Morgunblaðið - 17.10.2019, Page 45
bekk og sá svo ósköp lögulega
leggi í dyragætt. Það var Einar
afi. Þau felldu saman hugi og
bjuggu fyrst í Reykjavík en svo
eignuðust þau Hjörsey á Mýrum
seint á 6. áratugnum þar sem
þeim tókst að búa við frumstæð
skilyrði í einstakri náttúruparad-
ís. Þeim varð átta barna auðið en
veikindi elsta sonarins urðu m.a.
til þess að þau neyddust til að
bregða búi eftir rúmlega 10 ára
búsetu. Amma varð svo ekkja um
miðjan 8. áratuginn en í rúmlega
20 ár eftir það bjó amma öll sum-
ur í eyjunni með hrúgu af börn-
um og barnabörnum. Þar vildi
hún vera og þar var aldrei logn-
molla og reyndar alltaf sól í minn-
ingunni.
Það er ekki lítil arfleifð að hafa
snortið líf svo marga og skapað
fallegar minningar en afkomend-
ur ömmu eru yfir 60 talsins og
hún lifir áfram í hjörtum okkar
allra, skörp í hugsun, kvik í
hreyfingum, og böðuð sólskini úti
í fjöru að gefa tjaldsunga í gogg-
inn. Amma bjó síðasta aldarfjórð-
ung hjá Ragnheiði móðursystur
minni og Einari manni hennar á
Álftarósi á Mýrum. Mig langar að
þakka ykkur sérstaklega fyrir að
hafa séð til þess að amma átti
gott líf fram á síðasta dag.
Matthildur Sigurðardóttir.
Kær vinkona og frábær mann-
eskja er fallin frá og verður henn-
ar sárt saknað.
Við kynntumst fyrir nær 40 ár-
um Anna Jóna, dóttir Matthildar
Soffíu, og Jón Heiðar, sonur okk-
ar, felldu hugi saman.
Það var afar lærdómsríkt að
kynnast þessari merku konu sem
hafði lifað mikla ævi, frá Snæ-
fjallaströnd til höfuðborgarinnar
og hafði hún einnig búið á af-
skekktri eyju í Faxaflóa um ára-
bil. Þar hafði hún alið upp stóran
hluta barna sinna.
Matthildur Soffía var alltaf
drottning Hjörseyjar, þessarar
undurfallegu eyjar, og drottning
stórfjölskyldunnar sem hún lét
sér svo annt um alla tíð.
Hundrað ára ævi er löng og
viðburðarík og var hennar ævi
það sannarlega.
Það var einstaklega gott að
tala við hana um lífið, tilveruna
og fjölskylduna sem hún sinnti af
miklum myndarskap. Alla tíð, að
undanskildum síðustu mánuðum
ævinnar, var hún mjög vel á sig
komin, andlega og líkamlega,
dugnaðurinn og áhuginn á mál-
efnum líðandi stundar fylgdi
henni ætíð.
Að fylgjast með fréttum og
umræðum á Alþingi var hennar
áhugamál og var þar ekki komið
að tómum kofunum því henni var
alls ekki sama um stjórn landsins
og heimsins alls, ef því var að
skipta.
Það var lærdómsríkt að tala
við hana bæði um liðna tíð og
einnig um nútíð og framtíð, en
hún var afdráttarlaus í skoðunum
og bar umhyggju fyrir þeim sem
stóðu höllum fæti í lífinu.
Matthildur elskaði og virti eyj-
una sína, Hjörsey, og gætti þess
vandlega að þar væri vel gengið
um og verndað. Hjörsey var
hlunnindajörð, fiskur, fugl, dúnn
og egg. Æðarvarpinu sinnti
Matthildur af alúð og dvaldi í
Hjörsey öll sumur á meðan hún
gat, oftast með börnum og barna-
börnum. Það hefur verið
skemmtilegt og þroskandi fyrir
unga fólkið að vera með ömmu í
Hjörsey, sem gat miðlað þeim af
sinni lífsreynslu og sínum skoð-
unum.
Við kveðjum nú Matthildi
Soffíu Maríasdóttur með miklu
þakklæti og mikilli eftirsjá. Hún
var höfðingi í bestu merkingu
þess orðs.
Öllum hennar mörgu afkom-
endum vottum við innilega samúð
við fráfall hennar.
Erla og Eysteinn.
Elsku Matta amma.
Amma hans Veturliða míns.
En ég kallaði þig alltaf Möttu
ömmu.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst konu eins og þér. Og feng-
ið að heyra söguna um uppvaxt-
arár þín og hvað á daga þína
dreif. Þú varst kjarnakona.
