Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduósi Í dag eru 290 dagar liðnir af árinu og rétt rúmir tveir mánuðir þar til sól fer aftur að hækka á lofti. Haust- ið hefur verið okkur bæði fleygum og ófleygum fremur hagfellt í veður- farslegu tilliti og gert vaxandi skammdegi bærilegra. Auðnutitt- lingarnir fljúga á milli birkigreina og næra sig á fræjum trjánna. Þrest- irnir háma í sig fullþroskuð reyni- berin og hrafninn fylgist með öllu saman ofan af ljósastaurum.    Grágæsirnar setja ætíð mikinn svip á bæinn frá aprílbyrjun til ágústloka, við mismikla hrifningu bæjarbúa. En þrátt fyrir mikinn gæsaskít á ýmsum gönguleiðum vekja gæsirnar alltaf mikla athygli hjá gestum og gangandi. Fyrir ári var grágæsargassi merkur með GPS-sendi og fékk nafnið Arnór. Fór hann til Skotlands sl. haust og hélt sig að mestu í nágrenni Dundee. Kom hann aftur í vor á Blönduós en hélt einhverra hluta vegna fljótlega með maka sínum að Holti á Ásum. Þar kom hann upp ungum á Laxá á Ásum en yfirgaf fjölskyldu sína þar og fór að halda við aðra gæs í Hrútey í Blöndu og kom upp með henni ung- um. Arnór var sem sagt staðinn að flökti milli gæsa og sögnin um það að gæsir væru í ævilöngum tryggðum virðist hafa glatað trúverðugleika sínum í A-Húnavatnssýslu. Í sumar fengu þrír gassar GPS-sendi; Jón, Jónas og nr. 22, og sendu tveir þeirra frá sér merki daglega. Gass- inn Jóna féll fyrir höglum veiði- manns 5. september frammi í Langadal á slóðum „Möngu með svartan vanga“. Gassinn, sem ber númerið 22, hefur ekkert látið af sér vita en áðurnefndur Arnór og Jón gassi hafa haft samband reglulega og dvelja um þessar mundir frammi í Vatnsdal. Spennandi verður að fylgjast með því hvort þessar gæsir komist fram hjá skyttum landsins og yfir hafið til Skotlands, hvar bíða þeirra enn fleiri skyttur.    Bæjaryfirvöld hafa um langa hríð velt því fyrir sér hvernig hægja mætti á umferð gegnum bæinn og fá fleiri ferðamenn til að stoppa. Fyrst var sett hringtorg á þjóðveg 1 sunn- an við bæinn og núna tvö síðustu árin hefur Vegagerðin náð góðum ár- angri með því að stýra umferð með ljósum yfir brúna á Blöndu. Reyndar er þetta ekki liður í því að hægja á ferðamönnum heldur vinna menn hörðum höndum að því að endurgera brúna en engu að síður, við þessar umferðartafir, gefst börnum í aft- ursætum tækifæri á að sjá sundlaug- arrennibrautina og ærslabelginn og hvað er betra en barn með einbeittan vilja til að hafa áhrif á þá sem fram í sitja. En umferðatöfum á Blöndubrú fer senn að ljúka, eða í lok mánaðar.    Það þarf ekki brúarþrengingu til að fá erlenda ferðamenn til að stoppa því framboð af gistingu hefur aukist þónokkuð að undanförnu. Má þar nefna heilsárshúsin í Braut- arhvammi við Blöndu sem og gisti- og veitingastaði í gamla bænum. Það er skemmtileg upplifun að sjá á kyrrlátu kvöldi fjölda fólks á ferðinni í gamla bænum talandi á framandi tungum. Til eru þeir sem sjá fyrir sér betri tengingu gamla bæjarhlut- ans við meginbyggðina á norðaust- urbakkanum, bæjarsamfélaginu ef til vill til góðs. En samfélagið blómstrar og íbúum fjölgar og lítið vantar upp á að íbúafjöldi bæjarfélagsins verði aftur eitt þúsund Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Lokaáfanga við viðhald Blöndubrúar fer senn að ljúka, eða í lok þessa mánaðar. Arnór hélt við aðra gæs Sauðárkrókur | Allt frá ágústlokum hafa staðið yfir æfingar á hinu ást- sæla og skemmtilega leikriti um Línu langsokk hjá Leikfélagi Sauðárkróks, undir leikstjórn Péturs Guðjóns- sonar. Alls eru leikendur 