Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 12

Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019  Hjartastopp utan spítala er þriðja algengasta dánarorsökin í hinum vestræna heimi, á eftir krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum.  Sjö af hverjum 10 hjartastoppum eiga sér stað í heimahúsi og í 74% til- vika eru vitni til staðar.  Það tekur sjúkrabíl 5-10 mínútur að koma á vettvang á höfuðborgar- svæðinu, en það getur hins vegar tekið aðeins 3-5 mínútur fyrir heil- ann að verða fyrir óafturkræfum skaða af súrefnisskorti. Snör við- brögð viðstaddra skipta því lykil- máli.  Innan við helmingur viðstaddra hefst handa og reynir endurlífgun. Í Þýskalandi aðeins 11%, um 22% í Bandaríkjunum en hér á Íslandi talsvert fleiri eða í kringum 45%, sem samt sem áður er innan við helmingur viðstaddra! Hin 55 pró- sentin treysta sér ekki til þess; bera t.d. fyrir sig kunnáttuleysi eða ótta við að gera eitthvað rangt. Það eina sem mögulega er hægt að gera rangt í stöðu sem þessari er þó ein- mitt að gera ekki neitt.  Lífslíkur þeirra sem lifa af hjarta- stopp utan spítala eru þar af leiðandi frekar litlar, eða um 10-15% í hinum vestræna heimi. Hérlendis, á lands- byggðinni utan þéttbýlis, eru lífs- líkur um 7% en talsvert hærri á höf- uðborgarsvæðinu eða í kringum 22% – allt upp í 30% í einstaka rannsókn. Samanborið við á heimsvísu verður það að teljast góður árangur, en eins og alltaf þegar um fólk ræðir getum við sagt að betur megi ef duga skal. Þetta er jú líf ansi margra sem hægt er að bjarga með einföldum hætti. Raunar bara með höndunum einum saman. Markviss endurlífgunarkennsla Árið 2015 hóf Endurlífgunarráð Evrópu (ERC), með stuðningi Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), átak nefnt Kids save lives, í þeim tilgangi að hvetja allar þjóðir heims til þess að innleiða markvissa endurlífgunarkennslu meðal grunn- skólabarna. Það hafði þá sýnt sig að þrátt fyrir mikla framþróun innan heilbrigðisgeirans, aukna vitundar- vakningu og styttri boðleiðir gekk illa að auka lífslíkur þeirra sem fengu hjartastopp utan spítala. Þjóð- ir á borð við Dani, sem höfðu hins vegar tekið upp markvissa endur- lífgunarkennslu meðal grunnskóla- barna, náðu á aðeins tíu árum að þrefalda þátttöku vitna í endurlífgun og tvöfalda lifun í slíkum tilfellum. Fyrir alla í 6.-10. bekk Nú hefur Þróunarmiðstöð ís- lenskrar heilsugæslu (ÞÍH) ákveðið að svara þessu kalli og innleiða sam- bærilegt verklag hérlendis undir ís- lenska heitinu Börnin bjarga og var það meðal annars gert í samráði við Endurlífgunarráð Íslands og Rauða krossinn. Verkefninu var formlega hrint úr vör í gær, hinn 16. október – á sjálf- an Alþjóðlega endurlífgunardaginn, sem þýðir að framvegis verður kennsla í endurlífgun hluti af skyldufræðslu skólahjúkrunarfræð- inga heilt yfir landið. Til stendur að veita öllum nemendum frá 6. til 10. bekkjar árlega þjálfun og kennslu í endurlífgun, með áherslu á hjarta- hnoð samkvæmt leiðbeiningum frá Endurlífgunarráði Evrópu. Fyrsta skólaárið verður lögð áhersla á yngsta og elsta árganginn og á næsta ári bætast hinir við. H-in þrjú Megináhersla er lögð á verklega kennslu sem byggð er á bóklegri fræðslu. Stuðst er við H-in þrjú; HORFA – HRINGJA – HNOÐA. Það er, að ef fólk kemur að meðvit- undarlausum einstaklingi skal fyrst kannað hvort hann svari áreiti og ef ekki, kalla þá strax á hjálp með því að hringja í 112. Því næst er öndunarvegur opnaður og at- hugað með önd- un. Það er gert með því að leggja viðkomandi á bakið, önnur höndin sett á enn- ið, höfðinu ýtt aftur á sama tíma og lyft er undir hökuna með hinni hend- inni svo höfuðið sveigist aftur. Því næst er vanginn lagður við andlit viðkomandi og fylgst með því hvort brjóstkassinn hreyfist og hlustað hvort öndunarhljóð heyrist eða önd- un finnst. Ekki skal gera ráð fyrir nema um 10 sekúndum í þetta. Ef engin eða óeðlileg öndun er til staðar er STRAX hafist handa við endur- lífgun. Eins og áður sagði er áhersla lögð á verklega þjálfun, þ.e. að nemendur tileinki sér gott, rétt og öflugt hjartahnoð, en þeir sem kunna og treysta sér til eru vitanlega hvattir til þess að framkvæma einnig blást- ursmeðferð, í hlutföllunum 