Takk fyrir allar ráðlegging-
arnar sem þú gafst mér um
barnauppeldi, matargerð,
prjónauppskriftir og lífið. Já
aldrei kom maður að tómum kof-
unum hjá henni Möttu ömmu.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar okkar í Genf, þegar þú varst
hjá okkur Veturliða í rúma þrjá
mánuði árið 2009. Þá varstu orðin
90 ára.
Það var svo gott að koma niður
á morgnana og drekka kaffi og
spjalla, svo var nú líka spáð í
bolla. Og svo gátum við setið og
spjallað úti á veröndinni, þú með
prjónana þína. Enda eru til fullar
skúffur af sokkum eftir þig.
Síðan heimsóttir þú okkur til
Kaupmannahafnar, þá orðin 94
ára, ég var einmitt að skoða
mynd af þér frá þeirri heimsókn,
þar sem þú heldur á Atla Má ný-
fæddum. Atla Má sem fór svo
stoltur í leikskólann í maí á þessu
ári og sagði öllum að langamma
hans væri orðin 100 ára.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar á Álftárósi, og það eru nú bara
tvær vikur síðan við hittum þig,
þegar þú komst þangað í heim-
sókn. Það var góður dagur, sól
skein í heiði og allt eins og það
átti að vera. En skjótt skipast
veður í lofti, fimm dögum seinna
kvaddir þú okkur.
Hvíl í friði, elsku Matta amma
mín, og takk fyrir allt.
Minning þín lifir.
Þín
Sigríður Líndal Karlsdóttir
(Sirrý).
„Mikinn öldung höfum vér nú
að velli lagt,“ segir í gamalli og
merkri bók. Einhverra hluta
vegna koma þessi orð upp í huga
mér þegar ég minnist Matthildar
Soffíu Maríasdóttur.
Matthildur Soffía Maríasdóttir
fæddist 14. maí 1919 og varð því
hundrað ára. Ég ætla ekki að
rekja æviferil þessarar stór-
merkilegu konu en örlítið um
kynni mín af henni.
Ég kynntist henni best í
Hjörsey þar sem fjölskyldan
dvaldi um sumur eftir að búskap
var hætt þar. Mér eru samtölin
við hana í eldhúsinu í Hjörsey
ógleymanleg.
Þar jós hún af brunni lífs-
reynslu sinnar og kenndi mér
margt um það sem lífið hefur upp
á að bjóða. Og kannski líka hvað
maðurinn hefur sjálfur lífinu upp
á að bjóða.
Hún stjórnaði á sinn hátt í
Hjörsey. Einn kaldan rigningar-
dag fékkst barnaskarinn ekki út
en hékk inni með öllu sem því til-
heyrði.
Loks þegar allt ætlaði um koll
að keyra var Matthildi nóg boðið
og sagði hátt og skýrt: Þurfið þið
alltaf, krakkaskammirnar, að
láta hlutina frá ykkur þar sem þið
látið þá frá ykkur!
Það sló þögn á barnaskarann
meðan þau íhuguðu orð hennar
en þegar Matthildur áttaði sig
sjálf á þversögninni í því sem hún
hafði sagt rak hún upp skellihlát-
ur.
Og krakkaskammirnar hlógu
vitaskuld líka. Og málið var leyst
á þennan einfalda hátt.
Lífið var vissulega ekki alltaf
dans á rósum hjá Matthildi frek-
ar en öðru fólki en hún hafði
kjark og dug og þor og styrk til
að standa keik og upprétt á
hverju sem gekk og horfa sátt
framan í heiminn – og hlæja ef
svo bar undir!
En talandi um rósir þá lætur
Matthildur eftir sig rósir eftir
langa og giftusama ævi; heilan
rósagarð af börnum, barnabörn-
um, barnabarnabörnum, barna-
barnabarnabörnum og ég sendi
þeim öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Eiríkur Brynjólfsson.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
Dóra Jakobs-
dóttir Guðjohnsen
grasafræðingur er
fallin frá rúmlega
áttræð að aldri eftir langvar-
andi veikindi. Dóra hóf nám í
líffræði haustið 1976 og lauk
því með glæsibrag vorið 1980.
Hún var ráðin á Líffræðistofn-
un Háskólans 1974 sem ritari
stofnunarinnar og Líffræði-
skorar um hálfs árs skeið, en
síðan gerðist hún aðstoðarmað-
ur í rannsóknum á Rannsókna-
stofu í lífeðlisfræði og á Líf-
fræðistofnun 1982 til 1986. Hún
var jafnframt kennari í örveru-
fræði og grasafræði frá 1982 til
1986 og aftur 1994.
