Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Starf rithöfundarins í eðli sínu ein-
manalegt og því er ágætt að taka
reglulega þátt í bókmenntahátíðum
og viðburðum þar sem tækifæri
gefst á að hitta ólíka lesendur í hin-
um ýmsu löndum. Hins vegar má
þetta ekki ræna mig of miklum tíma
frá sköpunarferlinu sjálfu sem er
það mikilvægasta. Mér þykir af-
skaplega vænt um vinnuna mína og
nýt þess að semja sögur og mynd-
skreyta,“ segir Peter Madsen,
teiknari og höfundur Goðheimaserí-
unnar, sem út kom í Danmörku á
árunum 1979 til 2009.
Bækurnar, sem urðu alls 15 tals-
ins, vann Madsen í náinni samvinnu
við Henning Kure, Hans Rancke-
Madsen og Per Vadmand. Á níunda
áratug síðustu aldar leikstýrði Mad-
sen, í samstarfi við Jeffrey James
Varab, danskri teiknimynd sem
byggðist á bókum hans. Nýverið var
síðan frumsýnd leikin kvikmynd í
leikstjórn Fenars Ahmad sem bygg-
ist á heimi bókanna. Nokkrir Ís-
lendingar koma að gerð mynd-
arinnar, meðal annars leikkonurnar
Salóme Gunnarsdóttir og Lára Jó-
hanna Jónsdóttir og búningahönn-
uðurinn Margrét Einarsdóttir. Ís-
lenska framleiðslufyrirtækið Netop
Films, sem Grímar Jónsson stýrir,
er meðframleiðandi myndarinnar.
Þá var Ísland líka einn af tökustöð-
um myndarinnar. Með hlutverk
Þórs, Týs og Óðins fara dönsku leik-
ararnir Roland Møller, Jacob Loh-
mann og Asbjørn Krogh Nissen.
Bækur Goðheimaseríunnar hafa
verið þýddar á um tug tungumála,
þeirra á meðal íslensku. Nýverið
kom út hérlendis níunda bók bóka-
flokksins sem nefnist Hólmgangan.
Fyrstu þrjár bækur seríunnar
þýddi Guðni Kolbeinsson en svo tók
Bjarni Frímann Karlsson við.
Samstarfið gjöfult
Þú nefnir að ritstörf séu í eðli
sínu einmanalegt starf. Finnst þér í
því samhengi mikilvægt að vinna í
listrænu teymi líkt og var reyndin
með Goðheimaseríuna á sínum tíma
og bækurnar Troldeliv sem þú frá
árinu 2006 hefur skapað í samvinnu
við eiginkonu þína, Sissel Bøe?
„Samhliða Troldeliv hef ég unnið
mínar eigin bækur, bæði myndir og
texta, sem byggjast á efni biblíunn-
ar. Við Sissel höfum unnið náið sam-
an síðasta áratuginn sem hefur ver-
ið einstaklega skemmtilegt og
gefandi. Mér finnst gaman þegar
við köstum á milli okkar hug-
myndum og útkoman er ávallt gjöf-
ul. Þessu var öðruvísi háttað í
vinnunni við Goðheimabækurnar.
Henning Kure var aðalhöfundurinn
og ritstjóri bókaraðarinnar til að
byrja með. Við ræddum auðvitað
saman þegar við lögðum drög að
hverri nýrri bók, en síðan skrifaði
hann söguna í sínu horni. Í fram-
haldinu tók ég við efniviðnum og
kom honum í myndrænt form,“ seg-
ir Madsen og tekur fram að það taki
langan tíma að teikna teiknimynda-
sögu.
„Að jafnaði tók það mig um tíu
mánuði að teikna hverja bók, meðan
það tók Henning í mesta lagi tvo
mánuði að skrifa textann,“ segir
Madsen og tekur fram að hann njóti
þess að skapa. „Sumir hafa á orði
við mig að það hljóti að vera frá-
bært að geta í teikningunum sam-
einað vinnuna og áhugamálið. Ég
hef aldrei upplifað hlutina þannig. Í
mínum augum er myndlistin ekki
áhugamálið mitt heldur vinnan mín.
