Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 ✝ Helgi Arnlaugs-son fæddist 17. mars 1923 á Akur- gerði í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann lést á líknardeild Landspítalans 15. september 2019. Foreldrar hans voru Arnlaugur Ólafsson f. á Gerð- um í Árnessýslu 8.8. 1888, d. 2.9. 1971, og Guðrún Guðmundsdóttir f. á Múlastöðum í Flókadal í Borgar- firði 6.9. 1884, d. 6.8. 1943. Systkini Helga: Guðmundur, f. 1.9. 1913, d. 9.11. 1996, Skúli, f. 30.9. 1916, d. 8.6. 1917, Sigríður, f. 18.1. 1918, d. 21.12. 2008, Ólafur, f. 2.3. 1920, d. 28.11. 1984, María, f. 19.6. 1921, Elías, f. 8.11. 1925, d. 4.11. 2000, og Hvanndal Skaftadóttir, f. 26.10. 1972. Á unglingsárunum vann Helgi hjá föður sínum sem rak hænsna- og kúabú í Haga við Hofsvallagötu. Hann lærði skipasmíði hjá Magnúsi Guð- mundssyni og lauk þar námi 1945. Helgi starfaði við Lands- smiðjuna 1946-47, var skipa- smiður hjá Daníelsslipp frá 1947 og síðan hjá Slippfélagi Reykja- víkur um langt árabil. Hann var starfsmaður Málm- og skipa- smíðasambandsins og síðan Samiðnar árin 1973-1994. Helgi sat í stjórn Sveinafélags skipa- smiða um langt árabil og var formaður þess félags 1954-1984. Helgi var heiðursfélagi Sam- iðnar frá 1994, heiðursfélagi Fé- lags járniðnarmanna og var sæmdur gullmerki félagsins. Útför Helga fer fram frá Lindakirkju í dag, 23. sept- ember 2019, klukkan 13. Hanna, f. 29.7. 1928, d. 13.1. 1984. Helgi kvæntist Ólínu B. Guðlaugs- dóttur, f. 26.6. 1925, d. 11.11. 1979, árið 1946, dóttir hennar er Hilda E. Hilmars- dóttir, f. 13.2. 1944. Börn þeirra Helga og Ólínu eru Kristinn, f. 5.3. 1947, Arnlaugur, f. 2.9. 1955, Guðrún f. 2.9. 1955, og Elsa Kristín, f. 20.3. 1964. Seinni kona Helga er Erna Ragnheiður Hvanndal Hannes- dóttir, f. 30.8. 1933. Börn henn- ar eru Finnbjörg Skaftadóttir, f. 24.8. 1952, Jóhann Örn Skafta- son, f. 7.8. 1954, Halldóra Skaftadóttir, f. 8.8. 1956, og Íris Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Mikið er ég lán- söm að mamma skuli hafa kynnst þér þegar ég var kornabarn og föðurlaus og þú gengið mér í föð- urstað. Betri pabba hefði ég ekki getað fengið. Þú varst ávallt tilbú- inn, með allri þinni þolinmæði og gæsku, til að hjálpa og leiðbeina manni gegnum lífið. Ég man þeg- ar ég var í barnaskóla og þurfti að læra margföldunartöfluna utan að, þú skrifaðir með þinni fallegu og skýru rithönd alla töfluna á blað og hlýddir mér svo yfir. Síð- an þurfti ég bara að loka augun- um og þá sá ég töfluna ljóslifandi fyrir mér og þannig lærði ég hana fljótt og vel. Ég man þegar þú vaktir mig á morgnana í skólann, bankaðir létt á dyrnar og sagðir blíðlega „það er kominn tími til að vakna, Hilda mín“ og svo settist ég fram í eldhús og þá varstu bú- inn að taka fram morgunmatinn, súrmjólk, haframjöl og púðursyk- ur. Ég man að þú varst alltaf að smíða alls konar dót fyrir mig og Kidda bróður. Ég man eftir stult- unum, þegar stultuæðið gekk yf- ir, þá smíðaðir þú forláta stultur fyrir okkur að ógleymdum bog- anum og örvunum, nema örvarn- ar voru ekki með oddi, það mátti ekki meiða neinn. Svo voru það trésverð og teygjubyssur og allt var þetta listasmíði hjá þér pabbi minn. Ég man sérstaklega eftir fallega sleðanum sem þú smíðaðir og lakkaðir í bak og fyrir, þetta var örugglega fallegasti sleðinn í Vesturbænum og við buðum mömmu í sleðaferð og renndum