Dóra var skemmtilegur og
vinsæll samstarfsmaður. Það
var því mikil eftirsjá að henni
þegar hún yfirgaf okkur líf-
fræðingana á Grensásvegi, en
jafnframt gleðiefni að hún fékk
vinnu sem grasafræðingur í
Grasagarði Reykjavíkur. Þar
vann hún mikið starf við að
uppfæra tegundamerkingar og
var lengi vel helsti sérfræðing-
ur garðsins í plöntugreiningu.
Gegndi hún starfi sínu með
miklum sóma þar til hún fór á
eftirlaun.
Eftir það sinnti hún fræða-
störfum og samdi m.a. bókina
„Nöfn háplöntuætta – orðasafn
með skýringum“ sem kom út
fyrr á þessu ári. Helsti tilgang-
ur ritsins er að birta á einum
stað öll íslensk nöfn háplöntu-
ætta, sem birst hafa á prenti
frá árinu 1901. Miklar breyt-
ingar hafa orðið á flokkunar-
kerfi plantna, ekki síst blóm-
plantna, á undanförnum 2-3
áratugum í kjölfar nýrrar
þekkingar á skyldleika hópa
sem aflað hefur verið með
rannsóknum í sameindalíffræði.
Skilgreiningum ætta og ætt-
bálka hefur verið breytt, þeim
skipt upp eða sameinaðar og
ættkvíslir hafa verið fluttar
milli ætta.
Ættaskrá í orðasafni bókar-
innar er í samræmi við þá
þekkingu sem nú liggur fyrir.
Áður hafði Dóra gefið út íð-
orðasöfn á fræðasviði sínu.
Dóra var gift Bergþóri Jó-
hannssyni mosafræðingi. Berg-
þór starfaði á Náttúrufræði-
stofnun Íslands og var
brautryðjandi í rannsóknum á
mosum.
Hann gaf út íslenska mosaf-
lóru í 21 bindi, þar sem lýst er
byggingu og einkennum um 600
tegunda. Þekking á íslenskum
mosum byggist enn að mestu
leyti á hans mikla starfi. Dóra
studdi Bergþór í hans rann-
sóknum, meðal annars með
söfnun sýna fyrir kennslu við
Háskóla Íslands en einnig
vinnu við mosaflóruna með því
að smíða góð íslensk nöfn á
mosategundir sem fæstar báru
alþýðuheiti fyrir. Dóra og
Bergþór voru samhent hjón og
alltaf var jafngaman að hitta
þau og spjalla.
Líf- og umhverfisvísinda-
stofnun Háskólans þakkar
Dóru fyrir störf hennar fyrir
Háskóla Íslands og færir dætr-
um hennar og afkomendum
hlýjar samúðarkveðjur.
Gísli Már Gíslason,
fv. forstöðumaður
Líffræðistofnunar, og
Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
formaður stjórnar Líf- og
umhverfisvísindastofnunar
Háskólans.
Dóra Jakobsdóttir
Guðjohnsen
✝ Dóra Jakobs-dóttir Guðjohn-
sen fæddist 29. maí
1938. Hún lést 28.
september 2019.
Útför Dóru fór
fram 11. október
2019.
Hún Dóra var
mér á margan hátt
sérstök vinkona.
Kynni okkar hóf-
ust stuttu eftir að
ég réðst sem ritari
við líffræðiskor
Háskóla Íslands,
þá til húsa við
Grensásveg. Ekk-
ert jafnræði var
með okkur. Hún
bráðgreind og virt
af öllum vegna þekkingar sinn-
ar og menntunar en ég ósköp
hversdagslegur ritari. Gegnum
árin myndaðist þó mjög sterkt
vináttusamband á milli okkar
og þar ríkti jafnræði.
Við sóttum styrk hvor til
annarrar í glímu við ýmsa erf-
iðleika og sorgir sem lífinu
fylgja og einnig ánægju og
gleði af félagsskap hvor ann-
arrar á betri stundum. Ekki
fóru alltaf saman áhugmál okk-
ar. Ég fann fljótt að leikhús og
sígild tónlist vöktu engan sér-
stakan áhuga hennar. En nátt-
úruskoðun var okkar sameig-
inlega áhugamál og áttum við
margar góðar stundir og sumar
talsvert skondnar við þá iðju.
