Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019 H ann rennir í hlað kaffihússins á Granda á reiðhjóli, sportlega klæddur í gallabuxum og strigaskóm, með sólgleraugu á nefi enda skín sólin glatt þenn- an fallega haustdag. Mættur er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Ingvar E. Sigurðsson, sem enn einu sinni vinnur leiksigur, nú í myndinni Hvítur, hvítur dagur sem frumsýnd var á föstu- dag; mynd sem fær mikið lof gagnrýnenda. Ingvar hefur staðið á sviði í um þrjátíu ár og í seinni tíð birtist hann ekki síður á hvíta tjaldinu eða á skjánum að gleðja landsmenn og heims- byggðina með vönduðum leik sínum. Þegar blaðamaður undirbjó sig fyrir viðtalið kom í ljós að afar fá stór viðtöl höfðu birst við Ingvar í gegnum tíðina sem kom á óvart. Hann var með útskýringu á reiðum höndum. „Það er misskilningur að allir leikarar séu athyglissjúkir; það á alla vega ekki við um mig,“ segir hann og hlær. Ingvar segir vel geta farið saman að vera hlé- dræg persóna og leikari. „Að leika snýst ekki um að vera frjálslegur, heldur um að hemja sig. Þetta er eins og að temja hest. Maður þarf að temja sjálfan sig, aga sig inn í hinar og þessar aðstæður. Þegar ég var í Hross í oss myndinni fannst mér sambærilegt að eiga við hryssuna og að eiga við karakterinn minn. Stundum verður karakterinn sem þú ert að leika að vera frjáls en þú verður að hemja hann. Það þarf alltaf að taka í taumana en samt að leyfa honum að halda að hann sé frjáls um leið og maður stjórnar hon- um,“ segir Ingvar og játar að þar komi öll reynslan til góða. Og reynsluna hefur hann sannarlega. En áður en við köfum dýpra í leyndardóma leiklistar er ekki úr vegi að kynn- ast Ingvari aðeins betur og fá hann til að segja frá hvernig hann endaði á að glíma við leiklist- argyðjuna og gera það að ævistarfi. Leikstjórinn gaf sig ekki Ingvar er alinn upp í Bústaðahverfinu í Reykjavík, sonur hjónanna Sigurðar Ólafs- sonar og Guðbjargar Þorleifsdóttur, lang- yngstur sex systkina. „Ég var mikið í Vestmannaeyjum og í Mið- firði í sveit á sumrin og svo þegar ég var í menntaskóla flutti ég með foreldrum mínum í Borgarnes þar sem pabbi tók við stöðu sím- stöðvarstjóra,“ segir Ingvar og segir foreldra sína hafa rekið fataverslanir við Laugaveg áð- ur en þau fluttu sig um set. „Það var mjög hollt fyrir mig að koma úr borginni á minni stað. Það tóku allir eftir því að kominn væri nýr strákur í bæinn og ég fékk smá athygli sem ég hafði svo sem aldrei þráð en fannst á einhvern hátt notaleg,“ segir hann og hlær. „Ég var boðinn velkominn í svo margt; í kirkjukórinn og svo í hljómsveit með nokkrum strákum. Svo var ég togaður inn í leikfélagið; leikdeild Skallagríms sem er ungmennafélagið í Borgarnesi,“ segir Ingvar en þegar þarna er komið er hann um tvítugt. „Ég hafði engan tíma í þetta því ég var bæði að vinna og í menntaskóla en vinkona mín blekkti mig með því að segja að þetta væri bara lítið námskeið. Þegar námskeiðið var búið var mér boðið eitt af aðalhlutverkunum í Dúfnaveislunni eftir Halldór Laxness en ég af- þakkaði. En leikstjórinn hætti ekki fyrr en ég gaf mig. Ég hafði enga reynslu en hafði áhuga á menningu og er alinn upp við það að dást að góðum listamönnum, ekki síst leikurum,“ segir hann og endaði á að þiggja