Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.10.2019, Qupperneq 52
Morgunblaðið/Ernir Fremstur meðal jafninga Fáir standast Konráði snúning við þjálfun. vöðvamassa að það hentar á svið er hægt að keppa. Þá þarf að fara í nið- urskurð til að vöðvaskilin sjáist. Þetta snýst allt um rétt hlutföll milli vöðva- hópa og hversu vel þau sjást. Kepp- andi þarf jafnframt að kunna að koma fram og sýna líkamann á sem bestan hátt á sviðinu með því að „pósa“ rétt. Það er svo misjafnt eftir flokkum hversu mikinn vöðvamassa þú þarft og hversu mikinn skurð,“ segir Konráð. Bæði er hugað að mataræði auk þess sem bætt er við brennsluæf- ingum. Mataræðið skiptir gríðarlega miklu máli og gæði fæðisins. Síðan á keppnisdaginn sjálfan er öllu tjaldað til; brúnkuspreyi, pallíettubikiníi, hár- lengingum og háum hælum. Allt í þeim tilgangi að vöðvaskurðurinn sjáist sem best. Eftir mót er síðan horfið aftur til eðlilegri hátta og keppandi fer í hærri fituprósentu og heldur áfram sinni hefðbundnu líkamsrækt. Mataræðið skiptir öllu „Í niðurskurðinum er lykilatriði að borða eins hreint fæði og kostur er. Þú losar þig við allan sykur og mikla fitu. Markmiðið er að borða beint frá nátt- úrunni ef kostur er og engin aukaefni og enga unna matvöru. Það er mikill fiskur, kjúklingabringur og magurt rautt kjöt, brún hrísgrjón, sætar kart- öflur og mikið grænmeti. Eins er mik- ilvægt að drekka mikið vatn.“ Yfirleitt sé æfingum fjölgað umtalsvert þegar undirbúningur hefst fyrir mót en það fari alveg eftir fituprósentu hvers og eins hversu miklu er bætt við. Challenge þar sem keppt er í dauða- lyftu með „ströppum“ og drumbalyftu. Þar er hinn eini sanni Hafþór Júl- íusson í broddi fylkingar. Hnefaleika- félag Reykjavíkur verður með tíu bar- daga hið minnsta með innlendum keppendum. Að sögn Konráðs verður einnig kynning á súlufimi og mikið af varningi verður kynnt á mótinu. „Þetta verða um fjörutíu básar og eitt- hvað um 300 keppendur, þar af er um helmingur erlendir keppendur.“ Mótið er mikil lyftistöng fyrir hreysti og vaxtarrækt hér á landi og fá íslensku keppendurnir mun meiri athygli enda að keppa á alþjóðlegu móti. „Þeir sem eru í þessu af alvöru og vilja komast á stóru atvinnumannamótin verða að vinna sér inn svokallað Pro Card. Það tryggir þátttökurétt á þeim mótum. Nú þegar hafa þrír íslenskir kepp- endur unnið sér inn atvinnumannsrétt- indi. Við eigum keppendur á heims- mælikvarða og það er búið að taka þetta yfir á næsta stig með því að fá al- vörukeppni að utan hingað til lands.“ Snýst um hlutföllin Í huga margra snýst hreysti um öfg- ar en iðkendur líta alla jafna mjög eðli- lega út, fyrir utan að vera í afar góðu líkamlegu formi. Það sem gert er í að- draganda móts er að fram fer svokall- aður niðurskurður þar sem keppandi losar sig við fitu með það að markmiði að vöðvauppbyggingin sjáist sem best á keppnisdaginn. Það er gert með mjög skipulögðum hætti. „Ef þú ert kominn með það mikinn Það er Konráð Valur Gíslason sem stendur að mótinu en hann er almennt talinn sá þjálfari sem ber ábyrgð á ár- angri flestra íslenskra hreystikepp- enda. Mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og mætti fjöldi alþjóðlegra kepp- enda hingað til lands til að keppa. Sig- urvegararnir vinna sér inn keppn- isréttindi á atvinnumótum í greininni, svokallað Pro Card, sem er afar eft- irsóknarvert. Jafnframt verður Thor’s Power Ljósmynd/Mummi Lú Fantaform Glæsilegur flokkur fagurmótaðra kroppa á Iceland Open 2018. Stærsta fitness- mót ársins Fyrstu helgina í nóvember verður haldið stærsta hreystimót ársins, Iceland Open, í Laugardalshöll. Á mótinu verður bæði keppt í hreysti auk þess sem haldið verður alþjóðlegt lyftingamót og keppt í hnefaleikum. Búist er við mikl- um fjölda erlendra keppenda því eftir miklu er að slægjast. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið 1.200 g Kornax hveiti 180 g sykur 1 pakkning Royal-karamellubúðingur 4 tsk. lyftiduft 1,5 tsk. matarsódi 1 tsk. hjartarsalt 70 g smjör, brætt 250 g hreint skyr 600 ml súrmjólk 1 stk. egg 1,5 tsk. vanilludropar 1,5 tsk. kardimommudropar 1 kg palmin kókosolía 1. Við byrjum á því að blanda öllum þurrefnum saman en geymum um það bil 200 g af hveitinu til hliðar. 2. Næst bræðum við smjörið og blöndum því ásamt skyrinu, súr- mjólkinni, egginu, vanilludropunum og kardimommudropunum saman við þurrefnin. Gott er að hnoða deigið ekki allt of mikið svo kleinurnar verði sem léttastar. 3. Nú fer palmin kókosolían í pott og við leyfum henni að hitna meðan við fletjum út deigið og snúum klein- urnar. 4. Næst setjum við vel af hveiti á borðið, hnoðum deigið örlítið bara svo það klessist minna og fletjum það svo út. Skerum út kleinurnar og snúum. 5. Að lokum steikjum við klein- urnar þegar olían er orðin nóu heit, gott er að setja fyrst smá afskorning út í olíuna til þess að sjá hvort hún sé orðin nógu heit. Þegar fallega gylltur litur er kominn á hliðina sem snýr of- an í olíuna snúum við þeim við og tök- um svo úr olíunni þegar sami litur er kominn á alla kleinuna. Ljósmynd/Silvía Haukdal Bakarameistarinn Silvía segir mikilvægt að hnoða deigið ekki of mikið. Langbestu kleinurnar Þið sem hélduð að kleinubakstur væri á útleið höfð- uð heldur betur rangt fyrir ykkur því hér erum við með uppskrift að kleinum sem búið er að eiga aðeins við og gera enn betri. Þetta er klárlega verkefni helg- arinnar enda fátt betra en nýsteiktar kleinur. Það er engin önnur en meistarabakarinn og bloggarinn Silvía Haukdal sem á heiðurinn af þessum kleinum sem hún fullyrðir að séu algjörlega frábærar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.