Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 3. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 223. tölublað 107. árgangur
ÞRÓUNARMIÐ-
STÖÐ ÍSLENSKRAR
HEILSUGÆSLU VALUR ÍSLANDSMEISTARI
ÞRÍÞÆTT SAMBAND
ÁHORFANDA, RÝMIS
OG LISTAVERKS
ÍÞRÓTTIR SÝNIR Í BREMEN 28LYF EKKI ALLTAF LAUSN 6
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Sverrir Jónsson, formaður samn-
inganefndar ríkisins (SNR), segir
vinnutímabreytingar sem rætt er
um við kjarasamningaborðið líklega
mestu kerfisbreytingar í starfsemi
hjá ríkinu í nokkra áratugi. Það sé
ein helsta ástæðan fyrir þeim hæga-
gangi sem hafi einkennt viðræður
ríkis og viðsemjenda þess í stéttar-
félögunum.
Stéttarfélögin hafa undanfarið
gagnrýnt þennan hægagang, en
samkvæmt viðræðuáætlunum átti að
ljúka nýjum kjarasamningi fyrir 15.
september.
„Þetta er flókið. Samninganefnd
ríkisins þarf að ná samningum við 20
þúsund starfsmenn. Stéttarfélögin
eru mjög mörg og samningar allra
eru lausir. Þau koma til okkar í
mörgum hópum, sem hægir á
okkur,“ segir Sverrir í samtali við
Morgunblaðið. „Þetta er líka flókið
mál sem við erum að ræða. Þetta eru
vinnutímabreytingar sem eru líklega
mestu kerfisbreytingar í starfsem-
inni hjá ríkinu í nokkra áratugi. Við
verðum að gera þetta vel og það eru
allir að vanda sig,“ segir hann.
Sverrir segir að þrátt fyrir að út á
við líti út fyrir að lítið hafi verið að
gerast hafi allir aðilar verið að ræða
saman allan tímann. „Við höfum
komist áfram í mörgum málum og í
komandi viku erum við að hefja
textavinnu og þá kemur almennilega
í ljós hvort þetta er ekki að ganga á
milli. Ég held að allir séu bara hóf-
lega jákvæðir og bjartsýnir fyrir því
sem koma skal,“ segir Sverrir.
„Vinnutímabreytingarnar þurfa
að henta mjög fjölbreyttum stöðum
og störfum og þetta er býsna flókið.
En það eru allir á því að það sé rétt
að ná þessu markmiði. Og ríkið er
þar ekkert undanskilið. Við höfum
áhuga á þessu samtali og við lítum á
þetta sem mjög stóran lið í að bæta
starfsumhverfið fyrir alla.“
Mesta breyting í áratugi
Formaður samninganefndar segir vinnutímabreytingarnar mestu kerfisbreyt-
ingar í áratugi „Við verðum að gera þetta vel og það eru allir að vanda sig“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grindavík Vísir og Þorbjörn eru
bæði gamalgróin fyrirtæki.
Sameining Vísis hf. og Þorbjarnar
hf. í Grindavík sem nú er unnið að
mun skila auknum styrk til nýrra
tækifæra og fjárfestinga og sömu-
leiðis verði nýtt fyrirtæki í betri
stöðu til að mæta kröfum viðskipta-
vina sinna um öryggi afhendingar á
afurðum þess á erlenda markaði.
Þetta segir Pétur Hafsteinn Páls-
son, framkvæmdastjóri Vísis hf.
Samanlagt ráða sjávarútvegs-
fyrirtækin tvö yfir 9,77% fiskveiða í
aflamarkskerfinu miðað við stöðuna
á því fiskveiðiári sem hófst 1.
september. Til samanburðar má
nefna að Brim, sem í dag hefur
mestar fiskveiðiheimildir íslenskra
fyrirtækja, er með 9,43% af pott-
inum.
Bæði Vísir og Þorbjörn eru gam-
algróin fyrirtæki í fjölskyldueign
sem veita um 600 manns vinnu.
„Nei, það er ekki hægt að segja að
annar hvor aðilinn hafi átt frum-
kvæði að sameiningarviðræðum.
