Morgunblaðið - 17.10.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 17.10.2019, Síða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 ✝ MatthildurSoffía Marías- dóttir fæddist á Gullhúsám á Snæ- fjallaströnd 14. maí 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi 4. október 2019. Foreldrar Matthildar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir frá Skarði á Snæfjallaströnd og Marías Jakobsson frá Kollsá í Grunnavík. Matthildur var þriðja yngst af níu systkinum en þau voru: Steindór Ágúst, f. 1908, d. 1967, Jakob Ólafur, f. 1909, d. 1930, Ragnar Guð- bjartur, f. 1910, d. 1986, Jón Vigfús, f. 1912, d. 1956, Magnús Sveinn, f. 1912, d. 2004, Guð- mundur Ingólfur, f. 1914, d. 2002, María Sigríður, f. 1916 d. 1969, Sumarliði, f. 1921 d. 2010, og Jakobína Halldóra, f. 1922 d. 1997. Matthildur giftist árið 1940 Einari Sigurbjörnssyni raf- virkja, f. 1917. Börn þeirra eru: 1) María, f. 1940, fyrrverandi maki Birkir Skarphéðinsson, f. 1938, d. 2018. Þau eignuðust fjögur börn: a) Hildi, f. 1959, b) Laufeyju, f. 1961, sambýlis- maður hennar er Friðrik Karls- son, f. 1960, c) Guðrúnu Mar- gréti, f. 1967, maki Jóhannes Rúnar Jóhannesson, f. 1960, og d) Skarphéðin, f. 1971. Sam- býlismaður Maríu er Páll Gests- Haukur, f. 1953. 7) Anna Jóna, f. 1957, maki Jón Heiðar Pálsson, f. 1957. Með Jóni Walterssyni, fyrrverandi sambýlismanni, f. 1954, á hún a) Guðrúnu, f. 1976, maki Stefán Már Sturluson, f. 1971. Börn Jóns Heiðars og Önnu Jónu eru b) Páll Heiðar, f. 1991, sambýliskona Unnur Benediktsdóttir, f. 1992, og b) Matthildur Soffía, f. 1997, sam- býlismaður Þór Pétursson, f. 1994. Fyrir átti Jón Einar Helga, f. 1976, maki Elva Björk Gísladóttir, f. 1973. 8) Sigríður, f. 1962, maki Gunnar Örn Vil- hjálmsson, f. 1960. Með Karli G. Gíslasyni, f. 1960, á Sigríður a) Fjólu, f. 1984, maki Niels Hög, f. 1985. b) Þórhildur Harpa Gunn- arsdóttir, f. 1998. 9) Drengur, f. 1966, d. 1966. Matthildur ólst upp í foreldrahúsum á Snæfjalla- strönd til níu ára aldurs, er hún var send til Reykjavíkur til móð- ursystur sinnar, Egilínu Jóns- dóttur, ráðskonu hjá séra Frið- riki Friðrikssyni í KFUM. Hún gekk í Miðbæjarskólann og lærði síðar saumaskap og fata- gerð á Ísafirði. Matthildur og Einar bjuggu í Reykjavík til 1958 er þau fluttu í Hjörsey á Mýrum. Einar lést í byrjun árs 1975. Eftir að Matt- hildur hætti búskap starfaði hún í níu ár sem matráðskona á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi. Hún var lengi virk í kvenfélagi Hraunhrepps og einnig félagi í Kvennalistanum. Í þingkosningunum 1987 var hún í heiðurssæti listans í Vest- urlandskjördæmi. Afkomendur Einars og Matthildar eru 65. Matthildur verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 17. október 2019, klukkan 15. son. 2) Gunnar, f. 1942 d. 1986. 3) Margrét, f. 1948, maki Skúli Wal- dorff, f. 1945. Þeirra börn eru: a) Mjöll, f. 1972, maki Ragnar Rúnarsson, f. 1971, og b) Pétur, f. 1979, maki Hall- dóra Hrólfsdóttir, f. 1977. 4) Ragn- heiður, f. 1949, maki Einar Örn Karelsson, f. 1948. Börn Ragnheiðar og Stef- áns Þórs Elíssonar, f. 1945, eru: a) Veturliði Þór, f. 1971, maki Sigríður Karlsdóttir, f. 1973, og b) María, f. 1975. Með Leó Kol- beinssyni, fyrrverandi maka, á Ragnheiður c) Ásrúnu, f. 1980, og með Einari á hún d) Karel Örn, f. 1992. Dætur Einars af fyrra hjónabandi eru Harpa, f. 1976, og Gígja, f. 1979. 