okkur niður Stýrimannastíginn. Ég man þegar ég var að koma heim af skautum á Tjörninni með jökulkaldar hendur og fætur, þá tókst þú fætur mína og hendur og nuddaðir í mig hita. Ég man þegar ég fór í sveitina í þrjá til fjóra mánuði á sumrin, fyrst 11 ára gömul, hvað þú varst duglegur að skrifa mér sendi- bréf og segja mér fréttir að heiman. Ég man þegar ég fékk fyrsta tvíhjólið mitt. Á sumar- daginn fyrsta bankaðir þú í öxl- ina á mér og bauðst mér að kíkja út í skúr og þá varstu búinn að leggja mikla vinnu í að gera upp gamalt hjól sem þér hafði áskotnast. Hjólið var orðið skín- andi fínt og þetta gerðir þú allt þegar enginn sá til. Ég man þeg- ar við fluttum á Langholtsveginn og ég byrjaði í framhaldsskóla, þá þurfti heimasætan að fá skrif- borð og þú gerðir þér lítið fyrir og smíðaðir forláta tekkskrif- borð eftir mynd úr Bo Bedre- blaðinu danska. Þú smíðaðir líka handa mér fallegan kassa til að geyma gullin mín, málaðir hann bleikan að innan og hvítan að ut- an. Ég á ennþá þennan kassa sem inniheldur alls konar gamalt dót. Ég man, pabbi minn, hvað ég var stolt af þér þegar þú gekkst í fararbroddi með fána félags skipasmiða í 1. maí-göng- unni. Þú varst langflottastur. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í líf- inu. Ég var einstaklega lánsöm að fá þig fyrir pabba. Þú varst góðmenni og heill í gegn. Þín dóttir, Hilda. Elsku hjartans pabbi minn. Hér sit ég með stútfullt hjarta af þakklæti og stolti, kærleika og virðingu. Óendanlega þakklát yfir því að hafa verið svo lánsöm að eiga þig sem föður. Hjarta sem mun svo sannarlega fyllast af söknuði þeg- ar fram líða stundir. Þrátt fyrir að vera nú sjálf komin á miðjan aldur hef ég ætíð verið litla stelpan þín, skjátan þín, stelpuskottið þitt, dekurrófan og já umfram allt pabbastelpa allt frá því ég man eftir mér. Við vorum einstaklega gott teymi, þú og ég. Samrýnd frá fyrstu tíð enda naut ég þess að vera örverpi og hafa þig svolítið út af fyrir mig. Þú vígðir mig inn í marga dýr- mæta heima og kynntir mig fyrir íslenskri náttúru, tónlist, mynd- list, bókmenntum og ljóðum. Þá voru ófáar ferðirnar sem við tvö skottuðumst saman í margs- konar dagsferðir. Alls kyns skoðunarferðir um fjöll og fjörur, heimsóknir til ætt- ingja sem og á listasöfn og menn- ingarhús, bæjarferðir, veiðiferðir og svo mætti lengi telja. Að ógleymdum öllum sögustundun- um sem við áttum en þú varst einn sá allra besti sögumaður sem ég hef kynnst og var unun að hlusta á þig lesa eða hreinlega leika þegar þú tókst þér bók í hönd og last upphátt fyrir mig sem aðra. Og já margar voru útilegurnar og sumarbústaðaferðirnar með ykkur mömmu og alltaf fundum við tvö okkur einhver ævintýri í sveitum landsins og nutum sam- vista sem bestu vinir. Minningarnar eru margar og þær munu ylja um ókomna tíð og þær mun ég ávallt eiga þó ég láti nægja að skrifa hér aðeins örfáar línur. Það er svo dýrmætt að hafa átt svona vandaðan heiðursmann sem föður og ómetanlegt vega- nesti fyrir lífsferðalagið. Hann kenndi mér allt hið góða, umburðarlyndi, virðingu og kær- leika, umhyggju, ástúð og fyrir- gefningu og umfram allt jákvæðni og þakklæti. Allt eru þetta gjafir sem hafa gert mig að því sem ég er í dag. Hann var já hreinrækt- aður gullmoli í gegn, að innan sem utan og fyrir mér réttsýnn fag- maður sem kunni allt, vissi allt og gat allt. Fyrirmyndin