Morgunblaðið - 17.10.2019, Side 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Milli 25 og 35 milljónir Kúrda haf-
ast við í fjalllendi á mörkum Tyrk-
lands, Íraks, Sýrlands, Írans og
Armeníu. Þeir eru fjórði stærsti
þjóðernishópurinn í Mið-Austur-
löndum en hafa aldrei eignast eigið
þjóðríki. Kúrdar eru indó-evrópsk
þjóð sem sögð er hafa lifað á sama
landsvæði í þúsundir ára. Þar hafa
þeir ræktað sérstaka menningu
sína, tungumál og samfélag sem
byggist á ættflokkasamtökum.
En hvaðan eru svo Kúrdar? Í
stuttu máli má segja að þeir séu
einir af frumbyggjum sléttanna í
Mesópótamíu, hinu forna landi milli
fljótanna Efrats og Tígris og há-
lendisins þar sem nú er suðaust-
urhluti Tyrklands, norðausturhluti
Sýrlands, norðurhluti Íraks, norð-
vesturhluti Írans og suðvesturhluti
Armeníu. Fjölmennastir eru Kúrd-
ar í Tyrklandi eða um 20% íbúa
landsins. Í Íran eru þeir 10%, 15-
20% í Írak og 15% í Sýrlandi.
Minni samfélög Kúrda er að
finna í Armeníu, Aserbaídsjan og
Líbanon. Í Evrópu er að finna brot
af þjóð Kúrda, einkum í Þýska-
landi.
Í dag er samfélag Kúrda myndað
á grunni þjóðernis, menningar og
tungumáls, sem er af grein vestur-
íranskra mála. Þeir fylgja mismun-
andi trúarbrögðum og trúarjátn-
ingum en meirihluti þeirra er
súnnítar.
Af hverju ekki eigið ríki?
Snemma á tuttugustu öldinni
tóku Kúrdar að ræða innbyrðis um
stofnun eigin ættjarðar sem al-
mennt gengur undir heitinu Kúrd-
istan. Eftir fyrra heimsstríðið og
ósigur Ósmanaveldisins gerðu vest-
urveldin ráð fyrir sérstöku ríki
þeim til handa í sáttmála sem
kenndur er við Sevres, útborg Par-
ísar, árið 1920. Hann komst aldrei í
framkvæmd. Tyrkneskir þjóðernis-
sinnar undir forystu Mustafa Ke-
mals Ataturks lögðust hart gegn
honum og hófu nýtt stríð gegn
Kúrdum. Við lok þess þremur ár-
um seinna brustu vonir Kúrda er
samið var í Lausanne í Sviss um
núverandi landamæri Tyrklands.
Þar var engin ákvæði um ríki
þeirra að finna og voru Kúrdar
skildir eftir sem minnihlutahópur í
þeim löndum sem þeir héldu til í.
Næstu 80 árin voru allar tilraunir
Kúrda til að stofna sjálfstætt ríki
kveðnar harkalega niður.
Kúrdar hafa þó enn ekki gefið
upp vonina um sameinaða þjóð í
sjálfstæðu ríki. Þess vegna er litið
á þá sem ógn í löndunum fjórum
sem þeir hafast aðallega við í.
Tyrkir sjá ógn í Kúrdum
Djúpstæður fjandskapur er og
hefur verið milli tyrkneska ríkisins
og Kúrda sem telja milli 15% og
20% íbúa landsins. Kúrdar hafa í
margar kynslóðir sætt harðræði af
hálfu tyrkneskra yfirvalda. Upp-
reisnartilraunum á þriðja og fjórða
áratug síðustu aldar var mætt með
hreppaflutningum mikils fjölda
Kúrda, kúrdísk nöfn voru upprætt
og reistar voru skorður við notkun
tungumáls þeirra. Af opinberri
hálfu var því neitað að til væri
þjóðernishópur Kúrda og einungis
talað um þá sem „Fjalla-Tyrki“.
Árið 1978 stofnaði Abdullah
Ocalan Verkamannaflokk Kúrdist-
an (PKK) sem krafðist sjálfstæðs
ríkis Kúrdum til handa innan Tyrk-
lands. Sex árum seinna tók hreyf-
ingin til vopna. Munu átökin til
þessa hafa kostað rúmlega 50.000
manns lífið og stökkt hundruðum
þúsunda á vergang. Á tíunda ára-
tugnum dró PKK í land með sjálf-
stæðiskröfu sína og hvatti í staðinn
til aukins menningarlegs og póli-
tísks sjálfsforræðis. Áfram héldu
samt vopnuð átök en samið var um
vopnahlé árið 2013 eftir leynilegar
viðræður. Ocalan var handtekinn
1999 og hefur verið á bak við lás og
slá síðan.
Það samkomulag fór út um þúfur
í júlí 2015 eftir sjálfsmorðsspreng-
ingu sem hryðjuverkasamtökunum
Ríki íslams (IS) var kennt um.
Kostaði hún 33 unga liðsmenn
PKK lífið í borginni Suruc nærri
sýrlensku landamærunum, en hún
var að meirihluta byggð Kúrdum.