16 en eins og alltaf koma mun fleiri að sýning- unni. Frumsýning verður í Félagsheim- ilinu Bifröst á morgun, föstudag, og eru áformaðar 13 sýningar og hin síð- asta sunnudaginn 3. nóvember. Undanfarin ár hefur leikfélagið alltaf verið með tvær uppfærslur á ári og venjulega hefur haustsýningin verið fjölskyldu- eða barnasýning, enda mikilvægt að ala vel upp nýja leikhúsgesti. Að sögn forsvarsmanna félagsins hafa æfingarnar gengið mjög vel, undir styrkri stjórn, en á senunni sameinast reynsluboltar úr röðum félagsins í bland við nýliða. Með hlutverk Línu fer Emiliana Lilly Guðbrandsdóttir, sem oft hefur komið við sögu í sýningum félagsins, en hlutverk þeirra Önnu og Tomma eru í höndum Kristínar Bjargar Em- anúelsdóttur og Ásbjarnar Edgars Waage, sem ekki eru heldur alveg reynslulaus. Lína langsokkur á svið í Bifröst Ljósmynd/Pétur Guðjónsson Leikrit Lína langsokkur og félagar í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Heill frumskógur af gæludýrum... Í fiskana mig langar svo að setja í búrið stóra mamma segir þú færð tvo en pabbi segir fjóra. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18 L i f and i v e r s l un kíktu í heimsókn Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr Lagning 3,9 kílómetra rafstrengs úr Húsadal yfir í Langadal og Bása í Þórsmörk þarf ekki að fara í um- hverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Strengleiðin fer um göngustíga, gamlan árfar- veg, í gegnum skógræktarsvæði í Þórsmörk á kafla og þvera verður Krossá. Ekki er talið að fram- kvæmdin hafi áhrif á lífríki Krossár eða Markarfljóts. Áætlað er að strengurinn verði að mestu plægður niður en fleyga og grafa þarf á um 200 metra kafla. Einnig verður komið fyrir spenni- stöðvum í Langadal og Básum. Um er að ræða umfangslitlar fram- kvæmdir sem raska munu alls á um 1,2 hektara svæði, segir í niður- stöðum Skipulagsstofnunar. Á náttúruminjaskrá Þórsmörk er svæði á náttúru- minjaskrá og verndargildi svæð- isins er meðal annars talið vera vegna skóglendis í skjóli jökla, að hluta til í umsjá Skógræktarinnar. Með samráði sem verið hefur með Skógræktinni og öðrum hlutaðeig- endum hefur lagnaleið verið valin með tilliti til þess að lágmarka um- hverfisáhrif. Fulltrúi frá Skógrækt- inni mun vera viðstaddur þegar farið verður í gegnum skógrækt- arsvæðið og mun Skógræktin sjá um að fella þau tré sem þarf að fella, segir í niðurstöðum. Við meðferð málsins leitaði Skipulagsstofnun umsagna frá Rangárþingi eystra, Ferðamála- stofu, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Orkustofnun, Skógræktinni og Um- hverfisstofnun. Umhverfisvænt og hagkvæmt Í mars í fyrra kom fram í Morg- unblaðinu að skipulagsnefnd Rang- árþings eystra hefði tekið jákvætt í fyrirspurn Ferðafélags Íslands um lagningu rafstrengs milli Húsadals og Langadals í Þórsmörk, en þar er Ferðafélagið með skála. Haft var eftir Páli Guðmunds- syni, framkvæmdastjóra Ferða- félagsins, að rafvæðing skálanna væri bæði umhverfisvæn og hag- kvæm og gjörbreyti aðstöðunni. Áður hefði verið notast við ljósa- vélar, kamínur og gas, en með því að fá rafmagn í skálana þyrfti ekki lengur að flytja olíu með olíubílum. Í Básum á Goðalandi er Útivist með skála og varð félagið sam- starfsaðili að verkefninu síðsumars. aij@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Langidalur Leggja á rafstreng frá Húsadal yfir í Langadal og Bása. Undirbúa 3,9 km raflögn í Þórsmörk  Ekki talin þörf á umhverfismati
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.