Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
FÓTBOLTI
Jóhann Ólafsson
Stefán Stefánsson
Guðmundur Hilmarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Jóhann Ingi Hafþórsson
Víðir Sigurðsson
Það mátti sjá tár á hvarmi þegar
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR,
lyfti Íslandsbikarnum á Meistara-
völlum í Vesturbænum í gær. KR-
ingar tóku á móti honum eftir 3:2-
sigur á FH í nokkuð fjörugum leik
þar sem heimamenn vildu líklega
skemmta áhorfendum í síðasta leik
sumarsins.
Eins og fram hefur komið síðan
KR tryggði sér titilinn með 1:0-
sigri á Val eru Vesturbæingar
ákaflega vel að sigri í Íslands-
mótinu komnir. Spekingar í heitu
pottum sundlauganna segja oft
„taflan lýgur ekki“ en KR er með
11 stiga forskot á Breiðablik þegar
ein umferð er óleikin. KR og
Breiðablik mætast einmitt í loka-
leiknum og bilið gæti því breikkað.
FH-ingar verða að vinna fallna
Grindvíkinga í lokaumferðinni til
að tryggja sér Evrópusæti.
jóhann@mbl.is
Baráttan dugði ekki til
Grindvíkingar börðust eins og
ljón fyrir tilveru sinni í efstu deild
þegar Valsmenn komu í heimsókn í
gær og áttu urmul tækifæra, sláar-
og stangarskot, til að landa sigri en
urðu að sætta sig við 2:2-jafntefli
sem skilaði bara einu stigi og fyrir
vikið kveðja Grindvíkingar deildina
en Valsmenn eru úr fallhættu.
Að sögn Gunnars Þorsteinssonar
fyrirliða þarf að taka til hjá
Grindavík, efla unglingastarfið og
fleira. Þjálfari þeirra, Srdjan
Tufegdzic, var sáttur við baráttu
sinna manna í sumar og er til í að
vera með í að vinna sæti í efstu
deild að ári. stes@mbl.is
Mikil skemmtun í Víkinni
Víkingur og KA buðu upp á stór-
skemmtilegan leik þegar liðin átt-
ust við í Víkinni. KA-menn fögnuðu
3:2-sigri og eru komnir upp í
fimmta sæti fyrir lokaumferðina en
bikarmeistarar Víkings eru í 10.
sætinu.
Mörkin hefðu hæglega getað
orðið í það minnsta tíu í leiknum
en Víkingar fóru illa að ráði sínu
fyrir framan markið þar sem hinn
ungi Aron Dagur Birnuson, mark-
vörður KA-manna, gerði þeim lífið
leitt. Hann varði oft á tíðum
Unnu FH og veittu
Grindavík féll
Enn er barist
um Evrópusæti
Morgunblaðið/Hari
Á Meistaravelli Leik-
menn og stuðningsmenn
KR í góðum gír í gær.
Næsta sumar verða spilaðir knatt-
spyrnuleikir í efstu deild karla á
Seltjarnarnesi í fyrsta skipti.
Grótta tryggði sér á laugardaginn
sæti í úrvalsdeildinni með stórsigri
á Haukum 4:0. Um leið sendu Sel-
tirningar lið Hauka niður í 2. deild-
ina en þar léku Haukar síðast árið
2007 og komu við í efstu deild í
millitíðinni eða árið 2010.
Grótta tryggði sér ekki einungis
sæti á meðal þeirra bestu á næsta
ári heldur renndi sér einnig upp
fyrir Fjölni og hafnaði því í efsta
sæti deildarinnar en Fjölnismenn
töpuðu í Keflavík 1:0.
Grótta var nýliði í Inkasso-
deildinni í sumar en liðið fór upp úr
2. deildinni og fékk þá einu stiga
meira en Vestri sem sat eftir. Hlut-
irnir geta verið fljótir að gerast í
íþróttunum og liðið er nú farið upp
um tvær deildir á tveimur keppn-
istímabilum.
Eftir miklar hrakfarir síðustu
vikurnar var Þróttur í bullandi fall-
hættu en bjargaði sér með marka-
lausu jafntefli gegn Aftureldingu.
Morgunblaðið/Eggert
Á Seltjarnarnesi Leikmenn og stuðningsmenn Gróttu fögnuðu innilega.
Stórmerkilegur áfangi
hjá Seltirningum
Pepsi Max-deild karla
Grindavík – Valur ..................................... 2:2
Víkingur R. – KA...................................... 2:3
KR – FH.................................................... 3:2
HK – ÍA ..................................................... 1:1
Fylkir – Stjarnan...................................... 1:4
ÍBV – Breiðablik....................................... 1:1
Staðan:
KR 21 15 4 2 42:22 49
Breiðablik 21 11 5 5 44:29 38
FH 21 10 4 7 37:36 34
Stjarnan 21 8 8 5 37:32 32
KA 21 8 4 9 30:32 28
Fylkir 21 8 4 9 36:40 28
HK 21 7 6 8 29:27 27
ÍA 21 7 6 8 26:27 27
Valur 21 7 5 9 36:34 26
Víkingur R. 21 6 7 8 32:34 25
Grindavík 21 3 11 7 17:25 20
ÍBV 21 2 4 15 21:49 10
KR er meistari, Grindavík og ÍBV falla.
Inkasso-deild karla
Keflavík – Fjölnir ..................................... 1:0
Grótta – Haukar ....................................... 4:0
Leiknir R. – Fram .................................... 2:1
Þór – Magni............................................... 0:0
Þróttur R. – Afturelding.......................... 0:0
Víkingur Ó. – Njarðvík ............................ 4:2
Lokastaðan:
Grótta 22 12 7 3 45:31 43
Fjölnir 22 12 6 4 49:22 42
Leiknir R. 22 12 4 6 37:28 40
Víkingur Ó. 22 9 7 6 28:20 34
Keflavík 22 10 4 8 31:27 34
Þór 22 9 7 6 31:30 34
Fram 22 10 3 9 33:32 33
Afturelding 22 6 5 11 30:37 23
Magni 22 6 5 11 27:49 23
Þróttur R. 22 6 4 12 36:40 22
Haukar 22 5 7 10 31:41 22
Njarðvík 22 4 3 15 23:44 15
Fjölnir og Grótta fara upp en Haukar og
Njarðvík falla í 2. deild.
Þýskaland
Freiburg – Augsburg.............................. 1:1
Alfreð Finnbogason lék allan leikinn
með Augsburg.
Turbine Potsdam – Wolfsburg .............. 0:3
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn og skoraði tvö fyrir Wolfsburg.
Holland
Den Haag – AZ Alkmaar ........................ 0:1
Albert Guðmundsson kom inn á eftir 22
mínútur hjá AZ.
Belgía
Genk – Oostende...................................... 3:1
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Oostende.
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV – FH ................ 18.30
Austurberg: ÍR – HK................................ 19
Í KVÖLD!
1:0 Tobias Thomsen 16.
1:1 Steven Lennon 10.
2:1 Finnur Tómas Pálmason 18.
2:2 Steven Lennon 49.
3:2 Pálmi Rafn Pálmason 54.
I Gul spjöldFinnur Tómas Pálmason,
Pablo Punyed og Skúli Jón Frið-
geirsson (KR). Guðmundur Krist-
jánsson, Cédric D’Ulivo, Pétur Við-
arsson, Brandur Olsen og Þórður
Þórðarson (FH).
KR – FH 3:2
Dómari: Erlendur Eiríksson, 8.
Áhorfendur: 1.627.
M
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Kennie Chopart (KR)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Tobias Thomsen (KR)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Steven Lennon (FH)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)