Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2019, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2019
LÍFSSTÍLL
Yaman Brikhan er frá Aleppoí Sýrlandi en hefur búið hérfrá aldamótaárinu og settist
því að á Íslandi löngu áður en
stríðið skall á í Sýrlandi. „Ég kom
hingað í leit að betra lífi. Í byrjun
vann ég ýmis störf en fór svo út í
veitingarekstur. Ég er hvorki
kokkur né bakari; ég sé einungis
um viðskiptahliðina sem fram-
kvæmdastjóri,“ segir Yaman og
nær í afar sérstakt kaffi fyrir
blaðamann sem rennur ljúflega
niður yfir spjalli.
Fyrstir með baklövur
Yaman á enn bæði vini og fjöl-
skyldu í Aleppo; borg sem nú er
ekki svipur hjá sjón eftir skelfilegt
stríð sem sér ekki fyrir endann á.
„Sumir ættingjar mínir og vinir
hafa dáið í stríðinu. Þegar ég horfi
á fréttir í sjónvarpi um Sýrland
tekur það virkilega á. Það er bara
hræðilegt,“ segir hann.
Yaman opnaði Aleppo Café í
ágúst ásamt landa sínum Youssef
Jalabi, sem er bakari. „Ég ákvað
að opna hér sýrlenskt bakarí og
kaffihús því það fannst ekkert
slíkt hér á landi. Svo ætla ég í
framtíðinni að vera líka með mat
hér, eins og kebab. Alls staðar í
Evrópu má finna bakarí sem selja
baklava en það fannst ekki hér
þannig að við erum fyrstir. Bak-
lava er mjög vinsælt í Sýrlandi,
Tyrklandi og Grikklandi og víðast
hvar í Mið-Austurlöndum,“ segir
hann.
„Deigið er svipað því sem notað
er í vínarbrauð, nema miklu
þynnra. Svo notum við mikið hnet-
ur í baklava, sérstaklega pist-
asíur,“ segir Yaman og sýnir
blaðamanni girnilegar baklövur í
röðum sem sjá má á bökkum und-
ir gleri.
Kaffi með
kardemommum
Yaman segir staðinn ganga ákaf-
lega vel. Bæði Íslendingar og
ferðamenn hafa notið þess að fá
sér sýrlenskt kaffi, baklövur, súr-
deigsbrauð eða annað bakkelsi
sem þar er í boði.
„Ferðamenn þekkja margir
baklövur. Um daginn kom hér
hópur þýskra ferðamanna sem
voru svo hrifnir að þeir keyptu
baklövur til að taka með sér heim
til Þýskalands,“ segir Yaman og
brosir.
„Í þessu bakaríi blöndum við
saman evrópsku og sýrlensku
bakkelsi, þannig að það er eitt-
hvað fyrir alla. Við erum svo með
kaffi og te og ætlum að fara út í
það að vera með smúðinga. Hér er
líka seldur ís. Svo erum við með
súrdeigsbrauð sem er bakað af
sérstökum súrdeigsbakara. Sumir
segja að hann sé einn sá besti á
landinu,“ segir Yaman.
„Við opnum snemma á
morgnana og erum með opið til
tíu á kvöldin og ég er mjög
bjartsýnn að þessi staður gangi
vel,“ segir Yaman og nefnir að
strax séu margir orðnir fasta-
kúnnar.
„Við höfum fengið svakalega
fínar viðtökur og fólk ánægt.“
Yaman nær í ýmsar tegundir
baklava og gefur blaðamanni að
smakka og bragðast þær afar vel.
Kaffið hjá Yaman er alveg í sér-
flokki og segist hann selja mikið
af sýrlenska kaffinu. „Þetta er
kaffi með kardimommum.
Íslendingar elska sýrlenska
kaffið!“
Morgunblaðið/Ásdís
Íslendingar elska
sýrlenska kaffið
Framkvæmdastjórinn Yaman stillir
sér upp ásamt starfstúlkunum Dal-
iu og Deimante sem þjóna hinum
mörgu nýju kúnnum Aleppo.
Við Tryggvagötu má finna bakaríið og kaffihúsið Aleppo Café sem býður
upp á óvenjulegt bakkelsi og kaffi frá Sýrlandi í bland við annað góðgæti.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Sýrlenska kaffið með kardemommum heillar landann.
Borðið er hlaðið gómsætum baklövum.
Pistasíu-baklava og kaffi klikkar ekki.
VERSLUN
VI
Ð O
PNUM
Á LAUGARDÖGUM
!
Á HVOLSVELLI
FB Selfossi
Austurvegi 64a
5709840
FB Hellu
Suðurlandsvegi 4
5709870
FB Hvolsvelli
Ormsvellir 2
5709850
www.fodur.is
fodur@fodur.is
VERSLUN FÓÐURBLÖNDUNNAR Á HVOLSVELLI VERÐUR
OPIN ALLA LAUGARDAGA FRÁ 10-14
OG VIRKA DAGA 9-18