Vissulega nýt ég vinnunnar en þetta
er ekki tómstundaiðja. Það voru ör-
lög mín í lífinu að gerast teiknari
enda er ég fær í þessu.“
Hvenær gerðir þú þér grein fyrir
því að þú vildir leggja myndlistina
fyrir þig sem ævistarf?
„Í raun frekar seint. Líkt og öll
önnur börn teiknaði ég frá unga
aldri. Í kringum 11 til 12 ára ald-
urinn var svo komið að í hvert sinn
sem ég lauk við mynd spurði ég mig
sjálfkrafa hver næsti rammi í sög-
unni gæti verið því ég var mjög
upptekinn af því að segja sögur með
myndum mínum. Samspil mynda og
texta hafa ávallt heillað mig,“ segir
Madsen og tekur fram að á tánings-
árum sínum hafi honum hins vegar
aldrei hugkvæmst að hann myndi
geta unnið fyrir sér sem mynd-
skreytir eða teiknari.
„Ég skráði mig því í læknisfræði
að loknu stúdentsprófi, en samhliða
náminu teiknaði ég Goðheima-
bókaflokkinn og teiknimyndina Val-
höll sem frumsýnd var 1986 en ég
endaði á því að leikstýra líka mynd-
inni sem var fjögur ár í vinnslu,“
segir Madsen og rifjar upp að á þrí-
tugsaldri hafi hann gert sér grein
fyrir að hann yrði að velja milli
læknisfræðinnar og listarinnar.
Lærdómur um manneskjuna
„Fram að þeim tíma hafði ég
sjálfur litið á teikningar mínar sem
tómstundaiðju samhliða læknanám-
inu sem átti að vera framtíðarstarf
mitt. Þarna gerði ég mér skyndilega
grein fyrir að námið var tómstunda-
starfið því ég hafði frá því ég lauk
stúdentsprófi 18 ára gamall séð fyr-
ir mér fjárhagslega með teikningum
mínum,“ segir Madsen og hlær við
endurminninguna. „Ég horfðist loks
í augu við að ég gæti ekki gert allt á
sama tíma. Það er fullt starf að vera
læknir og það er meira en fullt starf
að vera teiknari. Ég náði hins vegar
að ljúka fjórum árum af sex í lækna-
náminu áður en ég hætti og sneri
mér alfarið að því að skapa.“
Í ljósi þess að norræn goðafræði
og biblían hafa veitt þér mikilvægan
innblástur á löngum ferli leikur mér
forvitni á að vita hvers vegna trúar-
legur efniviður virðist höfða svona
sterkt til þín?
„Það er eitthvað við þessar um-
fangsmiklu frásagnir sem rúmast
innan goðsagna og hetjusagna sem
heillar mig. Í raun mætti flokka
Troldeliv þarna undir líka, því þar
erum við Sissel að vinna með
þjóðtrú sem snýr að vættum, huldu-
fólki, tröllum og dvergum,“ segir
Madsen og minnir á að norræn
þjóðtrú eigi rætur sínar í einstaka
náttúru. „Þjóðtrúin, goðafræðin og
biblían eiga það sameiginlegt að í
þeim býr einstakur kraftur og lær-
dómur um manneskjuna. Við vær-
um þeim mun fátækari ef þessa
sagnaarfs nyti ekki við,“ segir Mad-
sen og rifjar upp að um nokkurt
skeið hafi Dönum þótt kristin trú
gamaldags og hallærisleg.
„Á sama tíma er verið að gefa út
bækur og sýna kvikmyndir um ofur-
hetjur sem byggjast að stórum
hluta á goðsagnalegum arfi sem
þykir púkalegur í öðru samhengi,“
segir Madsen og bendir á að stór
hluti þeirra sagna sem boðið er upp
á í afþreyingabransanum í dag
byggist á hinu vel þekkta þema um
baráttu góðs og ills. Einnig bregði
reglulega fyrir vísunum í fyrsta
morð heimsins, þ.e. þegar Kain í
afbrýði sinni myrti Abel, en báðir
voru þeir synir Adams og Evu.