mín í einu sem öllu. Það er ofurstolt og þakklát dóttir sem segir takk elsku besti pabbi minn fyrir allt sem þú færðir mér og takk fyrir að vera þessi frábæra fyrirmynd og faðir sem þú hefur ávallt verið. Eitt af því sem við höfðum svo gaman af bæði tvö var að setja saman einfaldar rímur og eru margar gestabækurnar í gamla daga skreyttar sameiginlega af okkur í þeim dúr, t.a.m. í Ölfus- borgum og öðrum bústöðum. Mín hinsta kveðja er einmitt ein slík, elsku pabbi minn: Litla stelpan þín verð ég ætíð þó komið sé að kveðjustund, minning þín lifir um ókomna framtíð þar til við eigum saman endurfund. Kærleikskveðja, ég elska þig. Þín Elsa. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Þín dóttir, Guðrún. Það var haustið 1981 sem ég fór að venja komur mínar á Haga- melinn gerandi hosur mínar grænar fyrir eiginmanni mínum til 38 ára. Það var líka þá sem ég varð þeirrar hamingju aðnjótandi að hitta tengdapabba minn hann Helga í fyrsta sinn. Ég fékk tvo fyrir einn og gat því ekki verið heppnari. Maður getur valið sér ýmislegt í lífinu eins og t.d. eig- inmann en svo er þér úthlutað tengdaforeldrum og ég vann í þessari úthlutun því ég fékk einn þann besta sem völ var á. Tengdapabbi minn var gull af manni, heiðarlegur í alla staði og hógværðin uppmáluð. Hann var leiftrandi gáfaður og maður kom sjaldan að tómum kofunum hjá honum. Hann var búinn að lesa nánast allar bækur sem máli skiptu og var óþreytandi að spjalla um heimsins mál. Þolin- mæðina gagnvart öðrum átti hann í bunkum og var alltaf tilbú- inn að rétta öllum hjálparhönd enda sósíalisti í húð og hár. Ef eitthvað bjátaði á hjá mér gegn- um tíðina var hann ávallt með góð ráð á sinn einfalda en skilvirka hátt. Alltaf leið mér betur þegar ég var búin að spjalla við hann um slíkt. Hann var líka langyngsti tengdapabbi í heimi og skipti engu máli hversu árin hrönnuðust upp, hann var alltaf jafn ungur. Það eru nú ekki margir tengda- pabbar sem komnir eru yfir 96 ára aldur sem spila golf, keyra eins og herforingjar og skella sér á erlenda grundu þar sem dans- inn er stiginn þar til ljósin slokkna. Og listfengur var hann með af- brigðum og elskaði klassíska tón- list. Hann fylgdi okkur hjónum alla tíð á söngferli okkar og mætti á alla okkar tónleika ef hann gat. Hann sótti sinfóníutónleika, óper- ur, leikhús og alla þá list sem mögulega gaf honum innblástur. Hann var í mínum huga mikil- menni og bak við mikilmenni er alltaf mikil kona og svo var nú aldeilis hjá honum tengdapabba. Þegar ég var að sniglast í kring- um Hagamelinn fyrir langa löngu þá voru þeir feðgar piparsveinar og bjuggu saman. Á nákvæmlega sama tíma og ég og minn maður vorum að skjóta okkur saman var hann að skjóta sér í fallegri ungri snót úr Hafnarfirðinum. Og þvílík hamingja sem því fylgdi, ekki bara fyrir tengdapabba heldur fyrir okkur öll. Erna kom inn í líf mitt á sama tíma og þessir tveir og enn á ný vann ég í happdrætt- inu. Þau eru búin að eiga alveg ótrúlega fallegt líf saman þar sem Erna er búin að vera driffjöðrin og samnefnarinn í allri fjölskyld- unni. Hún er búin að þeytast með tengdapabba um þvera og endi- langa jörðina, sækja alls kyns námskeið og uppákomur og vera hrókur alls fagnaðar. Það er búið að vera dásamlegt að fylgjast með þessum unglömbum sem allir geta tekið sér til fyrirmyndar. Nú er hann tengdapabbi horf- inn