30:2, það er 30 hnoð til skiptis við að blása tvisvar sinnum. Miðað við taktinn Þegar hjartahnoð er framkvæmt skiptir máli að undirlagið sé hart svo viðkomandi skoppi ekki bara upp og niður samanber ef hnoðið færi fram í rúmi. Önnur þykkhöndin er því næst lögð á mitt bringubeinið, fingrum hinnar handar læst yfir þá neðri og olnbogar hafðir beinir og læstir. Miðað er við að axlir séu beint yfir höndunum og brjóstkassanum þrýst niður um 5-6 cm. Þetta kallast hjartahnoð og er það framkvæmt 100-120 sinnum á mínútu, allt þar til hjálp berst eða öndun verður eðlileg. Ef takturinn vefst fyrir fólki er gott að miða við taktinn í laginu Stayin’ alive, Öxar við ána eða Piparköku- sönginn. Öll þessi lög hafa takt sem samsvarar umræddum hnoðtakti, þ.e. 100-120 slög á mínútu. Mikilvægt er að landsmenn allir, ungir sem aldnir, tileinki sér þessa þekkingu, þjálfi hana og rifji upp reglulega, að minnsta kosti á tveggja ára fresti. Frekari upplýsingar má finna á vef Rauða kross Íslands: www.skyndihjálp.is. Þar er einnig hægt að taka tveggja klukkustunda vefnámskeið í almennri skyndihjálp sem lýkur með könnun og jafnvel hægt að prenta út þar til gert viður- kenningaskjal standist maður próf- ið. Best er þó auðvitað að fara á námskeið þar sem áhersla er lögð á verklega þætti endurlífgunar í bland við fræðin, því við vitum aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér og hvenær við gætum þurft á þessari þekkingu að halda. Allir fá þjálfun í endurlífgun Morgunblaðið/Eggert Æfing Hildur Harpa Arnarsdóttir og Kamil Michal Konieczny í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði læra hjartahnoð. Nú verður þessi fræðsla í efstu bekkjum grunnskóla og sinnt af skólahjúkrunarfræðingum, eins og vera ber. Ilmur Dögg Níelsdóttir Heilsuráð Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkr- unarfræðingur Heilsugæslunni Firði Höfundur greinar er Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræð- ingur Heilsugæslunni Firði. Innleið- ing verkefnisins Börnin bjarga var hluti af sérnámi hennar í heilsu- gæsluhjúkrun og byggist greinin m.a. á heimildum þeirrar vinnu. Ef fólk kemur að með- vitundarlausum ein- staklingi skal fyrst kannað hvort hann svari áreiti og ef ekki, kalla þá strax á hjálp með því að hringja í 112. Heimsmarkmið í HÍ Fyrirlesararnir Unnur Valdimars- dóttir og Magnús Karl Magnússon. Í dag efnir Háskóli Íslands til fyrir- lestrar sem er sá fyrsti í viðburðaröð um heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna og helstu áskoranir þeim tengd- ar sem þjóðir heims standa and- spænis. Á fyrsta fundinum, sem er í dag, 17. október, kl. 12 í hátíðarsal að- albyggingar Háskóla Íslands, munu Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófess- or í lýðheilsuvísindum, og Magnús Karl Magnússon, prófessor við lækna- deild, beina sjónum að heilsu og vel- líðan sem eru ein af sautján heims- markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Viðburðaröðin er unnin í samvinnu við Stjórnarráð Íslands, en á fund- inum mun Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra jafnframt fjalla um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir íslenskt og alþjóðlegt samfélag. Þá segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, enn fremur frá því hvernig skólinn hyggst nýta heims- markmiðin í starfi sínu og stefnu- mótun. Ræða heilsu og vellíðan í dag Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Annað kvöld, föstudagskvöld, halda söngvarinn Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari tónleika í Salnum í Kópavogi sem bera yfirskriftina Við nyrstu voga. Nýr geisladiskur þeirra félaga ber þessa sömu yfirskrift, en á honum er að finna íslensk sönglög. Eru þau lög brot af því besta sem þessir góðu tónlistarmenn hafa æft og flutt í góðu samstarfi sín í millum síðasta áratuginn. Tónleikarnir í Salnum hefj- ast kl. 20. Geisladiskur Gissurar Páls og Árna Heiðars kemur út í þessari viku og þar er að finna ýmsar þekktar söng- perlur sem Íslendingar þekkja vel. Má nefna lögin Sjá dagar koma, Rósina, Draumalandið og Hamraborgina. Við nyrstu voga Söngur í Salnum Árni Heiðar Karlsson Gissur Páll Gissurarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.