„Annar bróðirinn tengist myrkr-
inu en hinn ljósinu. Auðveldlega má
sjá samsömun milli Kains og Abels
úr biblíunni og Haðar og Baldurs í
norrænni goðafræði,“ segir Madsen
og vísar þar til frásagnar danska
sagnaritarans Saxo Grammaticus.
„Þar er Höður geðþekk manneskja
meðan Baldur er demónískur hálf-
guð,“ segir Madsen og bendir á að
þekking nútímafólks á norrænni
goðafræði fáist gegnum skrif sagna-
ritara sem sjálfir voru kristnir, sem
hafi mögulega haft sín áhrif á skrá-
setninguna. „Til að gera langa sögu
stutta er ég þeirrar skoðunar að
þjóðtrúin, goðafræðin og sagnaarf-
urinn myndi mikilvægan grunn fyr-
ir menninguna sem á eftir kemur.“
Lærði forníslensku
Bækur Goðheimasagnabálksins
urðu alls 15 og komu út á 30 ára
tímabili. Var erfitt að kveðja þennan
sagnaheim eftir svo langan tíma?
„Já, ég ætla ekkert að draga dul á
það að það var erfitt. Þegar við
byrjuðum á fyrstu bókinni vissum
við ekki mikið um norræna goða-
fræði og studdumst við ýmis upp-
flettirit. Af þeim sökum tókum við
okkur ákveðið skáldaleyfi í frásögn-
inni. Grunnhugmyndin í fyrstu bók-
inni, Úlfurinn bundinn, var hvað
myndi gerast ef Fenris slyppi og þá
þurftum við auðvitað að rifja upp
hvers vegna og hvernig hann var
hlekkjaður. Við segjum einnig frá
því hvernig Röskva og Þjálfi komast
í þjónustu Þórs, en sú saga tilheyrir
í raun sögunni um för Þórs til Út-
garðs. Strax í annarri bókinni, För-
in til Útgarða-Loka, vorum við farn-
ir að halda okkur nær heimildunum.
Þegar við lukum við þriðju og fjórðu
bókina, Veðmál Óðins og Söguna
um Kark, var okkur orðið ljóst að
við vorum komnir með brennandi
áhuga á því að endursegja, túlka og
miðla goðafræðinni til nútímales-
enda,“ segir Madsen og rifjar upp
að Henning Kure hafi meira að
segja lært forníslensku til að geta
lesið sagnaarfinn.
„Við vildum þekkja grunninn vel
til þess að vera okkur ávallt meðvit-
aðir um hvenær við værum að
bregða út af honum til að þjóna sög-
unni,“ segir Madsen og tekur fram
að það hafi líka ávallt verið markmið
höfundanna að miðla arfinum með
húmorinn að leiðarljósi. „Þar sem
við vorum að vinna með ákveðinn
arf urðum við okkur snemma með-
vitaðir um að verkefnið myndi klár-
ast á einhverjum tímapunkti, enda
vildum við ekki þynna efniviðinn út
eða skapa eigin framhaldssögur. Á
endanum urðu bækurnar því sam-
tals fimmtán,“ segir Madsen og tek-
ur fram að þegar hann horfi í bak-
sýnisspegilinn hafi hann gjarnan
viljað gera meira úr sögu Fenris og
Týs í fyrstu bókinni. „En því verður
ekki breytt héðan af.“
Ætlað að vera samfélagsádeila
Finnst þér bækurnar eldast vel?
