Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 mörkuð árið 1870. Árið 1874 var hús byggt á lóðinni fyrir Jónas Jónasson landlækni. Það var þakið stein- hellum og síðar voru útveggir í suður og austur klæddir sama efni. Þetta er timburhús á lágum sökkli og með risi. Ekki er kjallari undir húsinu nú. Ytra byrði Lækjargötu 8 var gert upp árið 2012. Það var gert í samráði við Minjastofnun Íslands, enda er húsið friðað. Undanfarin ár hefur verið rekin veitingastarfsemi í hús- inu og nú er það veitingastaðurinn Austurlandahraðlestin. „Markmið tillögunnar er að bæta ásýnd á þessu lykilhorni í borginni með nýrri yfirbyggingu yfir inn- keyrslurampa og endurnýjaðri jarð- hæð skúrbygginga í kringum hið gamla friðaða hús,“ segir í umsókn- inni. Nýbyggingin verði í mæli- kvarða við friðaða húsið og Pósthús- stræti 17 (veitingahúsið Skólabrú) og hugmyndin sé að mynda látlaus- an og fágaðan bakgrunn við þau. Veitingaaðstaða verði á jarðhæð og kjallara en fjórar íbúðir á efri hæðum. Byggingamagn ofanjarðar verður samtals 680 fermetrar og kjallari 260 fermetrar eða samtals 940 fer- metrar. Gildandi deiliskipulag er frá árinu 2008. Byggingamagn frá því skipulagi mun aukast um 289 fer- metra ofanjarðar og kjallarinn undir báðum húsunum er því til viðbótar. Kjallari verði gerður þannig að húsið sé ekki flutt af staðnum meðan á framkvæmdum stendur. Heimilt er að lyfta húsinu upp um 60 senti- metra til að beina birtu inn í kjallara og endurvekja stöðu hússins gagn- vart götuhæð, sem hefur hækkað töluvert frá því það var byggt árið 1874. Leita skal til Minjastofnunar Ís- land um meðferð á fornleifum á lóð- inni áður en til framkvæmda kemur. Samkvæmt lögum er skylt að fram fari leit að fornleifum áður en framkvæmdir hefjast. Samþykktu nýbyggingar í Kvosinni  Eldri byggingar á Pósthússtrætisreit rifnar  Nýbyggingar í staðinn  Lækjargata 8 hækkuð Morgunblaðið/Ómar Miðbæjarkvosin Lækjargata 8 er brúna húsið til hægri á myndinni. Fyrir aftan það sést í Pósthússtræti 13, þaðan sem útsýni úr íbúðum skerðist. Skólabrú er fyrir miðri mynd. Nýbyggingar munu rísa á lóð bak við Lækjargötu 8. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu að breytingu á deiliskipulagi svonefnds Pósthússtrætisreits. Um er að ræða enn eina uppbygginguna í miðbæ Reykjavíkur, Kvosinni. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að byggja kjallara undir hús- ið Lækjargötu 8. Enn fremur verður heimilt að fjarlægja skúr á baklóð og byggingu á Lækjargötu 6, en nýjar byggingar koma í stað þeirra. Einnig kemur tveggja hæða nýbygg- ing með portbyggðu risi og kvistum ofan á innkeyrsluramp á baklóðinni. Eigendur fasteigna í nágrenninu hafa gert athugasemdir og tók áheyrnarfulltrúi Miðflokksins undir þær í bókun. Bókanir í borgarráði „Fulltrúi Miðflokksins tekur undir innsendar athugasemdir og veltir fyrir sér hvers vegna verið er að leyfa þreföldun byggingarmagns á téðri lóð með tilheyrandi skerðingu gæða nágranna.“ Fulltrúar meirihlutaflokkanna bókuðu hins vegar að „það hefur ver- ið tekið tillit til þeirra athugasemda sem bárust við útfærslu breyting- anna og er það vel.“ Það var Studio Grandi ehf. f.h. lóðareiganda sem sendi umsókn um breytt deiliskipulag í maí 2018 og fór málið í framhaldinu í auglýsinga- og umsagnaferli. Fram kemur í gögnum málsins að umrædd lóð, Lækjargata 8, var af- Íbúar og eigendur Pósthús- strætis 13 sendu inn mótmæli og höfnuðu alfarið fyrirhuguðum breytingum á reitnum. „Þegar ákveðið er að auka nýt- ingarhlutfall, hækka hús úr einni hæð í tvær hæðir og ris, þannig að útsýni nágranna hverfur að mestu leyti og skuggamyndun hefur veruleg áhrif, er ekki um óverulegar breytingar að ræða,“ segir m.a. í bréfi þeirra. Telja þeir að sumar íbúðir verði illseljanlegar og borgin kunni eða verða bótaskyld. Þessu svarar Reykjavíkurborg eins og ætíð áður. Eigendum íbúða er bent á að ef þeir geti sýnt fram á tjón af nýju skipulagi geti þeir sent kröfu á sveitar- félagið. Réttur til útsýnis sé ekki bundinn í lög. Eigendur geti höfðað mál ÁBENDING BORGARINNAR Horfið Mynd sem eigendur sendu inn. Útsýnið af svölunum er horfið. Fjármál við starfslok Fræðsla Íslandsbanka Opinn fundur þann 24. september í Silfurbergi í Hörpu kl. 17:00. Fjallað verður um ýmis hagnýt atriði sem vert er að hafa í huga t.a.m. skerðingar og greiðslur Tryggingastofnunar, hentugan úttektartíma séreignar og algengustu mistök sem gerð eru við starfslok. Skráning á islandsbanki.is/vidburdir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.