PKK sakaði stjórnvöld um aðild að
tilræðinu og réðst á sveitir her-
manna og lögreglu. Í framhaldi af
því hratt tyrkneska stjórnin úr vör
því sem hún kallaði „samstillt stríð
gegn grimmdarverkum“ gegn PKK
og IS. Frá þeim tíma hafa mörg
þúsund manns – þar á meðal
óbreyttir borgarar – týnt lífi í bar-
dögum í suðausturhluta Tyrklands.
Líta á Kúrda sem
hryðjuverkamenn
Tyrkir hafa haldið úti hersveitum
í norðurhéruðum Sýrlands frá í
ágúst 2016, er þeir sendu hermenn
og skriðdreka yfir landamærin til
stuðnings sýrlenskum uppreisn-
armönnum gegn sveitum IS. Tók
herlið Tyrkja mikilvæga landa-
mæraborg, Jarablus, á sitt vald og
kom í veg fyrir að Kúrdahreyfing-
arnar YPG og Lýðræðisher Sýr-
lands (SDF) tækju svæðið og opn-
uðu leið inn í Kúrdahéraðið Afrin
til vesturs af borginni.
Í fyrra, 2018, hóf tyrkneski
stjórnarherinn í samstarfi við sér
hliðhollar sveitir sýrlenskra upp-
reisnarmanna herför sem ætlað var
að hrekja YPG-sveitir frá Afrin.
Mikið mannfall varð í röðum
óbreyttra borgara og tugþúsundir
flosnuðu upp og lögðu á flótta.
Yfirvöld í Tyrklandi halda því fram
að YPG og PYD séu hryðjuverka-
armar úr PKK sem verði að eyða.
Hvers óska Sýrlands-Kúrdar?
Kúrdar eru milli 7% og 10% af
íbúafjölda Sýrlands. Áður en upp-
reisnin gegn Bashar al-Assad for-
seta hófst árið 2011 bjuggu flestir
þeirra í Damaskus og Aleppo og á
þremur svæðum við borgirnar Kob-
ane, Afrin og Qamishli. Þeir hafa
verið kúgaðir og neitað um grund-
vallarréttindi. Um 300.000 Kúrdum
hefur verið synjað um ríkisborg-
ararétt síðustu 50 árin og land-
areignir þeirra verið gerðar upp-
tækar og afhentar aröbum, í þeim
tilgangi að „arabavæða“ héruð
Kúrda. Er uppreisnin breyttist í
borgarastríð forðuðust flokkar
Kúrda að taka afstöðu með deil-
endum. Á miðju ári 2012 var
stjórnarherinn dreginn til baka til
að einbeita sér að uppreisnar-
mönnum á öðrum svæðum. Tóku
fylkingar Kúrda við stjórnun svæða
þeirra og lýstu yfir sjálfstjórn 2014
í þremur kantónum, Afrin, Kobane
og Jazira.
Í mars 2016 tilkynntu Kúrdar
stofnun „sambandsstjórnar“ á
svæðum sem náðust úr klóm Ríkis
íslams og tilheyrðu aðallega aröb-
um og Túrkmenum. Sýrlenska
stjórnin hafnaði yfirlýsingunni og
hið sama gerðu sýrlenska stjórnar-
andstaðan, Tyrkland og Bandarík-
in. Kúrdar kváðust ekki sækjast
eftir sjálfstæði en sögðu að pólitísk
lausn á átökunum í Sýrlandi yrði
að tryggja Kúrdum réttindi og við-
urkenningu á sjálfsforræði þeirra.
Assad forseti hefur hafnað öllum
kröfum um sjálfsforræði og heitið
því að endurheimta „hverja einustu
tommu“ með góðu eða illu.
Vilja Kúrdar í Írak sjálfstæði?
Talið er að 15% til 20% íbúa
Íraks séu Kúrdar. Þeir hafa notið
meiri réttinda en frændur í grann-
Hraktir og ofsóttir í þúsundir ára
Kúrdar hafa aldrei eignast eigið þjóðríki og að mestu haldið til í fjallahéruðum á mörkum Tyrk-
lands, Sýrlands, Íraks og Írans Hafa ræktað sérstaka menningu sína, tungumál og samfélag
Heimildir: Washington Institute for Near East Policy, F. Balanche & M. Horan
Kúrdar
Stórir
hópar
Kúrda
Mili 25 og 35 milljónir manna sem búa að mestu í 4 löndum
12-15
milljónir 20
<10
12.5
-15
15>2
5 - 6
6
Sjálfstjórn sem Írak
viðurkennir undir
yfirráðum KDP og PUK
Yfirlýst sjálf-
stjórnarsvæði undir
yfirráðum SDF
Varnarsveitir PKK
sem eiga í átökum við Tyrki
TYRKLAND
TYRKLAND
ÍRAK
ÍRAK
SÝRLAND
SÝRLAND
TEHRAN
BAGDAD
DAMASKUS
GEORGÍA
ANKARA
100 km
Kaspíahaf
Svartahaf
M
ið
ja
rð
ar
ha
f
ARM. ASERBAÍDJAN
ÍRAN
ÍRAN
Hlutfall af
heildar-
mannfjölda
AFP
Sýrland Kúrdar í bænum Ras al-Ain mótmæla hér innrás Tyrkja inn í norðurhéruð landsins, þar sem Kúrdar búa.