á vit feðra sinna og vafalítið búinn að hitta Ólínu sína, systkini og vini. Það er nokkuð víst að þar er umræðan fjörleg og skemmti- leg og ekki síst fræðandi eins og tengdapabba var von og vísa. Elsku Helgi minn, takk fyrir allt, minning þín lifir að eilífu. Þín elskandi tengdadóttir Anna Birgitta Bóasdóttir. Nú hefur Helgi kvatt okkur, þessi fyrirmynd okkar allra sem kynntust honum. Hann kenndi okkur svo margt. Hann var heiðarlegur, réttsýnn, fróður og ljúfur. Helgi var heilsuhraustur maður sem fór flesta daga í sund og gerði Müllers-æfingar á bakk- anum. Hann hafði þann góða eiginleika að ná fram því besta í öllum sem kynntust honum. Börn elskuðu að vera í návist hans og alltaf gat hann frætt þau. Helgi hafði yndi af ljóðalestri og kunni mikið af vísum sem hann fór með við góð tækifæri. Einnig skrifaði hann mikið frá unglingsárum og þau eru ófá sendibréfin sem hann sendi til ástvina sinna. Samband hans og mömmu var einstakt, virðing og ást sem við tökum okk- ur öll til fyrirmyndar. Þau ferð- uðust víða og nutu sín vel. Nú kveðjum við yndislegan mann með þökk fyrir allt. Halldóra (Haddý) og Bjarni. Það hefur verið sagt að engin kynslóð í mannkynssögunni hafi upplifað aðrar eins þjóðfélags- breytingar og sú sem er að enda æviskeið sitt um þessar mundir og var fædd á millistríðsárunum. Þeir sem betur til þekkja segja að þetta séu kynslóðirnar sem lögðu grunninn að þeirri velsæld sem við nú tökum sem sjálfsögðum hlut í samtímanum. Afi Helgi var skipasmiður að mennt og tók virkan þátt í að móta og tryggja mörg af þeim réttindum sem launafólk hefur í dag í gegnum störf sín hjá Málm- og skipa- smíðasambandinu. Honum rann blóðið til skyldunnar og jöfnuður var honum hugleikinn. Hann hafði kost á því að ferðast á sínum tíma til Austur-Evrópu – bak við járntjaldið svokallaða – og ég minnist samræðna okkar eftir þær ferðir þar sem vonbrigði hans leyndu sér ekki út af þeim ójöfnuði sem þar ríkti. Afi rifjaði einu sinni upp sög- una hvernig hann smíðaði eldhús- innréttinguna fyrir Langholts- veginn í slippnum hjá Daníel eftir vinnu og flutti hana í áföngum í strætó og setti upp. Þessar lýs- ingar voru áhrifaríkar og lýsa vel hans kynslóð. Þegar hann eign- aðist sinn fyrsta bíl úr „kassan- um“ kom ekki til greina að taka plastið af sætunum heldur var það tekið af þegar hann var seldur. Í þessu var fólgið stolt og virðing fyrir því sem var búið að vinna fyrir hörðum höndum. Þegar ég kvaddi afa var mér ljóst að hann var sáttur við lífið og meira en það – hann var ham- ingjusamur. Hann gat litið yfir farinn veg og sagt að þetta ferða- lag hefði verið gefandi og hann hefði uppskorið örugglega meira en hann hefði nokkurn tíma þorað að vona sem ungur maður, að elska og vera elskaður. Helgi Björn Kristinsson. Hann Helgi var pabbi minn. Ég kallaði hann alltaf Helga því þannig var það bara en hann varð pabbi minn nær samstundis eftir að við kynntumst, ég níu ára og Helgi 58 ára. Hann varð vinur minn og ég dáðist að honum. Hann verndaði mig, studdi og gaf mér endalaus heilræði. Heilræðin voru þó sjaldnast í ræðu, frekar í gjörðum og hann er mín helsta fyrirmynd. Hvað hann var alltaf ljúfur og réttlátur, vandaður, hjálpsamur og fróðleiksfús. Helgi var nægjusamur og nýt- inn, og beið stundum ansi lengi með að opna nýja hluti því sá eldri var enn nothæfur. Hans uppá- haldsiðja á