Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 24

Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjarkönnun með drónum, hita- myndavélar og rannsóknir á bor- kjörnum er meðal þess sem notað hefur verið við fornleifaskráningu og rannsóknir í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þar er sagan í hverju skrefi og sérstaða Þingvalla er mikil þar sem mikið er til af ritheimildum bæði í fornritum sem og öðrum heimildum. Kraftur í verkefnið síðustu ár Notkun á nýjustu tækni hefur leitt til þess að minjar hafa bæst við þær sem áður voru þekktar og hægt er að greina betur eldri minjar und- ir þeim yngri og lögun minja verður skýrari. Einnig hefur verið hægt að staðsetja minjar sem voru skráðar á 19. og byrjun 20. aldar en staðsetn- ing hafði verið á reiki. Einar Á.E. Sæmundsen þjóð- garðsvörður segir að fornleifa- skráning hafi staðið yfir á Þingvöll- um með hléum síðan árið 2010, en síðustu tvö ár hafi verið settur kraftur í verkefnið. Hann segir að rannsóknir síðustu tveggja ára hafi skilað margvíslegum niðurstöðum. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur hefur haldið ut- an um vinnuna frá upphafi og unnið náið með þjóðgarðsverði sem hefur verið tengiliður við verkefnið. Gunnar Grímsson, fornleifa- fræðinemi og áður landvörður á Þingvöllum, hefur séð um dróna- loftmyndatökur og þróað aðferðir við að nýta þá tækni í þessari vinnu. Miklar minjar á Miðmundatúni Á Miðmundatúni, fyrir sunnan Þingvallabæinn, hefur verið notast við borkjarna og fjarkönnun til rannsókna. Stór skáli hefur smátt og smátt komið í ljós án þess að yfirborði hafi verið raskað, en með nýrri tækni er hægt að finna útlínur búðatófta. Þannig hafi fyrri vís- bendingar um stóran skála verið staðfestar á nokkuð öðrum stað en hefðbundið var að horfa til í þing- helginni, að sögn Einars. Fundist hafa miklar minjar á Miðmundatúni síðustu áratugi, m.a. húsgrunnar og hleðslur að bygg- ingum. Þar fannst árið 1957 kopar- gripur sem síðar kom í ljós að var biskupsbagall sem er skreyttur endi á stöfum biskupa eða ábóta. Grip- urinn er einn af kjörgripum Þjóð- minjasafnsins enda var hann greindur frá fyrri hluta 11. aldar. Skömmu eftir aldamót gerði Fornleifastofnun Íslands ses. rann- sóknir á mörgum stöðum á Þing- völlum með stuðningi kristnihátíðarsjóðs. Rannsóknir voru m.a. gerðar í Miðmundatúni, þar sem gerðir voru könnunar- skurðir og síðar var svæði opnað til frekari rannsókna. Í ljós kom þykk- ur veggur úr torfi og grjóti og svart gólflag. Breytir myndinni Rannsakendur veltu því upp að mögulega væri um að ræða minjar um fyrstu búsetu á Þingvöllum eða óþekktar þingminjar. Þó voru vís- bendingar um varanlegri búsetu en ætla má af þingminjum. Meðal ann- ars var fjallað um þessar rannsóknir í Morgunblaðinu 14. júlí 2006 undir fyrirsögninni: „Breytir mynd okkar af Þingvöllum“. Í rannsóknum í Miðmundatúni í sumar voru borkjarnar teknir í beinni línu út frá gólfinu sem rann- sakað var af Fornleifastofnun. Í ljós kom gólflag beggja vegna sem stað- festir að húsið gæti verið allt að 30 metra langt. Einnig komu fram merki um fleiri byggingar í kring. Sett var út hnitakerfi og tekinn bor- kjarni sem staðfesti stærri bygg- ingu. „Þegar allt er tekið saman eru mjög sterkar vísbendingar um að í Miðmundatúni sé stór skáli og fleiri byggingar sem líklega tengjast fyrstu búsetu á Þingvöllum. Vonir standa til að hægt verði að kort- leggja þær byggingar enn frekar á næsta ári með fjarkönnun,“ segir í samantekt þjóðgarðsvarðar. Þyrpingar minni búða Drónamyndir og myndir teknar með hitamyndavélum, sem og þrí- víddarmyndgreining, leiddu til þess að gerð var borkjarnarannsókn á nokkrum stöðum í búðum innan þinghelginnar. Var þar staðfest að veggjabrot sem koma fram á þess- um myndum voru af eldri þingbúð- um sem yngri og minni búðir frá hinu svokallaða síðara búðaskeiði, 17.-18. öld, eru byggðar ofan á. Eldri búðirnar virðast töluvert stærri og kemur það heim og saman við lýs- ingar á búðum frá þjóðveldisöld, samkvæmt samantekt frá þjóð- garðsverði. Einar segir að drónamyndir hafi sýnt þyrpingar minni búða hér og þar í þinghelginni, sérstaklega vest- an megin ár, einnig í kringum kirkj- una og út á Spöng. Þessar þústir gefist væntanlega tækifæri til að skoða og greina síðar. Á Spönginni hafi svæðið verið rannsakað norðar en áður og þar hafi fundist leifar af mannvirki sem ekki hafi áður verið skráð. Einar segir líklegt að þar sé um búðarþúst að ræða, en erfitt sé að greina það návæmlega í gegnum grasið og svörðinn. „Á Spönginni eru minjar sem eru hringlaga og gerðar úr torfi og ofan á þeim er yngri þingbúð. Margir Áður óþekktar minjar bætast við  Ný tækni notuð við fornleifarannsóknir á Þingvöllum  Fleiri minjar á Spöng en vitað var um  Hugmyndir um uppgröft á búðarúst og uppbyggingu  Stefnt að frekari rannsóknum undir vatni Ljósmyndir/Einar Á.E. Sæmundsen Í syðra búðasvæðinu Sylvía K. Ragnarsdóttir og Margrét H. Hallmundsdóttir fornleifafræðingur taka borkjarna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvellir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður.  SJÁ SÍÐU 26 Fornleifaskráning hefur staðið yfir á Þingvöllum með hléum síðan árið 2010, en fornleifa- skráning felur í sér að rit- heimildir, örnefnaskrár, gömul kort, loftmyndir og ljósmyndir eru skoðuð til að finna vís- bendingar um minjar og síðan er gerð vettvangsrannsókn. Þá eru sýnilegar minjar mæld- ar upp með nákvæmum upp- mælingartækjum, þeim lýst og þær ljósmyndaðar. Minjar sem eru horfnar eða aðeins ritheimildir eru til um eru líka skráðar. Í borkjarnarannsóknum í ár á stöðum, sem höfðu komið fram við rannsóknir með drónum, var markmiðið að staðfesta hvort um var að ræða minjar og hvers eðlis þær væru. Skráning fornleifa MEÐ HLÉUM FRÁ 2010 Hjólastillingar Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Dermapen (MicroNeedling) Húðslípun Augnlyfting Okkur er ann t um þig og þína hú ð! Hafðu samba nd við okkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.