Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Side 17
inn beindist athyglin einatt næst að hinu fræga vopni hans. Hefndarþorstanum var ekki fullnægt fyrr en sigurvegarinn kom höndum yfir þau eða eyðlagði. Cicero var nokkuð við aldur þegar hann náðist á flótta, og var drepinn af útsendurum hatursmanna sinna. Eftir að hann var veginn fylgdu aftökumenn fyrir- mælum um að höggva af Cicero hendurnar sem skrif- að höfðu hina hárbeittu texta bréfa hans og ræður. Þegar komið var með líkamsleifar ræðuskörungs- ins teygði Fulvia, eiginkona Markusar Antoniusar, sig í höfuð hans og stakk tunguna margoft með hár- prjónum. Bóndi hennar lauk svo hinum táknrænu hefndum á hinum dauða manni. Hann skar tunguna úr munni hans og negldi hana á ræðupallinn (Rostra) þar sem Cicero hafði unnið sína frægustu sigra, í vörn og sókn. „Talaðu nú, ræpan þín“ hefði Fulvia getað hafa hrópað, þótt engar heimildir séu um það. Það er athyglisvert að hinir miklu ritsnillingar Cicero og Snorri Sturluson áttu ekki aðeins sameig- inlegt að verða vel fjáðir og blandast mjög inn í valda- brall sinnar tíðar og þjóðar. Þeir eiga það og sameig- inlegt að hafa verið vegnir af óvinum þeirra og ekki síst að síðustu orð beggja fyrir víg eru þekkt. Og eru þau næsta ólík. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri. Þegar andstæðingarnir höfðu náð Cicero á flótt- anum teygði hann höfuð sitt út úr burðarstólnum og sagði: „Það er ekkert sómasamlegt við það sem þið ætlið ykkur að gera nú, hermaður, en reyndu samt að standa sómasamlega að því.“ En hvorki drápið né umgengnin um líkamsleifarnar uppfylltu þessa seinustu ósk goðmagnsins. Af hverju þessi samanburður? En hvers vegna verður manni á að nefna þingið í Westminster til sögu og missa sig eftir fáeinar setn- ingar um það alla leið suður til Rómar, dragandi svo þá Cicero og Snorra mikla Sturluson inn í tilvonandi vangaveltur bréfsins? Til þess liggja margar ástæð- ur. Snorri hafði leikið sér nærri ofurvaldinu og notið lystisemda þess, sem var mest þá, í nágrenni lands- ins, í Noregi. Það sóttist eftir því að gera Snorra að handbendi sínu og ná landi hans undir sig. Snorri, eins og Bretar, kynntist því ofurvaldinu í návígi. Bretar vildu út og Snorri vildi út þótt merkingin væri vestur til Íslands. Og báðir reyndu á eigin skrokki að það væri hægara ort en gert að slíta sig frá valdinu eftir að hafa gælt við það um hríð. Konungsvaldið náði ekki til Snorra uppi í Reykholti en það hafði sína 5. herdeild sem tók verkið að sér. („Árni beiskur verkið vann.“) Og breska þjóðin vissi ekki betur en hún hefði svar- að með afgerandi hætti að hún vildi út þegar hún fékk loks að svara slíkri spurningu án milliliðar. Spurningin var einföld og ljós, enda er það fyrsta skilyrðið þegar mál er lagt fyrir þjóð í atkvæða- greiðslu. En 5. herdeildin í Bretlandi hefur tafið málið í þrjú ár og vill tefja það enn. Önnur ástæða Það gerir það einnig gráupplagt að teygja sig nú suð- ur til Rómar að grísku- og latínumaðurinn Boris for- sætisráðherra er mikill áhugamaður um hina fornu Róm og skrifaði fyrir rúmum áratug bók þar sem hann spurði sig hvers vegna þeim þar hefðu lukkast tilraunir til að sameina Evrópu undir eina stjórn og um eina mynt, en búrókrötum mistekist slíkt ætl- unarverk svo hörmulega tveimur árþúsundum síðar. Bókin heitir Draumurinn um Róm. BBC gerði heimildarmynd með hliðsjón af bókinni í aðdraganda útgáfunnar. Bréfritari neyðist til að viðurkenna að hann hefur ekki lesið bókina og aðeins þefað af efni hennar og efnistökum eftir umsögnum annarra. Bókin virðist hafa fengið bærilegar umsagnir. Þar sem blaðið Guardian er þekkt fyrir að vera ekki veikt fyrir breska Íhaldinu almennt og ekki Boris Johnson sérstaklega er tilvalið að bera þar niður í bókadómi. Þar segir að bókin sé hin prýðilegasta og ánægjuleg aflestrar og sannfærandi um flest. Boris Johnson komist að þeirri niðurstöðu að vandi Evrópusam- bandsins sé sá helstur að það sé ekki líkara róm- verska heimsveldinu en það er: „Hvers vegna er þar ekki „garum“ á borði (pikkluð sósa), eins konar evru- tómatsósa, sem prýddi sérhvert rómverskt borð, táknmynd samræmis án reglusetningar? Hvers vegna gekk sameiginleg mynt upp þá en ekki núna? Svör Johnsons eru, dálítið eins og mað- urinn sjálfur, á köflum losaraleg, en þegar betur er að gáð reynast þau skynsamleg.