seinni árum var að lesa og hlusta á frásagnir fólks í útvarpinu og stundum deildi hann því með okkur. Hann átti það til að klippa út fréttir sem hann vissi að okkur þættu skemmtilegar og sendi okkur fjölskyldunni þegar við bjuggum erlendis. Hann las líka oft fyrir mig og fjölskylduna, ýmist fréttir, sögur eða ljóð og þegar hann las þá nutum við þess svo mikið því lesturinn var sér- lega lifandi og skemmtilegur. Það var einna skemmtilegast þegar hann flutti fyrir okkur vísur. Vís- ur sem flestar voru skrítnar og skondnar og ég mun sakna mikið að heyra. Börnin mín minnast hans sem ljúfs og viturs afa sem sendi þeim oft sendibréf, töffara sem átti það til að ferðast um á mótorhjóli, afa sem fannst ís, sæl- gæti og gos gott eins og þeim og náði til þeirra með góðum sögum og rúsínuklöttum sem biðu þeirra stundum eftir skóla. Við munum sakna hans Helga okkar, pabba, tengdapabba og afa svo mikið en erum í senn svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hann. Ég var svo sannarlega gæfusöm að Helgi valdi að vera pabbi minn. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Íris Hvanndal, Halldór, Þuríður Erna, Hrafnkell og Ragnheiður (Ragga). Sem ungur drengur kynntist ég Helga föðurbróður mínum nokkuð vel. Það háttaði þannig til að bræðurnir Guðmundur og Helgi bjuggu með fjölskyldum sínum í fjölskylduhúsinu á Öldu- götu 25 í Reykjavík. Eystri hluta hússins höfðu þau byggt saman afi minn og nafni og mágkona hans, Helga Guðmundsdóttir. Helga bjó á jarðhæðinni, við á fyrstu hæð, Helgi á þeirri annarri og afi efst uppi. Það var talsverður samgangur milli þessara tveggja fjölskyldna enda börnin á svipuðu reki. Ólaf- ur bróðir elstur svo kom Hilda, þá ég og svo Kristinn og Guðrún svo til jafnaldra. Það var ekki fyrr en undir lok þessarar „sambúðar“ að tvíburarnir Arnlaugur og Guðrún fæddust. Við fluttum sama sum- arið 1957 hvor í sína áttina, Helgi með sína stóru fjölskyldu á Lang- holtsveginn en við í Drápuhlíð. Þótt nálægðin væri ekki sú sama þá rofnuðu tengslin ekki. Sumarið eftir að ég hætti í sveit hafði Helgi milligöngu um að ég fengi sumarvinnu á hans vinnu- stað. Helgi var skipasmiður og starfaði þá í Daníelsslipp, eða litla slippnum eins og hann var stund- um nefndur. Það var ánægjulegt að sjá hann á vinnustað, góður smiður sem aðrir báru virðingu fyrir. Þá var hann liðtækur í skákinni en í slippnum var teflt í öllum matar- og kaffitímum enda var Björn Þorsteinsson, marg- faldur skákmeistari Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur, einn starfsmanna. Helgi Arnlaugsson Faðir minn, sonur, stjúpsonur og bróðir okkar, ARNAR HJARTARSON, lést fimmtudaginn 22. ágúst sl. Útför hans hefur farið fram. Tómas Árni Arnarson Johnsen Hjörtur Örn Hjartarson Hrefna Hrólfsdóttir Kolbrún Sveinsdóttir Hjördís Isabella Kvaran Hjörtur Hjartarson Hrafn Hjartarson Ástkær eiginkona mín og vinur, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, Gugga, Hólabraut 1, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 14. september. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 28. september klukkan 13. Sigurgeir Þór Jónasson Jónas Þór Sigurgeirsson Bryndís Sigurðardóttir Anna Linda Sigurgeirsdóttir Jón Þór Jónsson Ásthildur G. Sigurgeirsdóttir Laufar Sigurður Ómarsson barnabörn og barnabarnabörn Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.