Þetta er hugmynd sem spratt af
samtali fólks og svo hefur þetta mál
þróast stig af stigi. Ég tel allar líkur
á að dæmið gangi upp,“ segir Gunn-
ar Tómasson hjá Þorbirni. »10
Skilar styrk til tækifæra
Kvótahæsta fyrirtæki landsins verður til með sameiningu
Af snjóskafli í Gunnlaugsskarði í Esjunni, sem
þykir segja margt um veðráttuna almennt, lifir
nú aðeins klakaskæni, um það bil fjögurra fer-
metra blettur sem hopar hratt. Þetta er í um það
bil 800 metra hæð í fjallinu en vísindamenn frá
Veðurstofu Íslands og fleiri gengu þarna upp um
helgina og könnuðu aðstæður. „Ég þori ekki að
segja til um hvort klakinn hverfur eða lifir sum-
arið af. Þetta verður að minnsta kosti mjög tæpt,
núna þegar haustveðrin fara að skella á,“ segir
Halldór Björnsson, veðurfræðingur og einn leið-
angursmanna, í samtali við Morgunblaðið. »6
Esjuskaflinn er á hröðu undanhaldi
Ljósmynd/Tómas Jóhannesson
Aðeins ísskella er eftir af fönninni frægu í Gunnlaugsskarði
Thomas Cook stefn-
ir í gjaldþrot í dag
Ferðaþjónustu-
fyrirtækið Thom-
as Cook í Bret-
landi stefnir í
gjaldþrot í dag,
skv. BBC. Reynt
var að fá aukið fé
inn í reksturinn,
en þörf var á sem
svarar 31 millj-
arði ísl. kr. Ljóst
þótti í gærkvöldi
að dæmið gengi ekki upp. Sett hef-
ur verið upp áætlun til að flytja 150
þúsund farþega félagsins heim.
Bretland Ferða-
laginu er að ljúka.
Heimilt verður að breyta deiliskipu-
lagi svonefnds Pósthússtrætisreits í
miðbæ Reykjavíkur, skv. nýlegri
samþykkt borgarráðs. Mál þetta vík-
ur að húsunum Lækjargötu 6 og 8.
Heimilt verður að byggja kjallara
undir síðartalda húsið en skúrar að
baki því fyrrnefnda verða rifnir og
nýjar byggingar reistar í þeirra stað.
Einnig kemur tveggja hæða nýbygg-
ing með risi og kvistum ofan á inn-
keyrslurampi á baklóðinni.
Eigendur bygginga í nágrenni við
þær byggingar sem nú á að breyta
hafa gert athugasemdir við skipu-
lagsbreytinguna. Fulltrúi Miðflokks-
ins tekur undir þær athugasemdir og
telur að þreföldun byggingamagns á
umræddum reit skerði gæði fólks á
þessu svæði. Fulltrúar meirihluta-
flokkanna í borgarráði segja á hinn
bóginn að tekið hafi verið tillit til allra
þeirra athugasemda sem bárust við
útfærslu breytinganna.
Húsið í Lækjargötu 12 er eitt það
elsta í Reykjavík, reist árið 1874. Ytra
byrði þess var gert upp 2012. Með því
að hækka húsið upp núna er svo ætl-
unin m.a. að gera það svipsterkara í
götumyndinni. »11
Heimila breytingar
við Lækjargötuna
Sævar Guðjónsson veiðileiðsögu-
maður leiðsagði 101 veiðimanni á
veiðitímabili hreindýra sem lauk síð-
astliðinn föstudag. Segir hann að
tímabilið hafi almennt gengið vel þó
að nokkuð hafi verið um norðanáttir
og þoku. Segist hann hafa tekið eftir
að dýrin hafi verið nokkuð léttari en
oft áður.
„Það er eins og þessi veðrátta hafi
ekki hentað þeim mjög vel. Gróður-
inn var ekkert voðalega öflugur,“
segir hann.
Segir Sævar einnig eftirtektar-
vert hversu vel undirbúnir veiði-
mennirnir hafi verið á tímabilinu og
segir að lítið hafi verið um feilskot.
Fimm tarfar og 22 kýr gengu af
veiðikvótanum að þessu sinni sam-
kvæmt upplýsingum Umhverfis-
stofnunar. Aðeins veiddist allur
kvótinn af hreintörfum og hreinkúm
á svæði 7 en allur kvóti tarfa veidd-
ist á fjórum svæðum: 2, 5, 6 og 9. »4
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hreintarfur Allur kvóti tarfa veiddist á
fjórum veiðisvæðum: 2, 5, 6 og 9.
Sló met í leiðsögn
veiðimanna