sú var tíðin að hreppstjórar voru í
hverjum hreppi á Íslandi. Var svo
um aldir. Þeir heyra nú sögunni til.
Áður fyrr önnuðust hreppstjórarnir
ýmis störf í hreppunum. Misvinsæl.
Oft í þegnskylduvinnu. Þeir voru
fulltrúar sýslumanns. Lögreglu-
stjórar, eða sériffar á erlendu máli,
hver í sínum hreppi. Þeir höfðu aldr-
ei stjörnu í barmi, en hreppstjóra-
húfu áttu þeir sumir.
Nýlega komst sú hugmynd á
kreik hjá nokkrum spekingum hér
fyrir vestan að rétt væri að endur-
vekja hreppstjórana á landsbyggð-
inni. En til hvers? Jú, aðallega til að
aðstoða og leiðbeina erlendum
ferðamönnum. Ekki virðist nú veita
af. Hvað þeir mega gera og hvað
ekki. Verkefnin óteljandi.
Hæft fólk af báðum kynjum
Vestfirsku spekingarnir segja:
Nýju hreppstjórarnir verði nokk-
urs konar svæðisumsjónarmenn.
Með lögregluvald samkvæmt erind-
isbréfi. Gjörkunnugir og hæfir
menn af báðum kynjum yrðu ráðnir
í starfið eftir auglýsingu þar um.
Lögregla, landverðir og hrepp-
stjórar myndu vinna náið saman.
Vel má hugsa sér að ferðamanna-
hreppstjórarnir yrðu 100 talsins. En
auðvitað væri rétt að þeir yrðu ekki
nema 20 til að byrja með til að sjá
hvort eitthvert vit sé í þessari hug-
mynd. Við Íslendingar erum nú ekki
vanir að reisa okkur hurðarás um
öxl!
Þar sem fáir ferðamenn eru á
vetrum gætu þessir kappar sinnt
ýmsum störfum öðrum fyrir sam-
félagið. Þar kemur margt til greina
svo sem eins og að hjálpa fólki til
sjálfshjálpar. Tala við þá sem hírast
einir. Og kannski talað við ung-
lingana um eiturlyfjahelvítið. Lög-
reglustjórar eða sýslumenn yrðu yf-
irmenn þeirra. Þeir væru ekki með
byssur við lendar eins og sheriff-
arnir í villta vestrinu. Nei, en lög-
reglustjörnu hefðu þeir í barmi og
kannski hreppstjórahúfu. Hefðu
heimild til að sekta þá á staðnum
sem ekki virða lög og reglur. Hrepp-
stjórar gætu orðið mjög gagnlegir
og vinalegir tengiliðir við ferðafólk-
ið. Væru til staðar og hefðu kontról
hver á sínu svæði og myndu spara
lögreglunni mörg sporin. Hún hefur
í nógu öðru að snúast. Ferðamenn-
irnir myndu finna að við berum um-
hyggju fyrir þeim og óskum gestum
okkar alls hins besta! Allra hluta
vegna þurfum við reglur sem farið
er eftir í umgengni við Náttúru-
listasalinn Ísland, sem á fáa sína
líka. Enginn mun skilja það betur en
ferðalangurinn.
Hvað kostar í bíó?
Áætlaður kostnaður á ári við 100
hreppstjóraembætti gæti verið einn
milljarður, sem er náttúrlega ágizk-
un. Það yrðu þá 200 milljónir fyrir
þá 20. Og það sem meira er: Er-
lendu ferðamennirnir greiði sjálfir
þann kostnað, sbr. áður birtar til-
lögur okkar og fleiri um Íslands-
gjald. Það ættu allir erlendir ferða-
menn að greiða sem koma til að
skoða Náttúrulistasalinn Ísland. Til
dæmis fimm þúsund krónur á mann
sem fljótlega gæti hækkað í tíu þús-
und. Slíkt gjald myndi sennilega
auka áhugann á Íslandi. Fyrir það
fengju þeir laglega kvittun þar sem
kæmi glöggt fram fyrir hvað þeir
væru að greiða: Ferðamannahrepp-
stjóra, sem yrðu þeim til hjálpar í
fjölmörgum tilvikum og ekki síst að-
stoð björgunarsveita, sem alltaf eru
á vaktinni þeim til björgunar ef á
þarf að halda. Og svo má nefna
ýmsa þjónustu við ferðamennina.
Var einhver að tala um að það vant-
aði salerni? Og síðast en ekki síst:
Framlag þeirra fyrir að fá að skoða
landið. Við spyrjum: Er ekki selt inn
á bíósýningar, svo lítið dæmi sé
nefnt? Hvað kostar inn?
Áætlaður kostnaður við
hreppstjóraembættin
Reiknað er með að kostnaður við
hvert embætti verði um 10 milljónir
kr. á ári. Gömul embætti reist á nýj-
um grunni. Í þau verði ráðnir
samkv. umsóknum, sem áður segir,
menn af báðum kynjum sem gjör-
þekkja allar aðstæður á heimaslóð-
um.