hlutverkið. Þar með var teningnum kastað og Ingvar kominn á svið. Hann segir áhugann hafa kvikn- að fljótt. „Ég fór að skilja þetta betur. Að leik- list er ekki bara að tala og muna texta heldur er hún svo líkamleg. Miklu meira en fólk áttar sig á. Dansinn og fýsíkin heillar mig mjög, eins og dansleikhús. Ég hef reynt að toga það meira inn í leikhúsið en fólk er minna fyrir abstrakt leikhús. Fólk þarf svo mikið að skilja en það er hægt að skynja og skilja ekki neitt en njóta þess samt. Þá fer hugurinn á flug.“ Narraður út í leiklist Eftir ævintýrið á fjölum litla leikhússins í Borgarnesi lá leiðin í leiklistarskólann. Þó var það ekki meðvituð ákvörðun frekar en það að standa á sviði í Borgarnesi. „Ég tók ekki þessar ákvarðanir sjálfur held- ur voru það aðrir sem nörruðu mig í þetta. Guðjón Guðmundsson, félaga minn, langaði að sækja um skólann og vildi fá mig með. Ég ákvað að það væri kjörið tækifæri og komst inn, sem var ekkert auðvelt. Þarna voru krakkar úr Herranótt sem þekktust öll en ég kom þarna kaldur inn og þekkti engan. En ég komst inn og það varð ekki aftur snúið,“ segir Ingvar og sér hann ekki eftir þeirri ákvörðun. Í bekknum var einnig Edda Arnljótsdóttir leikkona sem er eiginkona Ingvars til margra ára. Saman eiga þau fjögur börn, sá yngsti er nýorðinn tvítugur. Þrjú af börnunum hafa lagt, eða hyggjast leggja, listina fyrir sig. „Þetta sogast allt í sömu áttina þó að það hafi ekki verið ætlunin að vera eins og pabbi og mamma. Snæfríður er leikkona og Áslákur er að hefja feril í óperusöng. Sigurður er í listaháskól- anum í leiklistardeildinni og Hringur er enn í menntaskóla og gefur ekkert upp um fram- haldið,“ segir Ingvar og brosir. „Við foreldrarnir vorum alls ekki að ýta þeim út í leiklist en þau voru oft beðin um að leika hlutverk því það vantaði oft krakka í leik- húsin. En þau hafa verið dugleg að afþakka ef þau hafa ekki mátt vera að því. Áslákur og Snæfríður léku með mér í Kaldaljósi og nokkr- um sviðsverkum,“ segir hann og segir sér lí- tast vel á að börnin feti leiklistarbrautina. „Þetta getur verið mjög hollt fag og er mjög forvitnilegt. Þú ert að kynna þér alls kyns að- stæður sem þú myndir annars ekki gera. Í mínu tilviki hef ég sóst eftir hlutverkum sem Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson segist reyna að velja sér ögrandi verkefni. „Ég get þá farið út á hættulega jaðra og þá kynnist ég sjálfum mér betur.“ Morgunblaðið/Ásdís Eins og að temja hest Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur er nú í kvikmyndahúsum borgarinnar. Ingvar E. Sigurðsson á stórleik sem persónan Ingi- mundur og hefur nú þegar unnið til verðlauna fyrir leik sinn. Ingvar á að baki tæplega þrjátíu ára feril og skiptir tíma sínum jafnt á milli kvikmynda og leiksviðs. Hann hefur leikið í Hollywood-myndum og gengið meðal stórstjarna en er með báða fætur á jörðinni og sækist ekki eftir frægðinni. Hann leggur allan sinn metnað í starfið og segist sífellt vera að ögra sjálfum sér. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Að leika snýst ekki um aðvera frjálslegur, heldur umað hemja sig. Þetta er eins og aðtemja hest. Maður þarf að temja sjálfan sig, aga sig inn í hinar og þessar aðstæður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.