Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Landsfundur Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs verður
haldinn á Grand Hótel Reykjavík
dagana 18. til 20. október. Lofts-
lagsmál verða rauður þráður lands-
fundar, en stefna flokksins byggist
á fjórum grunnstoðum; umhverfis-
vernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri frið-
arhyggju og félagslegu réttlæti.
Vinstri græn eru um þessar mund-
ir leiðandi afl í ríkisstjórn Íslands,
með forsætis-, heilbrigðis-, og um-
hverfis- og auðlindaráðuneytið, og
11 þingmenn. Samkvæmt nýlegum
Þjóðarpúlsi Gallup segjast 12%
þeirra sem taka afstöðu myndu
kjósa Vinstri græn, en tæplega
51% segjast styðja ríkisstjórnina til
áframhaldandi verka.
Fyrir landsfund Vinstri grænna
liggja alls 45 tillögur að ályktunum.
Snúast þær m.a. um heilbrigðismál,
flugsamgöngur, smávirkjanir, mál-
efni flóttamanna og hælisleitenda,
loftslagsmál, innflytjendur, vígvæð-
ingu á norðurslóðum og stjórnar-
skrá Íslands. Þá verður stjórn
flokksins endurnýjuð að stærstum
hluta, en kosið verður til embættis
varaformanns, ritara og gjaldkera
um helgina. Líklegast þykir að
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
verði næsti varaformaður Vinstri
grænna, en hann hefur einn lýst
opinberlega yfir áhuga sínum á
embættinu.
Morgunblaðið setti sig í samband
við tvo þingmenn Vinstri grænna,
formann flokksins og forystu gras-
rótar í tilefni landsfundar. Segja
þau stöðu flokksins sterka og er
það m.a. aukin áhersla fólks á um-
hverfis- og loftslagsmál sem vegur
þar þungt.
Verða metin af verkum sínum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra og formaður Vinstri grænna,
segir margt hafa breyst á skömm-
um tíma er snertir áherslu á um-
hverfis- og loftslagsmál hér á landi.
„Þessi mál verða mjög áberandi
á fundi Vinstri grænna um helgina
og verður m.a. sérstakt loftslags-
pallborð þar. Á örfáum árum hefur
þetta breyst frá því að vera af-
markað viðfangsefni eins ráðherra
yfir í málaflokk sem allir ráðherrar
og þingflokkar vinna að og taka af-
stöðu til,“ segir Katrín í samtali við
Morgunblaðið og heldur áfram:
„Um það verður ekki deilt að nú-
verandi ríkisstjórn hefur tekið á
þessum málum með mun meira af-
gerandi hætti en við höfum áður
séð. Þá verða þessi mál auðvitað í
stöðugri endurskoðun á meðan við
erum leiðandi afl í ríkisstjórn.“
Nú þegar líftími núverandi ríkis-
stjórnar er hálfnaður segir Katrín
flokk sinn vel geta verið ánægðan
með stöðuna hvað málefnin varðar.
„Við höfum náð miklum árangri í
þeim málefnum sem á okkur
brenna, en fyrir stjórnmálaflokkinn
Vinstrihreyfinguna – grænt fram-
boð þá reynir auðvitað á að vera í
ríkisstjórn. Og á það vafalaust auð-
vitað almennt við um alla flokka
sem ákveða að henda sér út í það
verkefni,“ segir Katrín og bætir við
að umræðan í kringum stjórnmál
sé oft á tíðum ansi hörð, einkum
þegar kemur að málamiðlunum.
„En það fylgir því bara að vera í
ríkisstjórn.“
Spurð út í áðurnefnda könnun
Gallup og það fylgi sem Vinstri
græn eru með þar segir Katrín:
„Ef ég væri mikið að hugsa út í
skoðanakannanir þá væri ég löngu
hætt. Þær geta sveiflast gríðarlega.
Ég hef þá trú að þegar við göngum
til kosninga eftir tvö ár muni fólk
horfa til okkar verka á kjör-
tímabilinu. Það eru því miklir
möguleikar á að sækja meira fylgi.“
Loftslagsmál í öllum stefnum
Kolbeinn Óttarsson Proppé,
varaformaður þingflokks Vinstri
grænna, segir loftslagsmál munu
fléttast inn í pólitíska stefnu flokks-
ins í meira mæli en áður.
„Við höfum verið með starfshópa
hjá okkur sem endurskoða stefn-
una í áföngum. Ég hef lagt það til
að stefnan verði hér eftir endur-
skrifuð út frá loftslagsmálum.
Þannig myndu allir þættir stefn-
unnar, hvort sem um er að ræða
atvinnumál, heilbrigðismál eða eitt-
hvað annað, vera skrifaðir út frá
loftslagsmálum. Þessari tillögu
minni var vel tekið og er vinna nú
hafin í tengslum við hana, en hluti
tillögunnar verður kynntur á lands-
fundinum.“
Spurður hvað það sé sem helst
einkenni fundi Vinstri grænna seg-
ir Kolbeinn opinskáar umræður um
stjórnmál vera þar efst á blaði.