Mér tókst meira að segja að fá
hana með mér til Austurríkis,
Menorku, Ítalíu, Samos og
Kúbu. Yfirleitt vorum við með
litlum hópum breskra náttúru-
skoðara. Mér eru ógleymanleg-
ar stundir á Menorku þegar
hópurinn settist saman og bar
saman bækur sínar um grein-
ingu plantna sem sést höfðu
fyrr um daginn. Eftir fyrsta
kvöldið var Dóra fremst í flokki
greiningaraðila og undruðust
þeir þekkingu hennar og glögg-
skyggni. Ekki var undrun
þeirra minni þegar hún sagði
þeim að þetta væri hennar
fyrsta ferð á Miðjarðarhafs-
svæðið. Eins var í Kúbu. Þar
kom eiginmaður minn því svo
fyrir að við kæmumst í grasa-
garðinn í Havana (sem vissu-
lega var í miklu fjársvelti) og
forstöðumaður garðsins var
furðu lostinn yfir þekkingu
Dóru. Þaðan fórum við upp í
fjöllin í nokkurs konar regn-
skóg og þar endurtók sig undr-
un leiðsögumannsins. Upp í
fjöllin flugum við á gamalli
rússneskri þyrlu og á bakaleið-
inni lokuðust ekki aðrar far-
þegadyrnar. Ákváðum við þá að
nóg væri komið af glæfraferð-
um.
Innanlands fórum við marg-
ar skemmtilegar ferðir, þar á
meðal árlegar ferðir með Guð-
mundi Eggertssyni vini okkar.
Eftirminnileg er t.d. ferðin
kringum Skorradalsvatn. Ég
lærði mikið af Dóru í þessum
ferðum og einnig um garðrækt
sem var okkar sameiginlega
áhugamál. Hún sagðist hafa
lært eitthvað um fugla.
Í ölduróti lífsins teygðist á
vináttuböndum okkar á milli og
tókum við það báðar mjög
nærri okkur. Sem betur fer
tókst okkur að lægja þær öldur
og skapa aftur þá einlægni og
trúnaðartraust sem var okkur
báðum mikils virði og entist al-
veg fram á síðustu kveðju-
stund. Báðar misstum við maka
okkar eftir þungbær veikindi
og þá var gott að eiga vísa
gagnkvæma vináttu og hlýju.
Ekki veit ég hvað við tekur
hinum megin, en gott þætti
mér að sjá ykkur Bergþór fyrir
mér bograndi yfir himnaríkis-
jurt eða mosa og bera saman
bækur ykkar.
Það fjölgar kveðjustundum
með hækkandi aldri og finnst
mér það leiðinlegt og erfitt þótt
eðlilegt sé.
Mikið á ég eftir að sakna þín
Dóra mín.
Þórdís.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR
skólastjóri,
lést fimmtudaginn 10. október á
krabbameinsdeild Landspítalans.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 18. október
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.
Unnar Þór Böðvarsson
Berglind Hákonardóttir Einar Viðar Viðarsson
Kristrún Hákonardóttir Jökull Másson
Böðvar Þór Unnarsson
Guðrún Unnarsdóttir
Jónas Unnarsson Sólveig Jónsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar,
bróðir, faðir og afi,
HELGI KRISTJÁNSSON
aðstoðarskólameistari,
Bergstaðastræti 71, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
fimmtudaginn 10. október.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn
18. október klukkan 11.
Selma Ósk Kristiansen
Baldur Helgason Patty Spyrakos
Bryndís Helgadóttir Anton Máni Svansson
Jóhanna Bryndís Helgadóttir Kristján Óli Andrésson
Sylvía, Hildur, Steingerður og Andrés Kristjánsbörn
og afabörnin öll
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLA GUNNLAUGSDÓTTIR
frá Akureyri,
lést miðvikudaginn 9. október á
hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hennar fer fram
frá Akureyrarkirkju mánudaginn 21. október klukkan 13:30.
Ásta Þórunn Þráinsdóttir Valdimar Sigurðsson
Gunnlaugur Þráinsson
Halla Sjöfn Ágústsdóttir Friðrik Már Steinþórsson
Anna Rut Ágústsdóttir Gunnar Pétur Hauksson
Ágúst Orri Ágústsson Sara Björk Purkhús
Gauti Gunnlaugsson
Sandra Ýr Gunnlaugsdóttir
og langömmubörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
BENEDIKT EINAR GUÐBJARTSSON,
Bogahlíð 6,
lést 12. október á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 26. október
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Einstök börn,
einstokborn@einstokborn.is, símar: 568-2661, 699-2661.
Edda Hermannsdóttir
Helga Benediktsdóttir Margeir Sveinsson
Sigríður Benediktsdóttir Arnar Geirsson
Sævar Margeirsson
Benedikt Jens Arnarsson
Sigurður Rúnar Margeirsson
Kristján Geir Arnarsson
Arnar Helgi Arnarsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Rúna,
Kambsvegi 37, Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
12. október. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
23. október klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Agnar Bjarnason
Sigríður Helga Agnarsdóttir
Bjarni Jón Agnarsson Hanna Dóra Haraldsdóttir
Sigrún Agnarsdóttir Helgi Jónsson
barnabörn og fjölskyldur þeirra