Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar taka virkan þátt frekar en að hlýða fyrirmælum og finnst brýnt að geta séð árangurinn af störfum sínum,“ útskýrir Levit. Eftir því sem þessi kynslóð verður meira áberandi á vinnustöðum, og eftir því sem viðfangsefni fyrirtækja og stofnana breytast í takt við nýja tíma, þurfa stjórnendur að nálgast áskoranir vinnudagsins með öðrum hætti. „Þetta nýja umhverfi kallar á að þjálfa fólk og leiðbeina með öðrum hætti, og ekki lengur hægt að ganga að því sem vísu að stjórnandinn geti einfaldlega gefið fyrirmæli og þeim verði síðan fylgt.“ Alltaf að læra eitthvað nýtt Levit segir að æ meira muni reyna á getu stjórnenda til að eiga í per- sónulegu sambandi við starfsfólkið og virkja hæfleika og áhugasvið hvers og eins. „Þetta kann að hljóma mjög flókið og erfitt en snýst í raun bara um að halda samskiptaleiðunum opnum og gefa sér tíma til að ræða saman endrum og sinnum.“ En hvað þarf einstaklingurinn að gera til að halda sér á floti á vinnu- markaði framtíðarinnar? Levit segir sveigjanleika og símenntun lykilinn að því að verða ekki undir á tímum örra breytinga. „Það á ekki lengur við að fólk einfaldlega mennti sig á einu sviði og starfi svo við það sama ævina á enda. Í staðinn munum við öll þurfa að vera stöðugt að bæta við okkur nýrri þekkingu úr ólíkum átt- um og taka sjálf á því ábyrgð að geta áfram verið verðmætir starfskraftar sama hvað vinnuumhverfi okkar breytist; að geta t.d. tekið að okkur ný hlutverk innan vinnustaðarins ef okkar gömlu störf verða að hluta eða jafnvel að öllu leyti sjálfvirknivæð- ingu að bráð.“ Þegar á þetta er minnst heyrast oft óánægjuraddir úr röðum þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur; að það sé hægara sagt en gert fyrir þá sem eru engin unglömb að læra nýja hluti og tileinka sér ný hlutverk. „Og það getur vel verið rétt að námsgáfunum hraki með aldrinum, en á móti kemur að þeir sem eldri eru búa að reynslu sem hjálpar þeim að tileinka sér og nýta það sem þeir læra,“ útskýrir Levit og undirstrikar að hún sé ekki að segja að fólk þurfi endilega að setjast reglulega á skólabekk til að halda í við tækniframfarirnar. „Það gæti verið nóg að finna einfaldlega eitthvað sem viðkomandi hefur áhuga á og rækta þekkinguna á því sviði, s.s. með því að hlusta á gott hlaðvarp á leið til og frá vinnu. Aðal- atriðið er það hugarfar að bæta stöð- ugt í þekkingarsarpinn.“ Hún getur líka hughreyst þá sem halda að unga fólkið, með alla sína tækniþekkingu, muni geta valtað yfir þá sem eldri eru. „Yngsta fólkið á vinnumarkaðinum hefur vissulega sína styrkleika, en það sama má segja um þá sem eldri eru. Þannig stendur unga fólkið oft verr að vígi þegar kemur að hæfni í mannlegum samskiptum og getunni til að leysa farsællega úr ágreiningsmálum. Af þeim sökum er upplagt að koma á gagnkvæmu leiðbeinandasambandi á milli yngri og eldri starfsmanna svo þeir geti lært hvorir af öðrum og styrkt.“ Aðstæður kalla á sveigj- anleika og símenntun AFP Áskorun Starfsmaður franskrar bílaverksmiðju fylgist með fullkomnum róbotum. Tæknin hefur fækkað störfum í iðnaði og nú er reiknað með að mörg skrifstofu- og þjónustustörf muni hverfa. Framtíðin krefst aðlögunarhæfni.  