“ Ritdómarinn stiklar því næst á samanburði John- sons á þessum miklu tilraunum sögunnar og nið- urstaða bréfritara er sú að rétt sé að nálgast bókina, sem virðist hafa að geyma áhugaverðar tilgátur og lipran og líflegan texta. Aftur til Lundúna Og þá víkur sögunni aftur til Lundúna. Þar hefur á ýmsu gengið. Boris hefur nú verið forsætisráðherra í 40 daga og klukkan tifar. Fimmta herdeildin í Íhaldsflokknum ákvað að fórna öllu til að stöðva ákvörðun Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu. Ákvörðunin er þó látin heita annað. Þeir segjast vilja koma í veg fyrir að Bretar yfirgefi ESB „án samnings“. Og um þann samning hljóti ESB að hafa neitunarvald! Þegar skilaboð berast um þetta til Brussel hverfur sá litli vilji, sem virtist hafa vaknað með komu Bor- isar, til að ganga frá formsatriðum sem fylgja út- göngunni. Brussel hefur ekkert að óttast. Með mis- notkun á þinginu og liðhlaupi áköfustu ESB-sinnanna í fangið á Verkamannaflokknum verður komið í veg fyrir útgöngu um fyrirsjáanlega framtíð. Forsætisráðherrann, sem áður hafði tekið fram að hann vildi ekki flýta kosningum, og að hann teldi að þjóðin væri sama sinnis, segir að eftir þessi ósköp eigi hann og þjóðin engan annan kost. Cameron hafði afsalað valdi forsætisráðherrans til að boða til kosninga til að fá Frjálslynda í stjórn. Þing skyldi því framvegis sitja í full fimm ár nema það samþykkti sjálft með 2⁄3 hluta atkvæða tillögu for- sætisráðherra um annað. Corbyn hefur krafist kosninga hvað eftir annað og sagst til í þær hvenær sem byðist. Boris Johnson lagði fram tillögu um að kosningar færu fram 15. október næstkomandi, rétt rúmum hálfum mánuði áður en Bretland yfirgefur ESB, sam- kvæmt gildandi lögum. Nú er kominn viðauki við þau lög. Gildrur um allt Corbyn telur að með boðun kosninga sé verið að leiða Verkamannaflokkinn í gildru. Því þótt svo virðist, fljótt á litið, að verið sé að gefa honum færi til að vinna kosningar og tryggja sér meirihluta þingmanna til að sækja um eilífðarfrest frá útgöngu, þá sé ekki allt sem sýnist. Það sem sýnist er þó það, sem Corbyn vill ekki ræða: Kannanir sýna nú að Verkamannaflokkurinn yrði fjarri því að fá meirihluta á þingi. Líkur standi frekar til þess að Boris Johnson fái meirihluta. Corbyn leggur því til við sinn flokk að hann greiði atkvæði gegn því að efnt verði til kosninga nú. Það þykir einstakt að stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn hlaupi frá margendurteknum kröfum um kosningar, þegar þær bjóðast. En Corbyn hefur sínar ástæður. Óburðug staða Rætt er um að Boris Johnson sé nú kominn í eins konar stofufangelsi í Downingstræti 10. Hann geti ekki komið neinu máli í gegnum þingið. Hann geti ekki knúið fram kosningar sem muni snúast um það hvort fólkið eða klíkurnar á þingi eigi að ráða. Segja mætti að Boris minni nú mest á sjálfan sig þegar hann hékk í mikilli hæð fastur í rólunni forðum og gat sig hvergi hrært. Sú mynd er meðal þeirra frægustu af borgarstjóranum fyrrverandi. Hvað hefði gerst í Róm? Í Róm hefði keisarinn látið herfylkin ryðja þingsalinn og svo látið krossfesta andstæðingana. Boris skrifaði vissulega bókina um Rómardraum- inn. En hún lýsir ekki hans draumum. Boris var að lýsa draumförum búrókrata í Brussel. En tillagan sem þingið samþykkti felur forsætisráðherranum að fara til Brussel og biðja um enn einn frest, frest sem hann veit að er vita tilgangslaus þegar meirihluti þingsins hefur sprengt samningsstöðu lands síns í loft upp. Forsætisráðherrann segist fyrr liggja dauður en hann gangi erinda fáránleikans. Það eru engin úrræði til að knýja forsætisráð- herrann til þessarar sendifarar. En það er háskalegt fyrir hann að óhlýðnast lögum sem beinast að honum sjálfum. Forsætisráðherrann virðist koma sífellt oftar að lokuðum dyrum enda fjörutíu þingmenn fyrir borð eftir að fimmta herdeildin fjarlægði grímuna. Helsta von hans virðist felast í þessari höfnun á kosning- unum. Stjórnarandstaðan hafnaði kosningum 15. október sem hefði átt að gefa þeim færi á að fá stuðn- ing þjóðarinnar til að stöðva brexit. Nýr forsætisráð- herra með meirihluta á bak við sig á þingi hefði ríf- legan tíma til að kalla eftir enn einum fresti á útgöngunni. Boris neitar að flytja uppgjafaryfirlýs- ingu þingsins til Brussel. Þinginu hefur ekki tekist að hnekkja þessari fækkun þingdaga um sex sem reynt var að gera að stórmáli. Þetta er staðan í hnotskurn. Bretar og áhugamenn víðar bíða spenntir eftir næsta leik Borisar Johnsons. Til að sá leikur breyti veikri stöðu honum í hag þyrfti Boris að hafa eft- irnafnið Fischer eða að minnsta kosti brot af snilli- gáfu Bobbys. Hefur hann það? Er pínulítill Bobby í Boris? Það er spurningin. ’ Við höldum því fram að þingið okkar sé það elsta í heimi og slengjum því fram við þá sem kalla þingið sitt í Westminster „móður allra þinga“ að amma þinganna sé skammt undan norðan á. En okkar þing var óneitanlega lungann af langri sögu ekki rödd fullvalda eða sjálfstæðrar þjóðar. Og nú kepp- ast menn við að komast í sama far aftur. 8.9. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.