„Það er mjög ánægjulegt að geta
sagt þetta, en auðvitað eiga opin-
skáar umræður að vera mik-
ilvægar. Ég á von á því að fólk
muni á þessum landsfundi skiptast
á skoðunum og ræða af heiðarleika
um okkur, fólkið í flokknum, og
okkar stefnumál. Það er einnig
mjög ánægjulegt að sjá hversu
margir eru nú að gefa kost á sér til
trúnaðarstarfa,“ segir hann og vís-
ar þar til embætta varaformanns,
ritara og gjaldkera.
„Heilt á litið finnst mér flokk-
urinn nú vera á góðum stað og í
þeirri stöðu að geta komið sínum
áherslumálum til framkvæmda. Það
má vafalaust færa rök fyrir því að
Vinstri græn séu nú í sinni sterk-
ustu stöðu til þessa,“ segir Kol-
beinn.
Endurskoði viðhorf til NATO
Á sama tíma og Vinstri græn
hafa staðið vaktina í forsætisráðu-
neytinu hefur mjög verið fjallað um
viðveru erlendra hersveita hér við
land. Á sl. mánuðum hafa m.a.
sveitir landgönguliða æft á Íslandi,
fjölmörg herskip og sprengjuflug-
vélar sótt landið heim og orr-
ustuþotur Atlantshafsbandalagsins
(NATO) verið staðsettar í Keflavík
til lengri tíma.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
formaður þingflokks Vinstri
grænna, segir flokkinn vera trúan
sinni stefnu, hann sé enn mjög
andvígur aðild Íslands að Atlants-
hafsbandalaginu.
„Það verður ekki öllu breytt þó
að maður vildi það. Þetta er hluti
þeirra afleiðinga sem fylgja þeirri
skuldbindingu að vera í NATO og
við gengumst undir þjóðaröryggis-
stefnu Íslands og þá var búið að
samþykkja þetta. En auðvitað fer
það í taugarnar á okkar fólki að
ekki sé hægt að koma í veg fyrir
eitt og annað sem snýr að NATO,“
segir Bjarkey og veltir um leið upp
þeirri spurningu hvort ekki sé til-
efni til þess að aðrir flokkar á Al-
þingi endurskoði viðhorf sitt til að-
ildar Íslands að Atlantshafs-
bandalaginu.
Þá segir hún stöðu Vinstri
grænna hafa styrkst undanfarið
með aukinni athygli fólks á nátt-
úruvernd og loftslagsmál. Flokk-
urinn hafi lengi verið leiðandi á
sviði umhverfismála.
„Við þóttum jú eins og margir
muna ansi skrítinn flokkur með
áherslu á umhverfismál og áttum
bara helst að fara í fjallagrasat-
ínslu. Núna hafa margir bæst í
hópinn og það er alltaf styrkur. Við
erum brautryðjendur í þessu eins
og mörgu öðru, en mikilvægast er
að málaflokkurinn fær núna aukna
athygli,“ segir Bjarkey.
Loftslagsmál rauði þráðurinn
Landsfundur Vinstri grænna haldinn um helgina Mikil endurnýjun verður á stjórn flokksins
Við höfum náð miklum árangri í þeim málefnum sem á okkur brenna, segir Katrín Jakobsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kosninganótt 2017 Flokksmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sækja landsfund um helgina. Flokkurinn er nú með 12% fylgi samkvæmt könn-
un en formaður hans segir mikla möguleika á að sækja meira fylgi. „Við höfum náð miklum árangri í þeim málefnum sem á okkur brenna,“ segir Katrín.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
er formaður Ungra vinstri grænna
(UVG), ungliðahreyfingar Vinstri
grænna. Hún segir stöðu flokksins
heilt á litið vera góða.
„Það voru margir sem efuðust
um þetta ríkisstjórnarsamstarf í
upphafi en ég held að okkar fólk
hafi aftur á móti sýnt það og sann-
að hversu mikilvægt það er að
hafa VG í ríkisstjórn. Á ég þar eink-
um við aðkomu Katrínar [Jakobs-
dóttur forsætisráðherra] að mörg-
um málum, Svandísar [Svavars-
dóttur heilbrigðisráðherra] og
Guðmundar Inga [Guðbrandssonar
umhverfis- og auðlindaráðherra].
Ég tel að við séum öll mjög ánægð
með þessa ráðherra og þeirra
störf,“ segir hún. Þá segir Hreindís
Ylva einnig ánægjulegt að sjá
hversu margir liðsmenn UVG gefi
nú kost á sér í stjórnarstöður
Vinstri grænna, en báðir frambjóð-
endur til embættis gjaldkera og
annar frambjóðandi til ritara koma
úr röðum UVG. „Þessi áhugi sýnir
að ungu fólki í VG líður eins og það
eigi erindi í þessar stöður. Svo
vænti ég þess að fleiri liðsmenn
UVG bjóði sig fram sem með-
stjórnendur í stjórn VG.“
Þá munu fulltrúar UVG setja
svip sinn á landsfund, m.a. með
því að leggja til að Útlendinga-
stofnun verði lögð niður.
Ungliðar eigi erindi í stjórnina
FORMAÐUR UNGLIÐAHREYFINGAR VINSTRI GRÆNNA
Notkun: 2 hylki tvisvar á dag við vægum gigtarverkjum. Notist ekki ef
í maga eða þörmum er þekkt. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.florealis.is og www.serlyfjaskra.is.
Haltu þínu striki!
Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið
á Íslandi til að draga úr gigtarverkjum
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki www.florealis.is
o r