Á tímum sjálfvirkni og gervigreindar þurfa bæði stjórnendur og almennir starfsmenn að nálgast störf sín með öðrum hætti og gæta þess að staðna ekki VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Framtíðin er í senn spennandi og ógnvekjandi. Allar horfur eru á að á komandi árum og áratugum muni tæknin taka risastökk fram á við og gjörbreyta vinnumarkaðinum. Gervi- greind og sjálfvirkni eiga eftir að auka verðmætasköpun og skilvirkni og um leið gera sum störf með öllu óþörf. Okkur langar öll að njóta ávaxta framfar- anna en óttumst líka að tæknin muni hafa af okk- ur lifibrauðið. Alexandra Le- vit segir að þeir sem vilji græða á þróuninni, frekar en verða fórnar- lömb hennar, þurfi að setja sig í rétt- ar stellingar, en einnig þurfa stjórn- endur að laga sig að breyttum tímum og búa sig undir að þurfa að leiða allt annars konar vinnustað. Levit er aðalfyrirlesari á ráðstefnu sem Origo heldur á morgun, 24. september, undir yfirskriftinni Hvers konar hæfni þarf starfsfólk ár- ið 2030? Hún er framtíðarfræðingur, metsöluhöfundur og ráðgjafi og þyk- ir í hópi heimsins fremstu sérfræð- inga á sínu sviði. Listin að stjórna Z-kynslóðinni Hvað hlutverk stjórnandans snert- ir segir Levit að unga fólkið sem núna er að koma inn á vinnumark- aðinn nálgist stöf sín með öðrum hætti en eldri kynslóðir og stjórnun- araðferðir sem áður hafi reynst vel séu óðum að úreldast. „Þetta er Z- kynslóðin svokallaða – fólk fætt eftir 1996 – sem hefur upp til hópa tileink- að sér annars konar viðhorf, áherslur og vinnubrögð en kynslóðirnar sem á undan komu. Um er að ræða drífandi og tæknivædda kynslóð sem hefur al- ist upp við það að biðja Siri eða Google um svar í hvert skipti sem spurning brennur á þeim. Þau vilja Alexandra Levit 23. september 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.76 124.36 124.06 Sterlingspund 154.94 155.7 155.32 Kanadadalur 93.25 93.79 93.52 Dönsk króna 18.293 18.401 18.347 Norsk króna 13.739 13.819 13.779 Sænsk króna 12.753 12.827 12.79 Svissn. franki 124.78 125.48 125.13 Japanskt jen 1.1455 1.1523 1.1489 SDR 169.57 170.59 170.08 Evra 136.62 137.38 137.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.4519 Hrávöruverð Gull 1504.1 ($/únsa) Ál 1762.0 ($/tonn) LME Hráolía 65.0 ($/fatið) Brent Hópur nærri 87 stórfyrirtækja hefur svarað kalli samtakanna We Mean Business um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Átak samtakanna hóf göngu sína í júní og var greint frá árangrinum á sunnudag, í aðdraganda loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Að sögn Reuters hafa sum fyrir- tækin í hópnum, s.s. svissneski matvælarisinn Nestlé og franska snyrtivörufyrirtækið L’Oreal, strengt þess heit að minnka eða jafna sótspor sitt að fullu fyrir ár- ið 2050. Önnur hafa látið duga að lofa að breyta rekstri sínum í samræmi við markmið Parísar- samkomulagsins frá 2015, s.s. finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia og franska matvælaveldið Danone. ai@mbl.is Vilja draga úr losun  Alþjóðleg fyrirtæki snúa bökum saman Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík skilaði 963 þús- und króna hagnaði á árinu 2018 og jókst hann frá því á árinu 2017 er hagnaðurinn nam 79 þúsund krón- um. Sala fyrirtækisins jókst lítil- lega á milli ára og nam 382 millj- ónum króna í fyrra miðað við 378 milljónir króna árið 2017. Rekstr- argjöld námu samtals 344 millj- ónum króna í fyrra miðað við 348 milljónir króna árið 2017. Eignir fyrirtækisins námu 377 milljónum króna í árslok 2018 mið- að við 366 milljónir í lok árs 2017. Skuldir fyrirtækisins námu samtals 192 milljónum króna í fyrra miðað við 181 milljón árið 2017. Eigið fé Gentle Giants nam 185 milljónum króna. Eigendur fyrirtækisins eru Gunnar Magnússon og Ingibjörg Hákonardóttir sem eiga 49% hlut hvort og Hákon Gunnarsson sem heldur á 2% hlut, en þau eiga félag- ið í gegnum Reykjavík Whale- watching ehf. Fyrirtækið var stofn- að árið 2001 og býður upp á ýmsar ferðir um Skjálfandaflóa. Sölutekjur Gentle Giants 382 milljónir Tekjulind Ferðamenn á leið í hvalaskoðun frá Húsavík. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.