Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
telja að á Spönginni hafi Lögberg
verið fram að kristnitöku þegar það
var fært nærri Öxará og oft er talað
um hið heiðna lögberg á Spöng.
Við vettvangsrannsókn komu í
ljós mögulegar minjar aftar á
Spönginni sem engar heimildir eru
um. Voru þessar minjar mjög sokkn-
ar og ógreinilegar. Við borkjarna-
rannsókn kom í ljós að þarna eru
torflög sem staðfesta að þarna hafa
verið byggingar úr torfi. Fleiri minj-
ar fundust því á Spöng en áður var
vitað um,“ segir í samantektinni.
Uppgröftur og uppbygging
Einar rifjar upp að þegar Þing-
vellir fóru á heimsminjaskrá árið
2004 hafi verið stefnt að því að rann-
saka og gera fornleifaskráningu fyr-
ir þjóðgarðinn og sérstaklega þing-
helgina. Til að raska ekki minjum á
yfirborði hafi verið hvatt til þess að
nota fjarkönnun og loftmyndir og
slíka aðferðafræði og unnið hafi ver-
ið í þeim anda. Einar segir að þrátt
fyrir þetta hafi hann mikinn áhuga á
að búðarúst verði grafin upp í sam-
vinnu við Minjastofnun og aðra sem
að málinu kunna að koma.
„Á þennan hátt myndum við öðl-
ast aukinn skilning á því hvernig
búðirnar voru byggðar og nýttar,“
segir Einar. „Jafnframt yrði þessi
fornleifarannsókn gerð sýnileg og
auk þess að nýtast fræðunum og há-
skólasamfélaginu yrði verkefnið til
fróðleiks fyrir ferðamenn. Síðan
mætti meta hvort vilji væri til að
byggja búðina upp og gera sýnilega
fólki.“
Minjar neðan vatnsborðs
Einar segir að verkefnin séu
óþrjótandi við rannsóknir á forn-
minjum á sögustaðnum Þingvöllum.
Meðal annars hafi verið stefnt að því
að kanna nánar mannvistarleifar
neðan vatnsborðsins. Vitað sé að
strandlengjan hafi sigið um 3-5
metra á sögulegum tíma og vitað sé
um hluta af mannvirkjum, t.d. tún-
garða neðan vatns. Einnig hafi sést á
drónamyndum að mögulega séu
fleiri rústir í Öxará en vitað var um.
„Það væri mjög spennandi að
beina augum að fornleifafræði neðan
vatns á komandi árum,“ segir Einar.
Kevin Martin hefur unnið að þessu
verkefni í þjóðgarðinum, en hann er
neðansjávarfornleifafræðingur.
Í haust fengu Landmælingar
formlega afhentar örnefnaskrár
þjóðgarðsins. Einar segir að örnefn-
in séu að stórum hluta sótt í eldri
skrár og hafi hátt í þúsund örnefni
verið færð í rafrænar skrár. Jafn-
framt muni Minjastofnun fá gögn
um skráðar fornleifar og þau verði
einnig aðgengileg á vefsjá þjóð-
garðsins.
Leituðu miðaldabýla með dróna
Í rannsókninni hafa verið gerðar
skráningar á Vatnskoti, Skógarkoti
og Hrauntúni. Að auki hefur Gunnar
Grímsson fornleifafræðinemi notað
dróna til að finna vísbendingar um
nokkur miðaldabýli sem getið er um
í heimildum en nákvæm staðsetning
var óljós.
Gunnar notaði ritheimildir sem og
fullkominn dróna með hitamyndavél
og flaug yfir svæði þar sem talið var
að býlin væru. Fann hann með þess-
ari aðferð vísbendingar um minjar
sem voru oft á tíðum á öðrum stöð-
um en heimildir og örnefni bentu til.
Þegar hann hafði með þessum
myndum og greiningu á þeim fundið
líklega staði var farið með jarðvegs-
bor og borkjarnar teknir. Reyndist
með þessum aðferðum unnt að stað-
festa að um býli var að ræða.
Eyðibýlin Grímastaðir, Litla-
Hrauntún, Hrafnabjörg og Rótólfs-
staðir hafa nú verið staðsett. Þá hef-
ur stór sporöskjulaga girðing verið
staðsett í Múlakoti. Borkjarnasýni
sýndu gólflög á öllum stöðunum,
sem er talið benda til að þarna hafi
verið föst búseta en ekki aðeins
seljabúskapur. Margar þessara
rústa eru mjög yfirgrónar og mjög
erfitt að sjá þær með berum augum
og sýnir það hversu mikilvæg þessi
tækni er við fornleifarannsóknir.
Heimildir eru um enn fleiri býli og
því ekki óhugsandi að með áfram-
haldandi rannsóknum finnist fleiri
og óþekkt býli, segir í samantekt
þjóðgarðsvarðar.
Sláttur Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, mundar orfið á búðarúst.
Rótólfsstaðir
Hrafnabjörg
Litla-Hrauntún
Múlakot
■ Hrauntún
Grímastaðir
■ Brúsastaðir
■ Kárastaðir
■ Skógarkot
■ Gjábakki
■ Vatnskot
Býli í Þingvallasveit
Þingvallavatn
Þ I NGVE L L I R
Arnarfell
Ármannsfell
Fornleifarannsókn
á Miðmundatúni
á Þingvöllum
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
MIÐMUNDATÚN
Þingvallabær
Valhallarvegur
Valhallarvegur
Öxará
Ummerki um skála eða
byggingar með veggj-
um úr torfi og grjóti
Tækni Gunnar Grímsson með einn af drónunum sínum.
Einar segir að þrátt fyrir aukinn ferðamannastraum um Þingvelli hafi
gengið vel að stýra umferð um göngustíga þannig að ágangur ferða-
manna á rústunum hafi minnkað. Böggull fylgi hins vegar skammrifi því
margar búðarústir innan þinghelginnar séu á kafi í grasi yfir sumartím-
ann.
„Sumarið 2017 gerðum við tilaun með að slá eina rústina norðan við
Lögberg svo hún sæist betur. Þetta var gert í samstarfi við Minja-
stofnun Íslands og vilji er hjá báðum stofnunum til að skoða mögulega
beit eða slátt á minjum svo þær komi betur í ljós,“ segir Einar. Hvort
sem er hross eða sauðfé komi til greina verði af þessu.
Hross eða sauðfé til beitar?
BÚÐARÚSTIR Á KAFI Í GRASI
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
ÞURR AUGU?
Rakagjöf er ekki fullnægjandi lausn
Einstök samsetning af
frumuvörn og smurningu
fyrir augun
Inniheldur
trehalósa
úr náttúrunni
Án rotvarnarefna
Tvöföld
virkni- sex sinnumlengri ending
Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslun Grandagarði og Glæsibæ, 5. hæð