1. Laun hreppstjóra 6.000.000
2. Launatengd gjöld 1.500.000
3. Bílaleigubíll (merktur) 1.500.000
4. Annar kostnaður 1.000.000 =
10.000.000
Þetta eru hugmyndir. Orðin eru
til alls fyrst.
Nú endurreisum
við hreppstjórana
á nýjum grunni
Eftir Hallgrím Sveinsson,
Guðmund Ingvarsson og
Bjarna G. Einarsson
Guðmundur
Ingvarsson
»Nýju hreppstjórarn-
ir verði nokkurs
konar svæðisumsjónar-
menn. Með lögregluvald
samkvæmt erindisbréfi.
Gjörkunnugt og hæft
fólk af báðum kynjum.
Hallgrímur er bókaútgefandi, Guð-
mundur er fv. stððvarstjóri Pósts og
síma á Þingeyri og Bjarni fyrrverandi
útgerðarstjóri KD á Þingeyri.
Hallgrímur
Sveinsson
Bjarni G.
Einarsson
Fyrir undirrituðum
hefur það verið með
ólíkindum hvernig
bullið og ruglið um
ESB-orkupakkana hef-
ur flætt yfir bakkana,
án efnisraka, góðra út-
skýringa eða skiljan-
legs málflutnings.
Það hefur verið talin
fín regla að hugsa og
kynna sér málin fyrst
og tjá sig svo á eftir.
Hér, hins vegar, láta
menn í stórum stíl – líka virð-
ingarverðir menn og að margra mati
góðir og klárir, líka merkir ritstjórar
og fyrrverandi ráðherrar, svo að
ekki sé nú talað um þá, sem hvort
tveggja eru, móðan mása og spara
ekki stóru orðin. Af þekkingarskorti
eða í blekkingaleik. Hástigið næst,
þegar hvort tveggja fer saman.
Þessi mannskapur heldur því
fram að Íslendingar búi yfir gífur-
legri raforku, langt umfram aðra
menn og þjóðir, og að vondir útlend-
ingar og ESB-ræningjar ásælist
þennan mikla auð okkar. Erum við
kannski orkuguðir? Við
erum auðvitað sterk-
astir allra, en erum við
líka orkumestir allra?
Hvað segir kvenfólkið?
Stundum tekst að
koma sannleikanum á
framfæri og verður hér
að neðan reynt að
koma kjarna hans að –
þó þetta verði kannski
bara eins og dropi í
gnauðandi ósann-
indahafið.
„Orkan okkar“, þar
sem nokkrir þeirra
sem fyrirsögnin er
helguð eru samankomnir, segir m.a.
þetta í nýlegri heilsíðuauglýsingu í
blaðinu:
„Við erum mesta raforkuþjóð
heims.“
Þetta myndi auðvitað gera ís-
lenzka raforku merkilega og væri
jafnvel hægt að tala um sérstök auð-
æfi ef þetta væri nú bara raunveru-
legt og satt, en ekki blekking. Hér
gildir auðvitað engin á-mann-regla.
ESB framleiðir (2017)
2.895.917,693 gígawattstundir af raf-
orku á ári. Og, hvað framleiðir Ís-
land? 18.061,163 gígawattstundir.
Íslenzk raforkuframleiðsla er sem
sagt aðeins 0,6% af raforku-fram-
leiðslu ESB. Datt engum í hug að
skoða þetta?
Íslenzk raforka er þannig rétt
nasarfylli kattar í evrópsku heildar-
samhengi; það ásælist hana enginn
og það hefur enginn minnsta áhuga
á henni. Voru ekki líka fréttir um
það nýlega að okkur kynni sjálf að
skorta orku til eigin nota innan
þriggja ára?
Næstu meiriháttar rafstrengir
verða væntanlega lagðir frá Afríku –
þar sem aðgangur er að óendanlegri
sólarorku – til Evrópu, verði Evrópa
þá ekki orðin sjálfri sér næg með
sólar-, vind- og sjávarfallaorku.
Það er ekki öll vitleysan eins.
Afdalamenn, blekkinga-
meistarar og sannleikurinn
Eftir Ole Anton
Bieltvedt »Næstu meiriháttar
rafstrengir verða
væntanlega lagðir frá
Afríku – þar sem að-
gangur er að óendan-
legri sólarorku.
Ole Anton Bieltved
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Snemma árs 2017
þurfti ég að leita til
Fjölskyldusviðs sýslu-
manns. Dóttir mín
var nýkomin með
spangir og þar sem
ég var ein um að
greiða þann kostnað
ákvað ég að leita mér
upplýsinga um aðstoð
og var mér bent á
sérstakt framlag
vegna tannréttinga hjá sýslu-
manni. Það þýðir að hægt sé að fá
helming af hverjum reikningi frá
tannlækni greiddan til baka og
síðan sjá þeir um að rukka hitt
foreldrið. Þetta fyrirkomulag get-
ur oft gagnast vel, sérstaklega í
tilvikum þar sem foreldrar eiga
ekki gott með samskipti. Þetta á
að virka þannig að það minnki
álag og flækjustig og barn fái
örugglega þá þjónustu sem það
þarf, óháð efnahag.