5) Ingi- björg, f. 1951. Sambýlismaður hennar síðustu 14 árin var Sig- urður Örlygsson, f. 1946 d. 2019. Dóttir hennar og Sigurðar Ólafssonar, f. 1951, er a) Matt- hildur, f. 1972, maki Auðun Svavar Sigurðsson, f. 1954. Börn Ingibjargar og fyrrver- andi maka, Eríks Brynjólfs- sonar, f. 1951, eru b) Einar, f. 1975, maki Fjóla Dögg Sverr- isdóttir, f. 1976, og c) Guðrún, f. 1981, maki Stefán Arnar Óm- arsson, f. 1982. Sonur hennar og fyrrverandi sambýlismanns, Sigurðar Árnasonar, f. 1952, d. 2018, er d) Gunnar, f. 1992. 6) Það fyrsta sem kemur í hug- ann þegar við kveðjum Matthildi er Hjörsey á Mýrum. Þar réð Matthildur ríkjum af mikilli einurð og festu. Ég gleymi aldrei þegar ég kom í fjölskylduna og í eyjuna í fyrsta skiptið. Matthildur tekur vel á móti mér, sannur höfðingi heim að sækja. Eldhúsið var miðpunktur alls og þangað var hún alltaf mætt fyrst allra. Hún byrjaði fyrir allar aldir á að kynda upp í eldavélinni, hita upp húsið og hella upp á kaffi og elda hafragraut. Börnin kepptust við að vera fyrst á fætur til að taka þátt í morgunverkunum með Matthildi. Að kveikja upp, setja í eldinn var ævintýri sem gleymist seint. Það skipti litlu máli fyrir hana hve margir voru, það var alltaf nóg til að bíta og brenna. Hún var snillingur í að gera veislu, mikið úr litlu, oft raunar nánast úr engu, sem allir voru ánægðir með. Flatkökurnar sem oftar en ekki voru gerðar úr afgöngum af grautum og nóg af lyftidufti voru sælgæti hjá henni. Allt eldað á eldavél sem var mötuð af eldiviði af eyjunni. Ég á myndband af Matthildi þar sem hún kemur utan af eyju með þriggja metra langan staur í eftirdragi, þaðan að þurrka skó, því næst í dúninn og loks að stjórna öðrum aðgerðum. Þá var Matthildur orðin rúmlega níræð. Hún gekk af sér tengdasynina hvern af öðrum og rak niður staura með Ásmundi ef svo bar undir. Orðið ofurkona fékk nýja merkingu með frú Matthildi og það eru orð að sönnu! Eitt skiptið færði ég henni lúðu, ca. 20 kíló ef ég man rétt. Hún skammaði mig eins og hund fyrir að koma með of stóra sem gæti skemmst. Málinu var bjargað með því að grafa fiskinn í arfa, þar sem eng- inn ísskápur var í eyjunni á þeim tíma. Það eru 40 ár síðan. Ótrúlegt en satt, þetta mundi hún eins og gerst hefði í gær, orðin 99 ára þegar ég ræddi þetta við hana. Matarsóun var ekki til í henn- ar orðabók. Útvarpið fylgdi henni hvert sem hún fór og bækur, tímarit og blöð ávallt í stórum bunkum í herberginu hennar. Hún fylgdist með öllu og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, Al- þingi og almennri stjórnmálaum- ræðu. Ég þekki engan sem á tíræð- isaldri, allt fram á síðasta dag, horfði á Alþingi í beinni, Silfrið, hlustaði á Sprengisand og las öll dagblöðin spjaldanna á milli. Við áttum ófá samtölin og skiptumst á skoðunum um stöð- una í þjóðmálunum hverju sinni. Ef hún var ekki hjá okkur, hringdumst við iðulega á um helgar þar sem við ræddum þessa þætti og helstu niðurstöð- ur. Matthildur hafði einstakt lag á að koma og dvelja hjá okkur þeg- ar mest á reyndi. Það var eins og hún fyndi á sér ef það var eitthvað sem þurfti að- stoð við, eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Börnin okkar báru mikla virð- ingu fyrir henni, elskuðu hana og dáðu. Ef Matthildur tjáði sig, þá var hlustað. Ef svo bar undir þá dró hún fram spábollann og veiddi sann- leikann upp úr fólki á snilldarleg- an hátt. Gaf ráð og fylgdi þeim þétt eftir. Ef hún var ekki með lausnir á reiðum höndum kom hún með Úrval, bók um málefnið eða vitn- aði í séra Friðrik eða fyrri reynslu sem nóg var af. