Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Side 14

Kiwanisfréttir - 01.08.2006, Side 14
ITALIUFERÐ KIWANISMANNA OG KVENNA 2006 Það var myndarlegur hópur Kiwanismanna og -kvenna ásamt mökum, sem mættu á Keflavíkurflugvöll annan í hvítasunnu 5. júní sl. um hádegisbil. Hér voru á ferð 133 manns. Ferðinni var heitið til Italíu á Evrópuþing Kiwanis sem haldið var í Róm dagana 9. og 10. júní. Ég ætla að láta öðrum það eftir að gera grein fyrir þinginu, sem mér þótti ekki mikið til koma. Flogið var frá Islandi til Mílanó og komið þangað kl. 18:35 á staðartíma, síðan var framhaldsflug fyrir flesta til Napólí kl.20:50 og komið þangað kl. 22:30 og skömmu síðar á hótelin. Það var galli á gjöf Njarðar að nokkrir félagar urðu að taka flug til Rómar og aka síðan í langferðabifreið til Napólí sem tók nokkurn tíma og voru þeir að vonum þreyttir eftir ferðina. Næsta morgun vöknuðu flestir nokkuð hressir og nú var ferðinni heitið til eyjarinnar Caprí, sem Davíð Stefánsson o.fl. hafa dásamað svo mjög. Eftir 45 mínútna siglingu var komið til Caprí og er ekki ofsögum sagt hversu heillandi hún er. Við fórum í siglingu kringum eyjuna og er með ólíkindum að fólk skuli búa þarna, því ekkert undirlendi er og húsin hanga á klettabrúnum. Það varð ein- hverjum á orði „ekki vildi ég vera með börn þarna" þv£ ef farið var út á svalir voru fleiri tugir metra niður í sjó. Einhver orðaði það svo að ef maður dytti út um glugga, þá hefði hann tíma til að klæða sig úr og þegar í sjó kæmi væri hann á sundskýlu, svo hátt væri niður. Það er skemmst frá því að segja að dagurinn á Caprí verður sennilega sá ógleyman- legast í ferðinni. Ég segi ekki að það hafi ekki borið skugga á, en þegar við neyttum síðbúins hádegisverðar fór að rigna og þvílík rigning, með þrumum og eldingum og að síðustu hagléli. Síðla dags var siglt aftur til Napólí og kvöldinu eytt í að fara á veitingastaði, bæði fjær og nær hótelunum og njóta bæjarlífsins. Að morgni 7. júní var haldið af stað frá Napólí og held ég að fæstir hafi saknað þess, þó svo kynnin hafi ekki verið mikil, því víða hef ég komið en held að þetta hafi verið toppurinn á sóðaskap sem ég hef séð. 14

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.