Það var talsverð vinna að fara í
gegnum umsóknarferlið með til-
heyrandi pappírum, skattframtali,
viðtölum o.fl. Það leið heilt ár
þangað til ég fékk niðurstöðu um
úrskurð sem var á þá leið að sér-
stakt framlag vegna
tannréttinga barns
væri samþykkt, senni-
lega vegna þess að ég
er tekjulág einstæð
móðir. Þetta voru, að
ég hélt, góðar fréttir
en í kjölfarið þurftir
ég að skila inn hverj-
um einasta reikningi
frá tannlækni, sem
þurfti síðan að fara í
gegnum úrskurð, hver
um sig.
Núna, þegar þetta
er skrifað, er ég enn að bíða eftir
að fá þrjá reikninga endurgreidda,
sem lagðir voru inn í júní 2018 og
bíða afgreiðslu fulltrúa.
Fleiri reikningar liggja fyrir
sem verða ekki greiddir af Trygg-
ingastofnun vegna þess að í miðri
bið eftir greiðslu varð barnið 18
ára. Samkvæmt reglugerð er ekki
hægt að sækja um endurgreiðslu
vegna tannréttinga seinna en
þremur mánuðum fyrir 18 ára af-
mælisdag barns, þrátt fyrir að
tíminn sem greiða þarf hafi verið
löngu fyrir umræddan afmælis-
dag.
Eins og flestir fæ ég laun sem
þurfa að duga út mánuðinn og ef
ég þarf að borga af einhverju sem
ég fæ ekki endurgreitt fyrr en
löngu seinna lendi ég samstundis í
undarlegum vítahring. Ég get ekki
greitt tannréttingarnar fyrr en ég
fæ borgað en fæ ekki borgað fyrr
en ég skila inn reikningi. Þetta
þýðir að ég náði ekki að greiða
alla reikningana fyrir tilsettan
tíma og sit því uppi með kostnað
sem ég ræð ekki við.
Ég biðla til ráðamanna þjóðar-
innar að laga þessa brotalöm og
gera betur innan fjölskyldusviðs
sýslumanns. Það hlýtur að vera
markmiðið að aðstoða og hjálpa
fjölskyldum í vanda í stað þess að
leggja meiri áhyggjur, vinnu og
álag á fólk sem berst í bökkum.
Niðurstaða: Kerfið er þannig ekki
gagnlegt þeim sem helst þurfa á
aðstoðinni að halda.
Þarf Tryggingastofnun spangir?
Eftir Gerðu
Óskarsdóttur »Ég biðla til ráða-
manna þjóðarinnar
að laga þessa brotalöm
og gera betur innan
fjölskyldusviðs
sýslumanns.
Gerða Óskarsdóttir
Höfundur er félagsliði.
gerdaoskarsd@hotmail.com
Ég er þrettán ára
strákur. Þessi grein
fjallar um jafnrétti
kynjanna, sem ég hef
haft áhuga á í nokkur
ár. Ég er jafnréttis-
sinni og mér finnst
femínismi vera illa val-
ið orð yfir jafnréttis-
sinna út af því að það
er ekkert kvenlegt
(femin) við að vera
jafnréttissinni. Það eru til bæði
karla og kvenna jafnréttissinnar.
Þetta er svolítið eins og að segja að
það þurfi karlmennsku í að gera ein-
hvern hlut, sem er líka fáránlegt orð.
En þetta snýst ekki bara um orð,
til dæmis fá konur stundum lægri
laun og það getur verið erfiðara fyr-
ir þær að fá góða vinnu. En í staðinn
fyrir að laga það fá
þær alls konar extra
hluti eins og föt sem á
stendur „Girl power“
eða „Being a girl is my
superpower“. Það
myndi koma illa út ef
strákur væri í peysu
þar sem stæði „Being
a boy is my super-
power“. Það væri litið
á það sem karlrembu.
Í Glerárlaug á
Akureyri er sérstakur
tími bara fyrir konur
til að koma í laugina. Það er aldrei
sérstakur karlatími í sundlauginni.
Ég skil að kona sem er ólétt eða á
blæðingum þurfi að fá ýmislegt sem
karlar þurfa ekki og það er ekki
ósanngjarnt og ekki mismunun,
vegna þess að þær hafa sérstakar
þarfir á þeim tíma en þessar þarfir
eru ekki kvennatími í sundi eða að
ganga í fötum sem stendur á „girl
power‘‘
Þetta væri allt betra ef það væru
jöfn laun og ekki erfiðara fyrir annað
kynið að fá góð laun, engin extra-
þægindi fyrir annað kynið en ekki
hitt, nema sérstakar þarfir séu fyrir
hendi.
Jafnrétti kynjanna
Eftir Guðmund
Skúlason » Þetta væri allt betra
ef það væru jöfn
laun, ekki erfiðara fyrir
annað kynið að fá góð
laun og engin extraþæg-
indi fyrir annað kynið
en ekki hitt, nema sér-
stakar þarfir séu fyrir
hendi.
Guðmundur Skúlason
Höfundur er nemandi í Brekkuskóla.
Allt um sjávarútveg