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur fjölskylduna og með okkur í gegnum tíðina. Jón Heiðar Pálsson. Matthildur Soffía amma okkar kenndi okkur margt um lífið og við munum geyma minningu hennar í hjarta okkar og huga. Amma var náttúrubarn frá Snæfjallaströnd og elskaði óðals- setrið okkar í Hjörsey á Mýrum. Í æsku, þegar við systkinin bjuggum í Afríku, var sumrunum oftast varið úti í Hjörsey með ömmu og hinum barnabörnunum. Við barnabörnin erum í raun eins og systkini, þökk sé ömmu og eyjunni fögru. Þessi sterka kona, ættmóðir okkar, hefur alla tíð haldið utan um Hjörseyjarfjölskylduna eða Matthildinga eins og við köllum okkur stundum. Amma var vinstrikona, hún fylgdist vel með málefnum líð- andi stundar og ekki síst pólitík og umræðunni á Alþingi. Hún kenndi okkur að deila jafnt og stóð með þeim sem minna mega sín. Á sumrin úti í Hjörsey inn- rætti hún okkur barnabörnunum gildi jöfnuðar, þar sem hverjum sælgætismola sem rataði í sveit- ina var skipt jafnt og ekkert barn fékk meira en annað. Matta amma hafði skoðanir á flestu og deildi óspart góðum ráð- um og visku varðandi uppeldi og lífið sjálft. Henni varð tíðrætt um hversu tækjaóð við unga kynslóð- in værum orðin, hangandi í sím- um og tölvum tímunum saman, sem varð til þess að við gleymd- um mikilvægi þess að ræða málin saman. Hún spáði í bolla og fann þann- ig lykil að öllum okkar leyndar- málum. Hún hafði trú á forboð- um, réð drauma og spáði fyrir veðri með því að líta til Snæfells- jökuls. Hún hlustaði líka á fuglana, sér í lagi tjaldinn, sem hún sagði varðmann fjörunnar. Það er skrýtið til þess að hugsa að þessi kona, sem var eilíf í okk- ar huga, skuli vera farin frá okk- ur. Hún náði hundrað ára aldri og var við góða heilsu þessa öld sem hún lifði, þótt hún segði stundum sjálf að hún væri orðin alltof göm- ul, síðustu árin. Við munum sakna hennar ömmu og munum minnast henn- ar um ókomna tíð, sérstaklega á sumarnóttum í Hjörsey, þar sem alltaf er stutt í hláturinn og kát- ínan ræður ríkjum. Pétur Skúlason Waldorff og Mjöll Waldorff. Elsku Matta amma er nú farin á vit nýrra ævintýra. Einstök kona og fyrirmynd með stórt hjarta, hlýjan faðm, smitandi hlátur, fallegt bros og ákveðnar skoðanir. Sögumaður, pólitíkus, prjóna- kona, spákona en fyrst og fremst yndislega Matta amma. Ég sakna þín. Amma í eyjunni sinni, hreinsandi dún, brjótandi spýtur í eldinn, prjónandi, lesandi Úrval og að spá og spekúlera um lífið og tilveruna. Ég sakna þín. Amma með kíkinn úti í eldhúsglugga, amma að kveikja upp í eldavél- inni. Amma hlaupandi um í strigaskóm og gallabuxum með klútinn vafinn um hárið eins og táningur. Ég sakna þín. Amma að fræða okkur um lífsins gildi, segja okkur sögur af Snæfjalla- ströndinni, séra Friðriki, Litla- Hvammi, Hjörsey og Einari afa. Amma á Álftarósi, brosandi og hlæjandi, yndisleg með prjónana sína að leggja manni lífsreglurn- ar. Ég sakna þín. Við amma á trúnó með spábollana, já elsku amma mín, við áttum svo yndis- legar stundir saman. