Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir »Þorsti & loforð, mál- verkasýning Almars Atlasonar, var opnuð í Gallery Porti í fyrradag. Almar vakti þjóðarat- hygli þegar hann dvaldi í glerkassa í viku og sýndi frá því í beinni á netinu. Almar opnaði fyrstu málverkasýningu sína um helgina Morgunblaðið/Hari Bollaleggingar Hér er greinilega verið að spá í eitt af verkum Almars en um hvað er rætt fylgir ekki sögunni. Forvitnileg Verk Almars vekja gesti til umhugsunar enda margræð. Stemning Gestir spjölluðu saman bæði inni í gallerínu og fyrir utan það. Listelskur Ármann Reynisson vinj- ettuhöfundur er tíður gestur á opn- unum myndlistarsýninga hér í borg. Þennan vetur var grafarinn sámaður sem átti mest ann-ríkt á eyjunum.Lélegri uppskerunni hafði verið komið í hús og síðan gekk á með austanátt, vetrarnorninni sem blés eyjarnar gráar með andardrætti sínum. (171) Þannig hefst sagan „Skínandi skóflan“, þar sem segir af Jakobi grafara og vetr- inum þegar hann tók hverja gröf- ina á fætur annarri fyrir lík fólks sem lést úr elli, hungri, af slysförum, úr harmi eða af öðrum ástæðum einn sannkallaðan eymdarvetur í byggð- arlagi hans á Orkneyjum. Jakob fær greitt fyrir ómakið með því sem til er í búinu; viskíflösku fær hann frá einni ekkjunni, gæs frá frænda einnar sem hrekkur upp af, hálfa gíneu og sjúss frá óðalsbóndanum sem missir son sinn af slysförum. Loksins vorar með betri tíð og vonum um bættan hag fá- tæka fólksins í samfélaginu – og dausföllum fækkar. Menn fara „út með plóga, aktygi og herfi. Amboðin voru sljó og ryðguð eftir harðan vet- urinn. Skóflan hans Jakobs var á hinn bóginn þunn og skínandi af mikilli notkun. „Guð gefi,“ sagði hann við skófluna um leið og hann kom henni fyrir í geymsluskúrnum, „að ég þurfi ekki aftur á þér að halda fyrr en eftir rúningu, humarveiðar og uppskeru““. (174) Tólf sögur eru í þessu úrvals safni, Einmunatíð, eftir Orkneyjaskáldið George Mackay Brown (1921-1996). Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur íslenskað sögurnar listavel en árið 1998 kom einnig út með þýðingum hans athyglisvert safn ljóða eftir Mackay Brown, Vegurinn blái. George Mackay Brown fæddist, lifði lífi sínu og lést í Stromness á Orkneyjum. Hann var eitt þekktasta skáld eyjanna á liðinni öld og sendi frá sér tíu ljóðasöfn, sex skáldsögur og níu smásagnasöfn, auk leikrita, barnabóka og greinasafna, verka sem hann hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir. Orkneyjar voru Mackay Brown hugstæðar og ætíð efni ljóða hans og sagna, ýmist í fortíð eða samtíma skáldsins. Við lestur þessara sagna Mackay Brown í Einmunatíð hvarfl- aði hugurinn stundum til annars sagnameistara á eyjum suðaustur af Íslandi, Williams Heinesen hins fær- eyska, en báðir draga upp heillandi myndir af eyjalífinu, með slyngum fiðlurum, erfiðri lífsbaráttu, snjöllum sagnaþulum og trúverðugu breysku alþýðufólki. Fyrsta saga bókarinnar, „Selja“, er jafnframt sú lengsta og þar er sögu- heimur bókarinnar allrar á vissan hátt dreginn upp. Þar segir af harm- rænu lífi gamals skóara og fullorð- innar fósturdóttur hans sem glímir við áfengisfíkn, sem ýmsir karlmenn notfæra sér. Í „Einmunatíð“ segir af ungum hjónum sem eru að hefja bú- skap á sannkölluðu örreytiskoti en stúlkan á betra að venjast, er kaup- mannsdóttir, og spinnast af því átök í raunsæislegri, fallegri en um leið grimmri frásögn. Mackay Brown leikur sér með ým- iskonar frásagnarhátt og það gefur sagnasafninu fjölbreytilegar raddir; í einni söguni hljóma prédikanir presta í sömu kirkjunni á ólíkum tímum, og í annarri fær sagnaþulur í kránni að fara á kostum. Þá eru í safninu ævin- týralegar skemmtisögur, eins og af frænda eins sögumannsins sem reyn- ir sífellt að segja fyrir um heimsendi út frá Opinberunarbók Biblíunnar, með kostulegum afleiðingum. Safninu lýkur með gáskafullri frá- sögn af rithöfundi sem glímir við skáldsöguskrif en er ítrekað truflað- ur í vinnunni af leigusala á drykkju- túr. George Mackay Brown var fram- úrskarandi rithöfundur eins og birtst vel í þessu góða og vandaða sagna- safni. Hér eru dregnar upp sannfær- andi og hrífandi myndir af samfélagi fólks á Orkneyjum á ólíkum tímum, og af lífi og örlögum fólks sem gæti í raun hafa lifað og hrærst hvar sem er. Eyjarnar blásnar gráar Skoskur Brown fæddist, lifði lífi sínu og lést í Stromness á Orkneyjum. Smásögur Einmunatíð bbbbb Eftir George Mackay Brown. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði. Dimma, 2019. Kilja, 235 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Aðdáendur ævintýramyndarinnar The Princess Bride frá árinu 1987 hafa margir hverjir risið upp á afturfæturna eftir að orðrómur komst á kreik þess efnis að endur- gera ætti myndina. Einn af aðal- leikurum hennar, Cary Elwes, fann sig knúinn til að tjá sig um málið á Twitter í vikunni og skrif- aði: „Það er skortur á full- komnum kvikmyndum í heim- inum. Það væri synd að eyðileggja þessa.“ Engar staðfestar fregnir hafa borist af endurgerð myndarinnar en svo virðist sem það eitt að nefna möguleikann hafi slegið margan aðdáandann út af laginu. Meðal þekktra aðdáenda sem hafa tjáð sig á Twitter eru leikkonan Jamie Lee Curtis, þingmaðurinn Ted Cruz og leikarinn Seth Rogen. Í frétt Guardian um málið segir að í huga aðdáenda sé endurgerð „óhugsandi“ og er þar vísað í uppáhaldsorð einnar aðal- persóna myndarinnar. Læti þessi hófust með grein tímaritsins Variety um framleið- andann Norman Lear. Í henni er haft eftir yfirmanni Sony Pictures Entertainment, Tony Vinciquerra, að ónefnd frægðarmenni vildu endurgera myndina um prinsessu- brúðina. Fór hann ekki nánar út í þá sálma en ummælin dugðu til þess að kvittur komst á kreik. The Princess Bride var leik- stýrt af Rob Reiner og var hand- rit hennar byggt á skáldsögu William Goldman. Robin Wright fór með hlutverk prinsessunnar og Elwes með hlutverk hetjunnar Westley. Til hvers að endurgera fullkomna kvikmynd? Rómantík Robin Wright og Cary Elwes í The Princess Bride.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.