„Við þroskuðumst við gerð bók-
anna,“ segir Madsen og rifjar upp
að hann hafi aðeins verið 18 ára
gamall og fremur reynslulítill þegar
hann byrjaði að teikna fyrstu bók-
ina, Úlfurinn bundinn. „Förin til Út-
garða-Loka ber ritunartíma sínum
merkis þegar kemur að samskiptum
og hlutverkum kynjanna,“ segir
Madsen, en bókin kom fyrst út á
dönsku 1980. „Sagan sjálf, um það
hvernig Þór neyðist til að dulbúast
sem kona til að endurheimta Mjölni,
er ekki mjög löng. Með því að nota
húmorinn tókst okkur að miðla því
hvernig hinn mjög svo karlmannlegi
Þór upplifir það að þurfa að ganga
inn í kvenmannshlutverk. Það kall-
aði á svolítinn inngang þar sem les-
endur sjá Þór í samskiptum við Sif,
eiginkonu sína, og hvernig verka-
skiptingin er á heimili þeirra. Þegar
ég skoða þessa bók í dag finnst mér
hún svolítið úrelt og viðurkenni fús-
lega að ég myndi ekki útfæra sög-
una með sama hætti í dag,“ segir
Madsen og bendir á að hann fái enn
mikil viðbrögð frá lesendum og hjá
mörgum þeirra sé einmitt þessi bók
í mestu uppáhaldi.
„Fyrstu þrjár bækurnar seríunn-
ar eiga það sameiginlegt að vera
samfélagsháðsádeilur af okkar
hálfu. Eftir því sem seríunni vatt
fram fórum við höfundarnir á fá
sífellt meiri áhuga á persónuleika
goðanna. Í huga margra eru goðin
góð og jötnarnir vondir, en ljósið
nærist á myrkrinu og öfugt. Þetta
sést skýrt hjá stríðsgoðinu Tý sem í
okkar útfærslu er réttsýnastur goð-
anna þrátt fyrir að vera kominn af
jötnum. Markmið okkar var að serí-
an væri lifandi og endurspeglaði
arfinn með húmor að vopni. Mér
sýnist það markmið hafa tekist.“
Gáfum honum lausan taum
Hver, ef einhver, hefur aðkoma
þín verið að nýju leiknu myndinni?
„Hún er lítil sem engin,“ segir
Madsen og tekur fram að hann hafi
lítillega kynnst Fenar Ahmad, leik-
stjóra myndarinnar, sem hafi verið
mikill aðdáandi Goðheimabókanna
þegar hann var barn. „Fenar er
sonur flóttafólks frá Írak sem flutt-
ist til Danmerkur 1986 þegar hann
var fimm ára,“ segir Madsen og
bendir á að Ahmad hafi sem barn
samsamað sig Röskvu og Þjálfa,
mannsbörnunum tveimur sem flytj-
ast búferlum frá Miðgarði til Ás-
garðs.
„Fyrri myndir hans hafa verið
fremur ofbeldisfullar,“ segir Mad-
sen og bendir á að Ahmad hafi þótt
leiðinlegt að geta ekki sýnt níu ára
dóttur sinni myndir sínar. „Sam-
tímis langaði hann að gera mynd um
efnivið sem hafði mikla þýðingu fyr-
ir hann sem barn. Fenar hafði sam-
band við okkur Henning þar sem
það skipti hann máli að við værum
sáttir við kvikmyndaaðlögunina. Við
gáfum honum algjörlega lausan
taum, enda er þetta hans listaverk,“
segir Madsen og tekur fram að
hann hafi fúslega svarað öllum
spurningum kvikmyndaleikaranna
sem höfðu samband við hann til að
fræðast meira um persónur sínar.
„Ég hlakka því til að sjá myndina á
hvíta tjaldinu.“
Morgunblaðið/Hari
Arfur Peter Madsen á bókasafninu í Norræna húsinu. Alls hafa níu Goðheimabækur hans komið út á íslensku.
Mannsbarn Cecilia Loffredo í hlutverki sínu sem Röskva í nýrri leikinni
kvikmynd sem byggist á heimi dönsku Goðheimateiknimyndabókanna.
„Örlög mín að gerast teiknari“
Danski teiknarinn Peter Madsen var langt kominn í læknisfræði þegar hann ákvað að helga sig
listinni „Samspil mynda og texta hafa ávallt heillað mig“ Værum fátækari án sagnaarfsins
» Þjóðtrúin, goða-fræðin og biblían
eiga það sameiginlegt
að í þeim býr einstakur
kraftur og lærdómur
um manneskjuna.