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Það er skrýtið að hafa þig ekki hjá okkur, en dýrmætar eru minningarnar. Þú varst tengingin og jarð- sambandið. Sakna þín endalaust mikið. Knús og faðmlag. Þín Guðrún Margrét (Gunna Magga). Elsku Matta amma, það er svo margs að minnast og margt að þakka fyrir þegar ég hugsa til þín. Það var mikil gæfa fyrir mig að eiga þig fyrir ömmu og fá að fylgja þér í öll þessi ár. Styrkinn, viskuna, hláturinn og hlýjuna sem streymdi frá þér mun ég bera í hjarta mér alla ævi. Þegar ég var 15 ára sýndi ég þér ljóð sem hafði hrifið mig mik- ið og komst þá að því að þetta var líka eitt af þínum uppáhaldsljóð- um. Mig langar að kveðja þig með þessu ljóði og þakka þér fyr- ir allt og ekki síst alla ullarsokk- ana. Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson) Hvíl í friði elsku Matta amma, þín verður sárt saknað en minn- ing þín lifir að eilífu í hjörtum okkar allra. Guðrún Jónsdóttir (Gudda). Matthildur amma var mín stoð og stytta. Hjá henni fann ég alltaf skilning og umhyggju. Hún hafði lag á að létta af manni áhyggjum með nærveru sinni og með henni var ekkert vandamál svo stórt lengur. Amma var mjög fróðleiksfús og áhugasöm um jafnt málefni líðandi stundar sem og heim- spekileg og sálfræðileg viðfangs- efni. Samræður okkur gátu spannað allt milli himins og jarð- ar og ávallt skaut hún sögum af lífi og starfi séra Friðriks inn í. Hún talaði mikið um hann og hvað hann var góður við hana þegar hún flutti ein til Reykjavík- ur, níu ára gömul og var svo hrædd og einmana og hann hugg- aði hana. Ég hugsa að hún skipi sama sess í mínu lífi og séra Frið- rik gerði í hennar en hún var ávallt sem endurnærandi og ótæmandi lind samhygðar og kærleika. Hún bjó síðasta aldarfjórðung- inn af lífi sínu á Álftárósi á Mýr- um í námunda við eyjuna sína Hjörsey en flakkaði oft milli barnanna sinna í bænum og gerði öll heimili hlýlegri þar sem hún bjó um stund. Otaði að manni þúsundköllum hér og þar, sendi mann eftir blaðinu og prjónaði við eldhús- ofna þar sem spábollar tóku á sig myndir og sögðu sögur. Hún var einhvern veginn allt um kring í lífi sínu og ég hygg að hún verði það áfram. Páll Heiðar Jónsson. Elsku amma mín. Það eru ekki liðnar nema um tvær vikur síðan við töluðum saman síðast og ég er enn að meðtaka það að þú sért farin frá okkur. Ég veit þó að þú kvaddir okkur sátt, enda gafstu það oft í skyn síðustu árin að þú værir að bíða eftir kallinu. Þegar ég hef hugsað til þín síð- ustu daga, þá hefur þú verið lif- andi í hugskoti mínu. Það mun breytast. Ég veit það. En allar góðu minningarnar um þig og samverustundirnar með þér munu lifa áfram. Það eru minningar um svo margt. Minningar um djúpan kærleik, fölskvalausa umhyggju, samskipti og samveru, og þá sér- staklega samverustundirnar úti í Hjörsey og á Álftárósi gegnum öll árin. Þar lærði ég af þér umhyggju, gestrisni og útsjónarsemi. Allra mikilvægustu skilaboðin þín til okkar afkomenda þinna, sem þú sýndir ítrekað í verki alla tíð, voru þó þau að fjölskyldan er það dýrmætasta sem maður á. Henni á alltaf að sinna. Það gerir maður best með reglulegri samveru og samskiptum. Vertu viss. Þessu mun ég aldrei gleyma. Ég kveð þig, elsku amma mín – að sinni – með angurværð í hjarta og fylgi þér úr hlaði, í þína hinstu för, með þessari gömlu írskri bæn: Megi vegurinn birtast þér. Megi vindar þér ætíð hagstæðir vera. Megi geislar sólarinnar verma andlit þitt; regnið falla mjúklega á engi þín og þar til við sjáumst á ný, megi Guð geyma þig í hendi sér. Þinn Veturliði. Matthildur Soffía Maríasdóttir er öll. Hún var ættmóðir og höfð- ingi, vestfirsk kona með vinnu- lúnar hendur. Hún vaknaði fyrst á morgnana og kveikti upp í eld- inum og þegar við börnin tínd- umst fram var hafragrautur í potti á eldavélinni og við yfir- heyrð um drauma næturinnar. Amma spáði í bolla og réði drauma en viðurkenndi sjálf með kankvíslegu brosi að þannig næði hún að ræða við okkur um það sem lægi á hjarta. Hún eldaði mat úr engu og þegar átti að fúlsa við soðningunni fengum við að heyra að við hefðum aldrei verið svöng. Hún kenndi með því að hengja upp þvott og strauja, hreinsa dún, hamfletta lunda og höggva í eldinn. Hún kenndi mér ýmislegt fróðlegt úr Úrvali. Hún kenndi mér að sigrast á myrk- fælni með því að hlusta á Svavar Gests í viðtækinu á lægsta styrk. Hún átti alltaf hlýjar hendur og enn hlýrra bros. Hún var dugleg- asta manneskja sem ég hef þekkt af því að hún þurfti að vera það. Hún fæddist fyrir 100 árum á ysta bænum við Snæfjallaströnd. Hún ólst upp við ómegð og fá- tækt. 5 ára gömul fór hún fyrst til vandalausra um stutta hríð. Á 10. ári fór hún til frænku sinnar sem var ráðskona hjá sr. Friðriki Friðrikssyni í Reykjavík og átti amma yndisleg ár hjá sr. Friðriki og fékk að fara í skóla. Þegar hún var 12 ára barst bréf þar sem stóð að búið væri að ráða hana í vist í Önundarfirði og að báturinn færi daginn eftir. Þar var bernsk- an búin og vinnan tók við. Þar sá hún síðasta sveitarómagann seld- an á uppboði, gamla konu sem gekk prjónandi á eftir vagni. Þetta snart ömmu því að heimili ömmu hennar hafði verið leyst upp eftir að afi hennar og móð- urbróðir fóru í Djúpið og mamma hennar átti erfitt líf sem ómagi. Amma fór í ýmsar vistir eftir þetta. Hún sagði mér seinna að ef hún hefði verið ung í dag hefði hún viljað verða sálfræðingur. Hún hefði skarað fram úr í því. Skömmu fyrir tvítugt var hún að heimsækja systur sína sem var vinnukona í Reykjavík og lá þar fyrir sonur á heimilinu á legu- Matthildur Soffía Maríasdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆVAR HAFNFJÖRÐ JÓNATANSSON, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 8. október. Útför hans fer fram þriðjudaginn 22. október frá Hafnarfjarðarkirkju klukkan 13. Hólmfríður Bjarnadóttir Margrét Theodóra Sævarsd. Espen Hårstad Jónatan Sævarsson Anja Gabriele Neske Hjördís Sævarsdóttir Óli Nikulás Sigmarsson Bjarni Sævarsson og barnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ASPELUND, íþróttakennari á Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þriðjudaginn 15. október. Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 26. október klukkan 14. Agnes Kristín Aspelund Harald Aspelund Hallvarður Einar Aspelund Eyleif Björg Hauksdóttir Guðrún Aspelund Einar Valur Kristjánsson Arnþrúður Helga Aspelund barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.